Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 14
 10. september 2006 SUNNUDAGUR14 Jón tekur myndir fyrir erlend-ar fréttastofur, Rauða kross-inn og aðra viðskiptavini um allan heim og var við störf á átaka- svæðunum í suðurhluta Líbanons meðan á átökunum við Ísraels- menn stóð. Hann segir mikið hafa verið um sprengingar fram að vopnahléinu 14. ágúst. Síðasta sól- arhring stríðsins hafi skemmdirn- ar verið gífurlegar, eyðileggingin í þessu skammvinna stríði hafi verið skelfileg og jafnvel meiri en í Kosovo. Líbanon er fallegt land. Annars vegar er strönd Miðjarðarhafsins og hins vegar fjöll sem eru allt upp í þrjú þúsund metrar á hæð. Mikið er um lítil landbúnaðarþorp þar sem stunduð er tóbaksrækt og ólívurækt. „Þessi þorp voru mörg hver jöfnuð við jörðu í átökunum og ekkert eftir nema mulningur- inn einn. Í mörgum þorpum eru öll húsin skemmd og sum húsin eru alveg ónýt,“ segir Jón. Björgunarstarf hefur reynst erfitt í Líbanon, bæði vegna þess hve sprengingarnar voru miklar og eins vegna þess hve erfitt getur verið að koma fólki til hjálpar sem grafið er í húsarústum. Einkum á það við um rústir vel byggðra nokkurra hæða húsa. Líkin lágu um allt Yfir þúsund menn létu lífið í Líb- anon, flestir almennir borgarar. Jón fylgdist með líkflutningunum út úr þorpunum og sá að heima- menn voru grafnir á staðnum en Rauði krossinn var beðinn um að flytja aðkomumennina, hermenn- ina, burt. Strax á fyrstu dögum stríðsins horfði hann upp á það þegar lík voru tekin úr bílum, af skellinöðrum og hjólum. Líkin lágu út um allt. „Heilu fjölskyldurnar höfðu brunnið inni í bílum sínum þar sem þær voru að reyna að flýja af staðnum. Sjúkrabílar urðu fyrir sprengjum. Sjúklingar sem höfðu bjargast úr húsarústum lágu kannski á sjúkrabedda í sjúkrabíl þegar þeir urðu fyrir árás. Þannig missti maður nokkur annan fót- inn. Hann hafði bjargast með hluta af fjölskyldu sinni úr húsarústum og var kominn í sjúkrabílinn þegar næsta ógæfa dundi yfir,“ rifjar hann upp. En stundum eru heilladísirnar með fólki. „Ég hitti mann sem var með ósprungið flugskeyti í eld- húsinu hjá sér og annað við inn- ganginn á húsinu. Þriðja sprengjan hafði sprungið fimm metra frá húsinu og grafið þar djúpa gröf. Hún féll það langt frá húsinu að það hékk uppi en rúðurnar brotn- uðu. Það var ótrúleg tilviljun,“ heldur hann áfram. „Ég hitti annan mann sem getur sýnt gestum og gangandi fall- byssuskot sem stendur út úr veggnum í stofunni hjá honum. Það er að vísu ekki heppilegt að vera mikið inni í þeirri stofu því að það fylgir mikil hætta þessum ósprungnu sprengjum úti um allt.“ Sprengjur eins og hráviði Jón segir að töluvert hafi verið hreinsað á þeim þremur vikum sem liðnar eru síðan stríðinu lauk en sprengjur skapi samt mikla hættu alls staðar. Þá hafi klasa- sprengjum verið varpað í þessu stríði. Gert er ráð fyrir að klasa- sprengjur séu notaðar á óvinaher- sveitir og sé þá fimmtíu til áttatíu, jafnvel hundrað, litlum sprengjum dreift yfir hersveit. Til þess er ætlast að sprengjurnar hæfi her- mennina eða komi í veg fyrir að þeir hreyfi sig á svæðinu. Þessar sprengjur segir Jón að hafi legið eins og hráviði víða í þorpunum, í þorpunum miðjum og jafnvel fyrir utan sjúkrahúsin. Líbanir eru vanir styrjöldum og fljótir að byggja upp aftur. Jón hefur samanburð við New Orleans eftir að fellibylurinn Katrín skall þar á í fyrra og segir ólíkt eftir þjóðfélögum hvort fólk kunni að bjarga sér. Í New Orleans hafi mönnum verið allar bjargir bann- aðar eftir að rafmagnið fór af og kjörbúðir lokuðu. Það hafi komið sér á óvart hve lítil uppbygging hafi átt sér stað þegar hann kom aftur til New Orleans í vor, hálfu ári eftir fellibylinn. Uppbyggingin strax í gang Í Líbanon hafi uppbygging hins vegar farið í gang strax eftir sprengjuárásir. „Það er búið að laga margar brýr og fylla sprengi- gíga víða á vegum. Það er ótrúlegt að sjá að menn hafa drifið í að flytja aftur inn í þorpin svo stuttu eftir að styrjöldinni lauk og koma lífinu aftur í gang. Líbanar eru vanir styrjöldum. Þeir byggja upp í dag það sem reikna má með að verði sprengt upp á morgun,“ segir hann. „Í þessu stríði var ótrúlegt að sjá þá reyna að koma upp brú yfir Litaní-ána sem rennur frá norðri og suðurs. Brúin var sprengd upp að kvöldi og daginn eftir voru þeir byrjaðir að byggja hana upp aftur. Hún hékk kannski uppi í nokkra tíma og þá var hægt að koma bílum yfir eða þangað til hún skemmdist á ný. Þessi brú er ekki góður staður til að vera á. Þegar ég var þarna dagsstund var verið að fljúga yfir okkur og skjóta flug- skeytum ansi nálægt til þess að láta vita af því að þessi brúarsmíð yrði ekki langæ vinna.“ Nýtt að kynnast flugskeytum Jón er vanur stríðum þar sem heyrist „ratt tatt tatt“ og jafnvel „dúmm dúmm dúmm“. Hann hefur líka kynnst styrjöldum þar sem heyrist bara „eitt stórt bang“. En það sem er nýtt í þessari styrj- öld er að kynnast flugskeytum. Þá heyrist þytur í loftinu og spreng- ing á eftir. „Það er óhugnanlegt vegna þess að maður fær viðvörun og veit að sprengjan er að koma. Maður veltir fyrir sér hvort stundin sé komin eða hvort hún lendi kannski annars staðar. Það er skelfilegt að fá flug- skeyti nálægt sér. Ég hef ekki kynnst því áður og það er ný reynsla. Um þrjú þúsund sprengjum var varpað að meðaltali á hverjum degi á þetta litla land. Þessar gríðarmörgu sprengingar voru líka ný reynsla.“ Hjálparstarfið gefur von Líf fréttamanns á átakasvæði er ekkert þægindalíf. Jón hef verið í Afganistan, Írak og á mörgum hamfarasvæðum. Dagarnir eru langir og næturnar stuttar. „Oft er maður sveittur og þreyttur og lítið um þægindi og mat. Ég hafði aðsetur í borginni Tírus í Suður- Fékk tvær jóla- gjafir frá Saddam FJÖLBREYTNI Í STARFINU Starfi kvikmyndatökumanns fylgja mikil ferðalög. Jón er stöðugt á ferð um heiminn og oft á miklum átakasvæðum. „Fjölbreytnin í starfinu er ótrúleg. Einn daginn er ég að versla með kameldýr í Sómalíu og þann næsta að mynda Angelinu Jolie og Brad Pitt í Sviss.“ Nálykt, hljóð í rafmótorum og glerbrotum, matarleysi, hiti, sviti, stress og ljósleysi. Þetta eru myndirnar sem koma upp í hugann þegar Jón Björgvinsson myndatökumaður hugsar um styrjaldir og náttúruhamfarir. Guðrún Helga Sigurðardóttir ræddi við Jón þar sem hann var á heimleið eftir sjö vikna starf í stríðshrjáðu Líbanon. FRÉTTARITARI AÐ STÖRFUM Það er enginn lúxus þegar Jón Björgvinsson er að störfum á hamfara- og styrjaldarsvæðum. Hér situr hann fyrir framan ísraelskan skriðdreka í Líbanon. ���������� ��� ������ � � ����� ������ � � � � �� � ������� ����� ���� © GRAPHIC NEWS Líbanon er langt og mjótt araba- ríki við botn Miðjarðarhafsins. Landið hefur landamæri að Sýr- landi í norðri og Ísrael í suðri. Heildarflatarmál landsins er rúm- lega tíu þúsund ferkílómetrar. Höfuðborgin heitir Beirút. Tveir fjallgarðar liggja samsíða gegnum Líbanon endilangt og mjótt láglendi er með ströndinni. Milli fjallgarðanna er hinn frjósami Bekaa-dalur. Hann fær vatn frá Litani-ánni. Opinbert tungumál í Líbanon er arabíska. Tæplega fjórar milljónir manna búa í landinu. Heimild: Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. LÍBANON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.