Fréttablaðið - 10.09.2006, Page 65

Fréttablaðið - 10.09.2006, Page 65
SUNNUDAGUR 10. september 2006 25 Haraldur Jónsson, myndlistar- maður og rithöfundur, bjó í nágrenni við dansleikhús Pinu Bausch í Wuppertal. Hann hafði séð myndbandsupptökur af verk- um hennar hér en að sögn ekki fundið henni stað fyrr en hann sá sýningar hennar í Þýskalandi. Hann segir verk hennar slá allt út í áhrifamætti og líkir þeim við svæðanudd milli listgreina. „Ég sá margar sýningar með henni og þær eru ógleymanlegar. Mjög mikil myndlist og þessi margfalda atburðarás og marg- röddun sem einkennir öll hennar verk. Það eru alltaf magnaðar tengingar og vísanir í allar áttir og hver einasta hreyfing er galop- in en samt hárnákvæm og dular- full. Það var mjög gjöfult fyrir mig sem myndlistarmann og rit- höfund að upplifa þessi verk henn- ar. Hún hefur þennan hæfileika að vekja heildaráhrif, hún vekur öll skynfærin í einu og það er eins og hún hreinlega setji undirmeðvit- undina á svið. Það er líka mikil myndlist í sýningunum hennar, hún notar til dæmis stór- brotnar leikmyndir. Sýningarnar eru orðlaus upplifun en það er svo mikið að gerast í þessu milli- rými, milli tján- ingarforma, leiklistar, dans- og myndlistar sem skýrir margt fyrir manni.“ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 7 8 9 10 11 12 13 Sunnudagur ■ ■ SÝNINGAR  08.30 Guðmundur Karl Ásbjörnsson sýnir í landslagsmál- verk í sýningarsal Orkuveitunnar. Sýningin er opin virka daga milli 8.30-16.  09.00 Haustsýning Listvinafélags Hallgrímskirkju á myndverkum Hafliða Hallgrímssonar er í for- kirkju Hallgrímskirkju. Þetta er önnur sýning Hafliða í Hallgrímskirkju og sýnir hann 12 verk með trúarlegu ívafi. Sýningin stendur til 23. október.  10.00 Sýningin Ef þú giftist, um íslenska brúðarsiði fyrr og nú, stend- ur yfir í Minjasafni Akureyrar. Sýningin er opin milli 10-17 alla daga en henni lýkur 15. september.  11.00 Samsýningin Mega vott stendur yfir í Hafnarborg. Myndlistarmennirnir Ragnhildur Stefánsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Rúrí og Jessica Stockholder eiga verk á sýningunni. Sýningin er opin alla daga milli kl. 11-17 nema á þriðju- dögum.  14.00 Í galleríi Kling & bang við Laugaveg stendur yfir samsýn- ingin Guðs útvalda þjóð. Á þriðja tug listafólks, bæði myndlistar- og tónlistarfólks, tekur þátt í sýn- ingunni. Sýningarstjóri er Snorri Ásmundsson. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18  Sýning Nínu Gautadóttur í Galdrasafninu á Hólmavík sem helguð er rauðhærðum konum stendur til 15. september. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Myndlist - að sviðsetja undirmeðvitundina DANSFLOKKUR PINU BAUCH Leitar víða fanga í listrænu starfi sínu en sýningin sem Íslendingar fá notið er undir sterkum suður- amerískum áhrifum. Fyrsti geisladiskur sópransöng- konunnar Alexöndru Chernys- hova, Soprano, geymir perlur tón- bókmenntanna úr smiðju Gershwins, Verdis og Tchaikov- skiys. Alexandra er fædd og uppalin í Kiev og gat sér gott orð í heima- landi sínu Úkraínu, var meðal ann- ars valin besta nýja óperuröddin þar árið 2002. Hún fluttist hingað til lands árið 2003 og hefur síðan haldið fjölda tónleika hér á landi sem jafnan hafa fengið skínandi dóma. Alexandra er búsett í Skaga- firði og starfar þar sem söng- kennari við Tónlistarskóla Skaga- fjarðar. - khh Ný rödd HLJÓMFÖGUR SÖNGRÖDD Alexandra Chernyshova gefur út sinn fyrsta disk. til Würzburg s: 570 2790 www.baendaferdir.is Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug- myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. í Þýskalandi 30. nóvember - 3. desember 2006 7. - 10. desember 2006 14. - 17. desember 2006 Verð kr. 64.900 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.