Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 65
SUNNUDAGUR 10. september 2006 25 Haraldur Jónsson, myndlistar- maður og rithöfundur, bjó í nágrenni við dansleikhús Pinu Bausch í Wuppertal. Hann hafði séð myndbandsupptökur af verk- um hennar hér en að sögn ekki fundið henni stað fyrr en hann sá sýningar hennar í Þýskalandi. Hann segir verk hennar slá allt út í áhrifamætti og líkir þeim við svæðanudd milli listgreina. „Ég sá margar sýningar með henni og þær eru ógleymanlegar. Mjög mikil myndlist og þessi margfalda atburðarás og marg- röddun sem einkennir öll hennar verk. Það eru alltaf magnaðar tengingar og vísanir í allar áttir og hver einasta hreyfing er galop- in en samt hárnákvæm og dular- full. Það var mjög gjöfult fyrir mig sem myndlistarmann og rit- höfund að upplifa þessi verk henn- ar. Hún hefur þennan hæfileika að vekja heildaráhrif, hún vekur öll skynfærin í einu og það er eins og hún hreinlega setji undirmeðvit- undina á svið. Það er líka mikil myndlist í sýningunum hennar, hún notar til dæmis stór- brotnar leikmyndir. Sýningarnar eru orðlaus upplifun en það er svo mikið að gerast í þessu milli- rými, milli tján- ingarforma, leiklistar, dans- og myndlistar sem skýrir margt fyrir manni.“ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 7 8 9 10 11 12 13 Sunnudagur ■ ■ SÝNINGAR  08.30 Guðmundur Karl Ásbjörnsson sýnir í landslagsmál- verk í sýningarsal Orkuveitunnar. Sýningin er opin virka daga milli 8.30-16.  09.00 Haustsýning Listvinafélags Hallgrímskirkju á myndverkum Hafliða Hallgrímssonar er í for- kirkju Hallgrímskirkju. Þetta er önnur sýning Hafliða í Hallgrímskirkju og sýnir hann 12 verk með trúarlegu ívafi. Sýningin stendur til 23. október.  10.00 Sýningin Ef þú giftist, um íslenska brúðarsiði fyrr og nú, stend- ur yfir í Minjasafni Akureyrar. Sýningin er opin milli 10-17 alla daga en henni lýkur 15. september.  11.00 Samsýningin Mega vott stendur yfir í Hafnarborg. Myndlistarmennirnir Ragnhildur Stefánsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Rúrí og Jessica Stockholder eiga verk á sýningunni. Sýningin er opin alla daga milli kl. 11-17 nema á þriðju- dögum.  14.00 Í galleríi Kling & bang við Laugaveg stendur yfir samsýn- ingin Guðs útvalda þjóð. Á þriðja tug listafólks, bæði myndlistar- og tónlistarfólks, tekur þátt í sýn- ingunni. Sýningarstjóri er Snorri Ásmundsson. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18  Sýning Nínu Gautadóttur í Galdrasafninu á Hólmavík sem helguð er rauðhærðum konum stendur til 15. september. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Myndlist - að sviðsetja undirmeðvitundina DANSFLOKKUR PINU BAUCH Leitar víða fanga í listrænu starfi sínu en sýningin sem Íslendingar fá notið er undir sterkum suður- amerískum áhrifum. Fyrsti geisladiskur sópransöng- konunnar Alexöndru Chernys- hova, Soprano, geymir perlur tón- bókmenntanna úr smiðju Gershwins, Verdis og Tchaikov- skiys. Alexandra er fædd og uppalin í Kiev og gat sér gott orð í heima- landi sínu Úkraínu, var meðal ann- ars valin besta nýja óperuröddin þar árið 2002. Hún fluttist hingað til lands árið 2003 og hefur síðan haldið fjölda tónleika hér á landi sem jafnan hafa fengið skínandi dóma. Alexandra er búsett í Skaga- firði og starfar þar sem söng- kennari við Tónlistarskóla Skaga- fjarðar. - khh Ný rödd HLJÓMFÖGUR SÖNGRÖDD Alexandra Chernyshova gefur út sinn fyrsta disk. til Würzburg s: 570 2790 www.baendaferdir.is Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug- myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. í Þýskalandi 30. nóvember - 3. desember 2006 7. - 10. desember 2006 14. - 17. desember 2006 Verð kr. 64.900 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.