Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 18
 10. september 2006 SUNNUDAGUR18 Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti með sköttum. 2 fyrir einn tilboð. Búlgar 2 fyrir 1 Sofia Hin heillandi höfuðborg Búlgaríu 28. sept. frá kr. 29.990 5 nátta helgarferð - ótrúleg kjör · Frábær tími til að heimsækja borgina · Einstakar söguslóðir Balkanskagans · Spennandi kynnisferðir · Einstakt mannlíf, menning og skemmtun Terra Nova býður frábært tilboð til þessarar spennandi borgar á Balkanskaganum. Einstaklega spennandi kynnisferðir í boði um miklar söguslóðir. Vinsældir þessarar höfuðborgar Búlgaríu er mjög vaxandi enda er Sofia heillandi borg sem býður ferðalöngum fjölskrúðugt mannlíf, menningu, skemmtun og fleira. Þú pantar tvö sæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Gisting frá kr. 3.750 Netverð á mann, á nótt í tvíbýli á Hotel Lozenetz með morgunmat. �������������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � Barcelona ������������ �������������� �������� ������ ������ ������ ������� ������ ������ ����� ������� ����� ������� ������ ������� ������ ������� ������� ������ ��� ������ ������ ����� ������ ���� � ���������� ������������������������ ������������������������ ������������������������ ������������������� ����������������� ������������������� ������������������ ��������������������� ������������������ ���������������������������� �������������������� �������������������� ��������������������������� �������������������� ������������������������ ������������������� ������������������ �������������������� ������������������������� �������������������� �������������������� �������������� �������������������������������������� ������������������������������������� ����������������� ����������������������� ����������������� �������������� ���������������� ������������������������� ������������������������������ ������������ ���������������� ���������������� ��� �������������������� ������������������������ ������������������������ ������������������������������������������������������� �������������� �������������������� ������������ ������������������������������������� ����������� ��������������������������� ������������ ���������������� �������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Halla Gunnarsdóttir myndlistarkona er ein af þeim heppnu sem finna sína hillu í lífinu snemma. Síðastliðinn vetur sneri hún heim um stundarsakir og getur nú státað af tilnefningu til Grímuverðlauna og af tveimur myndlistarsýning- um. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Höllu um listir, leikhús og óðagot. Draumaheimar Höllu HALLA GUNNARSDÓTTIR Fór tvítug í myndlistarnám til Ítalíu en hefur að mestu leyti alið manninn í Bandaríkjunum undanfarinn áratug. MYNDIR HELGI MÁR KRISTINSSON Halla situr á gólfinu í Gall-leríi Turpentine við Ing-ólfsstræti þegar blaða- mann ber að garði. Hún er í skítugum vinnugalla rykug upp að hnjám í óðaönn við að sparsla, mála og hengja upp myndir fyrir aðra einkasýningu sína hér á landi – Hibridi – sem opnaði í galleríinu á föstudag. „Þetta er allt að smella saman,“ segir hún brosmild. Á hill- um standa skúlptúrar og á veggj- um hanga olíumálverk en þetta er í fyrsta sinn sem málverk Höllu eru til sýnis. „Ég er aðallega í skúlptúrum en sumar hugmyndir er ekki hægt að skapa í þrívídd. Þá gríp ég í strigann.“ Halla er menntuð á Ítalíu og í Bandaríkjunum og hefur búið vestra nánast óslitið í áratug. Fyrir ári sneri hún aftur heim og gat sér orð fyrir leikmynd norðan heiða en ekki í galleríi eins og menntun- in gerði sjálfsagt ráð fyrir. „Magnús Geir Þórðarsson, vinur minn og leikhússtjóri á Akureyri, bauð mér að hanna leik- mynd og búninga fyrir leikritin Litlu hryllingsbúðina og Maríu- bjölluna. Mér fannst það of gott boð til að hafna og flutti svo að segja beint frá New York til Akur- eyrar og bjó þar frá nóvember fram í apríl. Sem var frábært. Akureyringar eru afskaplega jákvæðir og stoltir af leikhúsinu sínu og það var frábært að fá að taka þátt í uppganginum þarna fyrir norðan.“ Leiksvið í galleríinu Fyrir leikmyndina í Maríubjöll- unni uppskar Halla tilnefningu til Grímuverðlaunanna en auk þess að vinna fyrir Leikfélag Akureyr- ar hélt hún sína fyrstu einkasýn- ingu – Svefnfarar – hér á landi í Listasafni Akureyrar og vakti mikla athygli. Í verkum Höllu má sjá greinilegar tengingar við leik- húsið enda segist hún leita í hið leikræna. „Það er ákveðin mynd- ræn hugsun sem tengir leikhúsið og myndlistina og þegar ég vinn sýningarnar mínar hugsa ég sem svo að fólk gangi inn á lítið svið. Síðustu ár hef ég verið upptekin af því að taka áhorfandann inn í annan heim; í Svefnförum var sá heimur rósamur og draumkennd- ur en þessa sýningu hugsa ég meira sem fantasíuheim sem við eigum eitthvað skylt við en er samt framandi.“ Halla fjallar þó ekki bara um drauma og fantasíur. „Í gegnum tíðina hef ég einnig gert verk tengd umhverfisvernd, þá aðallega um skaðleg áhrif mengunar á börn,“ segir hún og játar að vera mikill umhverfis- verndarsinni. „Mér finnst mikil- vægt að listamenn geri líka pólit- ísk verk. Sjálfri mér finnst hins vegar áhrifaríkara þegar broddur- inn liggur í undirtónunum, frekar en að skella honum framan í fólk á yfirborðinu. Ég vil ekki segja fólki hvað því eigi að finnast.“ Renndi blint í sjóinn Halla var ekki nema tvítug þegar hún lagði land undir fót og hélt í listnám til Ítalíu. „Ég var þrettán eða fjórtán ára þegar ég komst að því að þetta væri það sem ég vildi gera. Sautján ára fór ég á sumar- námskeið í myndlist á Ítalíu og varð ég ennþá vissari í minni sök eftir það.“ Þótt skemmtileg væru voru menntaskólaárin í MR nánast eins og biðstofa fyrir næsta áfanga. „Ég fór líka beinustu leið til Ítalíu þegar ég kláraði stúdentinn 1994. Ég var þar með hléum og milli- lendingu í Rússlandi til 1996. Ég ætlaði að læra í Moskvu en á þeim tíma var lítið fjármagn sem rann til stofnana eins og listaakademí- unnar og öll aðstaða mjög slæm fyrir nemendur. Ég dreif mig því til New York í staðinn.“ Hún játar að það hafi verið stórt stökk fyrir 22 ára gamla stúlku að flytja ein síns liðs til New York, jafnvel þótt hún hafi ekki gert sér grein fyrir því þá. „Ég held að það hafi verið svolítið óðagot á mér og eftir á að hyggja renndi ég blint í sjónn; fannst bara skemmtilegt og spennandi að vera komin til New York. Fyrst núna er ég farin að átta mig á hvað þetta var yfir- þyrmandi og hvað ég var í raun- inni ung að fara þangað ein út.“ Ekki er þó svo að skilja að hún hafi ekki notið þess. „Námið gekk vel. Ég kláraði BA-gráðuna 1999 og meistaragráðuna fyrir þremur árum. Fyrir listamann er auðvelt að láta heillast af borginni, enda er lista- og menningarlífið afskap- lega blómlegt.“ Skaut aftur rótum Helsti munurinn á listalífinu hér og í New York segir Halla vera að þar er völlurinn miklu stærri. „Hins vegar er ótrúlegt að í jafn litlu samfélagi og á Íslandi skuli vera til svona mörg söfn og gall- erí.“ Það er algengur misskilning- ur að mati Höllu að til að njóta myndlistar þurfi maður að vera sprenglærður. „Alls ekki. Fólk þarf ekkert endilega að vita um hvað verkið fjallar, hvað listamað- urinn ætlaði sér eða að koma auga á einhverjar tilvísanir í listasög- unni. Ef fólk sér eitthvað í verkun- um og þau snerta það á einhvern hátt þá er takmarkinu náð.“ Halla er afar glöð yfir að hafa snúið aftur til Íslands í fyrra en í október fer hún hins vegar aftur út til New York. „Draumurinn er að geta búið á báðum stöðum í framtíðinni því mér líður eins og ég sé búin að skjóta rótum á Íslandi í annað sinn. Það tekst vonandi ef ég held vel á spöðunum.“ Höfnin fallegasti staðurinn Listin er í aðalhlutverki í lífi Höllu og henni gefst lítill tími til að sinna öðrum hugðarefnum. „Ég fer mikið í sund,“ segir hún hlæjandi eftir dálítið hik. „Og á línuskauta, en næst á dagskrá hjá mér er að læra á sjóbretti og vinur minn í New York er búin að lofa að taka mig í kennslu. Ég reyni líka að komast út á land. Snæfellsnesið er minn uppáhaldsstaður á landinu.“ Þá fer hún oft í hjólatúra niður að höfn, ávallt með skissubók og yfirleitt með myndavél til fanga það sem vekur athygli. „Höfnin er í uppáhaldi hjá mér. Þetta fallegasti staðurinn í Reykjavík, myndrænn og margbreytilegur eftir sjónarhornum. Við eigum að passa upp á höfnina okkar og varðveita hana eins og við getum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.