Fréttablaðið - 05.09.2006, Page 35

Fréttablaðið - 05.09.2006, Page 35
ÞRIÐJUDAGUR 5. september 2006 A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi í gær. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tók sjö klukku- stundir en farþegarnir voru allir starfsmenn Airbus. Fram til þessa hafa 16 flugfé- lög pantað 159 vélar frá Airbus en fyrirhugað er að afhenda Singa- pore Airlines þær fyrstu í desem- ber, hálfu ári á eftir áætlun. Þetta þykir stórt skref fyrir EADS, stærsta hluthafa Airbus, sem hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum vegna tafa á fram- leiðslu vélanna. Bæði hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað mikið síðan greint var frá seink- uninni í júní auk þess sem félagið á yfir höfði sér skaðabótamál vegna þessa. Í ofanálag hafa tveir af hæst- ráðendum félaganna þurft að taka poka sína. Gustav Humbert, for- stjóri Airbus, sagði af sér vegna tafa en Noel Forgeard, yfirfor- stjóri samstæðu EADS, hvarf á braut í kjölfar ásakana um að hann hefði selt hluti sína og fjöl- skyldu sinnar í EADS áður en greint var formlega frá seinkun á afhendingu A380 risaþotanna. - jab Þotan loks í loftið A380 FRÁ AIRBUS Starfsmenn Airbus fara um borð í risaþotuna á mánudag. Þotan er stærsta farþegaþota í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.109 +0,74% Fjöldi viðskipta: 406 Velta: 3.159 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,00 -1,07% ... Alfesca 4,56 +0,00% ... Atlantic Petroleum 581,00 +0,52% ... Atorka 6,25 +0,00% ... Avion 33,60 +0,30% ... Bakkavör 54,40 +0,18% ... Dagsbrún 5,12 -0,39% ... FL Group 19,00 +1,06% ... Glitnir 20,10 +1,01% ... KB banki 837,00 +1,09% ... Landsbankinn 25,70 +1,58% ... Marel 77,00 +0,00% ... Mosaic Fas- hions 17,40 -1,70% ... Straumur-Burðarás 16,90 +0,60% ... Össur 125,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Landsbankinn +1,58% KB banki +1,09% FL Group +1,06% MESTA LÆKKUN Icelandic Group -3,17% Mosaic -1,70% Actavis -1,07% Umsjón: nánar á visir.is Útlit er fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli ágúst og september og allt bendir til þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki og muni minnka á næstu mánuð- um. Þetta kemur fram í endur- skoðaðri verð- bólguspá Greiningar- deildar Glitn- is. Í Morgun- korni Glitnis segir að elds- neytisverð hafi lækkað að undanförnu og geti lækkað frekar á næstu dögum í ljósi gengishækkunar krónunnar og lækkunar á heimsmarkaðsverði. Útsölur séu nú að ganga til baka en reiknað er með minni áhrifum á vísitöluna en í fyrra. Tiltæk gögn bendi hins vegar til þess að íbúða- kostnaður muni reynast hærri en í síðasta mánuði. Hagstofan birtir vísitölu neyslu- verðs þann 12. september. Gangi spá Greiningardeildar Glitnis eftir mun verðbólga lækka talsvert, úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent. - hhs Spá talsverðri lækk- un á verðbólgu Núna gæti verið rétti tíminn til að kaupa íslenskar krónur þar sem gengi krónunnar er hagstætt um þessar mundir. Þetta er haft eftir Momtchil Pojarliev, sérfræðingi hjá svissneska bankans Pictet & Cie, í frétt á vefsíðu Bloomberg í gær þar sem fjallað var um íslensku krónuna. Sagði hann líkur til þess að krónan muni styrkjast um sex prósent fyrir lok ársins. Hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum og Japan sann- færi fjárfesta um að þarlendir seðlabankar muni ekki hækka stýrivexti frekar í bráð. Þar með verði vaxtamuninum, sem sóst er eftir, við haldið. Í fréttinni kemur fram að íslenska krónan, sem stóð sig einna versta allra gjaldmiðla á fyrri hluta ársins 2006, sé nú komin ofarlega á blað hjá erlendum vogunarsjóðum, sem nú sækja í íslensk skuldabréf. Á núverandi árs- fjórðungi hefur krónan styrkst um tíu prósent gagnvart dollar- anum. Styrkingin kemur að hluta til af því að fjárfestar taka lán í löndum þar sem vextir eru lágir og fjárfesta hér, þar sem vextir eru háir. Íslenskir stýrivextir standa nú í 13,5 prósentum. - hhs Segir rétta tímann til krónukaupa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.