Fréttablaðið - 05.09.2006, Side 34

Fréttablaðið - 05.09.2006, Side 34
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR12 Handknattleiksmaðurinn Gísli Rúnar Guðmundsson, sem gekk nýverið í raðir danska liðsins Ajax Heros í Kaupmannahöfn, segir andlegt ástand sitt ráða miklu um það hvað honum finnist skemmtilegt eða leiðinlegt að gera. „Það sem mér finnst skemmtilegast eða leiðinlegast að gera er í raun og veru bara spurning um andlegt ástand hverju sinni. Ég segi alveg frá hjartanu að það er ekkert eitt frekar en annað sem mér finnst leiðinlegra eða skemmtilegra en annað. Þetta er allt spurning um það hvernig maður er stemmdur hverju sinni. Það getur til dæmis verið grútleiðinlegt að ryksuga þegar maður er þvingaður til þess. Þegar maður aftur á móti er einn heima, rétt stemmdur og setur góða tónlist á fóninn getur verið mjög gaman að ryksuga. Þannig er þetta með alla hluti, bara spurning um stemninguna hverju sinni og það er okkar að hafa hana okkur í hag og gera þannig alla hluti skemmtilega.“ SKEMMTILEGAST/LEIÐINLEGAST Hugarfarið skiptir öllu GÍSLI RÚNAR GUÐMUNDSSON LÍTUR SPEKINGSLEGUM AUGUM Á TILVERUNA. Ofurhetju-myndir eru misvinsælar og sjálfsagt vinsælastar á ófriðartím- um. Ástæðan er rakin til óskhyggju áhorfenda um að vandamálin hverfi eins og dögg fyrir sólu, með svipuðum hætti og hetjan á hvíta tjaldinu bjargar málunum með einu handtaki. Vinsældir slíkra mynda undanfarin ár renna stoðum undir þá kenningu, auk þess sem tölvu- brellur nútímans hafa rutt brautina fyrir alls kyns sjónhverfingum sem voru áður illframkvæmanlegar. 1. V for Vendetta (2005): Hefndar- engill leitar leiða við að sækja spilltan þjóðarleiðtoga og glæpa- hyski hans til saka fyrir samfélags- lega glæpi. Sannkallaður hvalreki fyrir unnendur ofurhetjumynda, enda sjaldan sem myndir af þessu tagi eru jafn innihaldsríkar og vel leiknar. 2. Batman Begins (2005): Eftir ósköpin sem leikstjórinn og fyrrum gluggaskreytingamaðurinn Joel Schumacher framreiddi með fjórðu myndinni um Leðurblökumanninn var ekki annað hægt en að byrja seríuna upp á nýtt. Handrit, lág- stemmdur leikur og svartur húmor gera hana að þeirri bestu í röðinni. 3. X-men (2000) og X-Men 2: X-Men United (2003) deila með sér þriðja sæti yfir bestu ofurhetju-myndir allra tíma. Hér er valinkunnur maður í hverju hlutverki með þau Hugh Jackman, Patrick Stewart og Famke Jessen fremst í flokki stökkbrigða sem þrá samfélagslega viðurkenningu. 4. Spiderman 2 (2004): Peter Parker togast á milli ástar og hetjudáða. Í seinni myndinni er unnið út frá sögunni sem grundvölluð var með fyrstu myndinni í trílógíunni, en að uppbyggingu eiga þær síðan ískyggi- lega mikið sameiginlegt með fyrstu tveimur Superman-myndunum. 5. Superman (1978): Er þetta fugl?! Nei! Er þetta flugvél? Nei þetta er Superman! Vísindamaður sendir barnungan son sinn til jarðar til að bjarga mannkyninu áður en heima- pláneta hans tortímist. Myndin ber með sér öll einkenni stórmyndar, meira að segja þakkarlistinn í lokin er yfir sjö mínútna langur, sem var met á þeim tíma. TOPP 5: OFURHETJU-MYNDIR SJÓNARHORN Gengið um Goðaland í Þórsmörk í blíðskaparveðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.