Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 53
Lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar aug- lýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði jafnréttismála. Umsækjendur skulu gera grein fyrir markmiði verkefnis, tíma- og verkáætlun, annarri fjármögnun verkefnis eða starfsemi og leggja fram gögn því til stuðnings. Lýðræðis- og jafnréttisnefnd veitir ár hvert félaga- samtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til verkefna sem hafa að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti í samfélaginu. Verkefni sem nýtast í þágu íbúa Hafnarfjarðar njóta forgangs við úthlut- un styrkja. Markmiðið með styrkjum lýðræðis- og jafnréttisnefndar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstakl- inga sem stuðla að farsælli þróun jafnréttismála í samfélaginu. Að öllu jöfnu eru ekki veittir styrkir til rekstrar. Úthlutun styrkja verður í lok árs 2006. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 13. október nk. og felur umsókn í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna lýðræðis- og jafnréttisnefndar um styrki, sjá nánar http://www.hafnarfjordur.is/fjolskyldan/. Umsóknum skal skilað til Önnu Jörgensdóttur lýð- ræðis- og jafnréttisfulltrúa, Strandgötu 6, 220 Hafn- arfi rði. Hún veitir einnig frekari upplýsingar í síma 585-5503 eða í gegnum tölvupóst: annaj@hafnarfjordur.is. Styrkir til verkefna á sviði jafnréttismála Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra auglýsa styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra. Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra á Austurlandi, Reykjanesi, Reykjavík, Suðurlandi, Vestfjörðum og á Vesturlandi vekja athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra. Skv. reglugerðinni er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfi ng eða endurhæfi ng. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfi ng eða endurhæfi ng sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu. Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði félagsmálaráðuneytis ásamt greinargerð, til svæðisskrifstofa í hverju umdæmi en þar er einnig hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Austurlandi, Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstöðum sími: 4 700 100 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjanesi, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfi rði sími: 525 0900, www.smfr.is Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjavík, Síðumúla 39, 108 Reykjavík sími 533 1388, www.ssr.is Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Suðurlandi, Eyraveg 67, 800 Selfoss sími: 482 1922, www.smfs.is Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vestförðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður sími: 456 5224 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, sími: 437 1780 Norðurslóðaáætlun Northern Periphery Programme Auglýst er eftir forverkefnisumsóknum innan Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Megináherslur eru á að hvetja til frumkvæðis og nýsköpunar sem stuðlað getur að aukinni hagsæld viðkomandi svæða, með áherslu á ungt fólk og konur. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og umhverfi s með áherslu á ferðaþjónustu, fjölbreytta menningu og sögu ásamt iðnaði tengdum náttúruauðlindum. Hagkvæmar samgöngur, fjarskiptakerfi , aðgengi og hagnýting möguleika upplýsingatækninnar. Skipulag þjónustu í dreifbýli ásamt áherslu á samstarf þéttbýlis og dreifbýlis. Umsóknarfrestur er til 9. október Áhugasamir eru hvattir til að skoða nánari upplýsingar á heimasíðu NPP http://www.northernperiphery.net/news.asp og setja sig í samband við tengilið NPP áætlunarinnar á Íslandi, Þórarinn Sólmundarson Byggðastofnun. Heildsala – Smásala Til sölu með eigin innflutning og góða álagn- ingu, ásamt fínum samböndum. Góð uppgrip framundan. Verð ca. 12 m. Svar merkt: „Tækifæri“ sendist á netfang: galle@isl.is. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur auglýsir eftir umsóknum. Markmið sjóðsins er að auka almannaheill og bæta mannlíf á Íslandi. Markmiðum sínum hyggst sjóðurinn ná með því styrkja einstaklnga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni, - ekki hvað síst á alþjóðlegum vettvangi. Skilafrestur er til 1. október 2006. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fi nna á vef sjóðsins www.minningmargretar.is. Hringdu í 550 5000 ef blaðið berst ekki - mest lesið RAÐAUGLÝSINGAR SUNNUDAGUR 10. september 2006 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.