Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 20
10. september 2006 SUNNUDAGUR20
Dregið úr réttum svörum n.k.
fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið
Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ
á númerið 1900!
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón.
Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON.
Leystu kro
ssgátuna!
Þú gaetir u
nnið
nýjustu g
eislaplötu
na
með Nelly
Furtado,
Loo
se!
����� ����������� ���� ��� ���
������
�����
���
����
���
���������
��������
����
�����
�������
�����
��������
����
������
������
������
����
������
����
��������
�������
����
������
����
������
�����
���
����
����
���������
�����
�����
�����
�����
������
�������
�����
���
����
�������
��������
������
��������
�����
����
������
�����
������
������
�����
������
��������
����
�������
�������
��
�����
������
������
��
�����
����
�������
���
������
������
�����
������
�����
�������
�����
�������
����
������
�����
������
������
�������
����
�������
���
������
����
�����
������
����� ���������
�������
�������������������������������������������������������������������
��
�
����������
�
��
��
�
�
�
�
Metnaður í málfari – fyrirtaks
hjálpargögn
Oft undrast ég þann skort á metnaði
hjá opinberum stofnunum, fjölmiðl-
um og fyrirtækjum sem birtist marg-
sinnis í óvönduðu málfari og sýnir
dapurlegt kæruleysi eða hreina van-
þekkingu. Texti frá stofnunum og fyr-
irtækjum er auðvitað hluti af ímynd,
hvernig þau vilja koma almenningi
fyrir sjónir. Og satt best að segja eru
auglýsingastofurnar ekki barnanna
bestar. Nú eigum við sem betur fer
ágæt hjálpargögn til að vanda mál-
far. Íslensk orðabók er trúlega öllum
kunn og Íslensk samheitaorðabók
og Mergur málsins eftir Jón G. Frið-
jónsson um notkun orðatiltækja. En
nýverið hafa komið út tvær stór-
merkar bækur. Ég nefni Stafsetning-
arorðabókina nýju, sem bætir úr
brýnni þörf, og síðast en ekki síst
Stóru orðabókina um íslenska mál-
notkun eftir Jón Hilmar Jónson. Hún
er ekkert annað en einstakt afrek, og
ómetanleg hjálparhella. Þessar tvær
bækur (og raunar hinar líka) ættu að
vera í daglegri notkun hjá öllum
íslenskum stofnunum og fyrirtækj-
um. Tökum öll þátt í að rækta málfar
okkar.
Vel að orði komist – og miður
Prýði er að því að krydda málfar sitt
með vel völdu myndmáli. Hér eru
nokkur nýleg dæmi: Steingrímur J.
Sigfússon sagði í tilteknu máli að rík-
isstjórnin [væri] fundvís á steina til að
hnjóta um. Við annað tækifæri líkti
hann afstöðu ráðherra við vegg úr
járnbentri steinsteypu. Ragna Aðal-
steinsdóttir á Laugabóli í Laugardal í
Djúpi segist stundum hafa fengið til
sín unglinga sem hafa lent í lausamöl
lífsins. Kristín Helga Gunnarsdóttir
spyr í Fréttablaðinu: „Er nema von að
slökkviliðsmenn séu bálreiðir?“ „Hug-
myndin um Evrópusambandsaðild
hefur verið í pólitískri klakabrynju.“
Birgir Guðmundsson í Fréttablaðinu.
En myndmál þarf að eiga sér innri
samsvörun. Ekki er heppilegt að kom-
ast svo að orði eins og einn þingmað-
ur í ræðustóli sem sagði iðnaðarráð-
herra „sitja kyrr í því fari sem hún
hefur tekið sér fyrir hendur“. Eða
þegar talað er um „að skera niður
starfsfólk“. Hengdir menn eru skornir
niður úr snöru, en starfsfólki er fækk-
að. Ekki er fallegt að „skjóta á 55 þús-
und manns“ í miðbænum eins og Sif
Gunnarsdóttir hafði eftir lögreglu-
þjóni á menningarnótt. Vingjarnlegra
væri að giska á þann fjölda. Og hvað
segja menn um að „hjúkrunarheimili
sitji öll við sama borð“ eins og segir í
fyrirsögn í Mbl. 20. ágúst. Sjá menn
fyrir sér borðhaldið?
Skyr með óbragði?
Tungumálið getur verið skrítið. Maður
sem stuðlar að sölu landbúnaðarvara
til Bandaríkjanna talaði um jarðar-
berjaskyr og að prófa „óbragðbætt“
skyr. Er það skyr bætt með óbragði?
Kannski er hreinlegra að tala um
hreint skyr.
Gangandi vegfarandi
Oft heyrum við og lesum í fréttum að
„ekið var á gangandi vegfaranda“.
Gallinn við svona orðalag er hversu
stofnanalegt það er og ómyndrænt.
Hvað er eiginlega vegfarandi? Er það
maður, kona eða barn? Gamall maður
með göngustaf, kona með inn-
kaupapoka, unglingsstúlka á reið-
hjóli, strákur á hjólaskautum? Þið
takið eftir því að strax er komin ofur-
lítil mynd með lítilli breytingu. Frétt er
lýsing, að hluta til að minnsta kosti,
og því ber almennt að forðast ómynd-
rænt, óhlutbundið orðalag, og reyna
að láta lesandann sjá hvað býr að
baki orðanna.
Braghenda
Braghenda dagsins varð til í Miðvík
inn af Aðalvík:
Brönugrasið bregður sínum bleika lit
neðar skartar fífa á fit
fellur sólargeisli á Rit
Mörgum þykir sem jafnaðarstefn-
an, hin eina sanna hreina, eigi erf-
itt uppdráttar í Samfylkingunni.
Því vakti það mikla athygli á
Ölstofunni að kvöldi föstudags
þegar Jón Bald-
vin Hanni-
balsson,
hinn
eini
sanni leiðtogi krata, mætti flottari
en nokkru sinni á staðinn. Í kónga-
bláum jakka úr flaueli og mælskur
að vanda. Og ljóst var að hugsjónin
sú sem hann stendur og hefur stað-
ið fyrir er hvergi nærri
dauð.
Í kringum
Jón Bald-
vin
safn-
aðist svo vel mannaður „læri-
sveinahópur“ sem nam hvert orð
af vörum meistarans af mikilli
athygli. Voru þeir þar mættir
Jakob Frímann Magnússon tónlist-
armaður, Hallgrímur Helgason rit-
höfundur, Ásgeir Friðgeirsson ráð-
gjafi auk þess sem Hallur Helgason
athafnamaður úr Hafnarfirði slóst
í hópinn. Hallur er reyndar flokks-
bundinn Sjálfstæðismaður og var í
framboði fyrir flokkinn þann í síð-
ustu bæjarstjórnarkosningum. Er
reyndar aldrei að vita nema hann
söðli um, enda sannfæringarkrafti
Jóns við brugðið.
Var til þess tekið af þeim sem
utan stóðu hversu samstilltur hóp-
urinn var og þegar Jóni tókst sér-
lega vel upp, sagði skemmtilegar
sögur, slógu menn sér á lær og
skelltu upp úr. - jbg
Við fótskör meistarans
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
Leiftrandi að
vanda á Ölstof-
unni en á hann
hlýddi valinkunn-
ur hópur.
HLJÓÐFÆRI HUGANS
Njörður P. Njarðvík skrifar
um íslenskt mál
Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is