Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 16
10. september 2006 SUNNUDAGUR16
„Við ætlum að mæla svefn og vöku
hjá nýfæddum börnum og von-
umst til að geta svarað ýmsum
spurningum tengdum svefni. Við
vonumst til dæmis eftir að geta
spáð fyrir um hreyfiþroska. Þá
skoðum við hvort ákveðnar teg-
undir af hreyfingum fari saman
við mælingar í heilalínuriti. Þetta
mynstur spáir svo fyrir um hreyfi-
þroska hjá dýrum,“ segir Karl
Ægir Karlsson, lektor við Háskól-
ann í Reykjavík, sem vinnur nú að
því að setja á fót rannsóknarað-
stöðu fyrir svefnrannsóknir hér á
landi.
Karl Ægir vonast til að geta
heimfært rannsóknirnar sínar á
börn. „Ef sama mynstur verður
hjá börnum getum við kannski
spáð fyrir um hvort þau séu á
réttri þroskabraut. Þá getum við
kannski séð hvort tveggja mánaða
barn eigi eftir að byrja að ganga
fyrr eða seinna en meðaltal barna
á þessum aldri gerir.“
Gefi vísbendingar um heilbrigði
Karl Ægir stefnir einnig að því að
þróa nýjar tölfræðilegar aðferðir
við að greina svefn sem eru miklu
einfaldari en þær sem notaðar eru
í dag. Safnað verður upplýsingum
af svefni þjóðarinnar frá vöggu til
grafa og búinn til gagnabanki þar
sem má átta sig betur á svefnvenj-
um og hversu lengi svefn varir –
normalgildi svefns.
„Ég ímynda mér að það sé hægt
að búa til einfalda svefnmælingu
sem getur gefið vísbendingar um
heilbrigði og jafnvel framtíðar-
heilbrigði fólks. Það eru allar líkur
á því að þessi normalgildi gefi vís-
bendingu um að heilbrigðir ein-
staklingar falli í ákveðinn farveg.
Þeir sem eiga við sjúkdóm að
stríða falla frá þessum gildum, það
höfum við séð hjá dýrunum.“
Karl Ægir telur að einstakling-
ur með kæfisvefn eða lungnasjúk-
dóm myndi til dæmis aldrei sleppa
í gegnum skimunarpróf af þessu
tagi án þess að mælingin sýndi
eitthvað óvenjulegt.
Skaðlegt að sofa ekki
„Það er ekki augljóst hvað gerist
ef maður sefur ekki. Allir vísinda-
menn eru sammála um að það er
skaðlegt að sofa ekki og að menn
geti ekki virkað eðlilega án þess að
sofa. Það er hins vegar ekki vitað
af hverju fólk gerir það ekki,“
segir Karl Ægir.
Ungviðið sefur langmest og
mun meira en þeir fullorðnu.
Nýfætt mannsbarn sefur sextán til
átján tíma á sólarhring meðan full-
orðnir sofa átta tíma. Draumsvefn
er helmingur af svefni nýbura en
bara tuttugu prósent af svefni full-
orðinna.
„Sumir telja að skýringanna á
því af hverju við sofum sé að finna
í bernsku. Sumir halda jafnvel að
svefninn sé arfleifð frá bernsk-
unni og hafi ekkert með fullorð-
insárin að gera,“ segir Karl Ægir.
Hann nefnir til sögunnar rann-
sóknir þar sem fylgst hefur verið
með því sem gerist þegar svefni
er sleppt alfarið og áhrifum þess.
Áhugi á svefni
Karl Ægir fékk áhuga á svefn-
rannsóknum þegar hann var að
vinna að lokaverkefni sínu í sál-
fræði við Háskóla Íslands og vant-
aði tæki til að taka upp mælingar á
mannslíkamanum. Búnaður
háskólans var úreltur og ónothæf-
ur svo að hann fékk lánað tæki hjá
svefnrannsóknafyrirtækinu
Flögu. „Eftir að ég útskrifaðist
auglýsti Landspítalinn eftir tækni-
manni. Ég vissi ekkert um svefn
en kunni á tækið og fór því að
vinna hjá Þórarni Gíslasyni yfir-
lækni. Það var mikil gæfa því ég
fékk mikinn áhuga á svefni og
langaði til að skilja hann betur,“
segir Karl Ægir.
Eftir vinnuna á Landspítalan-
um fór Karl Ægir í framhaldsnám
til Iowa í Bandaríkjunum og tók
þátt í rannsóknum á þroska svefns,
sérstaklega hjá nýburum. „Svefn-
mynstrið er allt öðruvísi við fæð-
ingu hjá nýfæddum en fullorðn-
um. Við skoðuðum hvaða
taugaboðefni þarf til að framkalla
svefn í nýburum og hvernig það
þarf að breytast til að geta fram-
kallað svefn hjá fullorðnum,“
segir Karl Ægir.
Svefn breytist við þroska
Í Iowa rannsakaði Karl svefn í
rottum, fyrst með því að skoða
atferli og síðan með því að þróa
aðferðir þar sem hægt var að
skoða svefninn með vöðvarafriti.
Út frá því var hægt að skoða virkn-
ina í heilanum og sjá hvernig
svefnstigið breyttist og hvernig
svefn breyttist við þroska.
Karl flutti síðan til Los Angeles
og skipti um gír. Hann fór að rann-
saka fullorðið fólk og skoða nýupp-
götvaðar frumur í heilanum og
hvernig þær virka. Þegar spendýr
skortir þessar frumur fá þau dróm-
asýki.
Karl og samstarfsmenn hans
fengu leyfi hjá flogaveikisjúkling-
um, sem voru að fara í skurðað-
gerð til að láta fjarlægja hluta heil-
ans, til að bæta við fleiri tækjum
inn í heilann þannig að hægt var að
safna vökva úr heilanum á mínútu
fresti, mæla magn peptíðs (peptíð
eru keðjur amínósýra og öll prótein
eru gerð úr einu eða fleiri peptíð-
um) og sjá hvort það breyttist eftir
því sem sjúklingurinn var að gera
hverju sinni.
Niðurstaðan sýndi að peptíðið
jókst hratt við jákvæð tilfinninga-
viðbrögð. „Mér finnst það geysi-
lega óþægilegt vegna þess að ég
tók mína BA-gráðu í sálfræði og
þessi hugtök eru götótt heimspeki-
lega.“
Rannsóknarsetur í heilbrigðisverk-
fræði
Karl Ægir vinnur nú að því að
byggja upp rannsóknarstöðu innan
Háskólans í Reykjavík, þar sem
hann kennir hluta af námskeiði í
lífeðlisfræði. „Við erum að ná
okkur bæði í þekkingu og sam-
bönd. Við stefnum að því að opna
rannsóknasetur í heilbrigðisverk-
fræði. Markmið mitt til lengri tíma
er að reka rannsóknastofu með
svipuðu sniði og ég vandist í
Bandaríkjunum.“
SVEFN „Svefnmynstrið er allt öðruvísi hjá nýfæddum en fullorðnum,“ segir Karl Ægir Karlsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.
Vakir yfir svefnvenjum
„Sumir telja að skýringarnar á því af hverju við sofum sé að finna í bernsku,“ segir Karl Ægir Karlsson. Karl Ægir, sem er lektor
við Háskólann í Reykjavík, vinnur að stofnun svefnrannsóknaseturs á Íslandi. Með rannsóknum sínum vonast hann til að geta
sagt fyrir um hreyfiþroska barna og jafnvel framtíðarheilbrigði fólks. Guðrún Helga Sigurðardóttir ræddi við Karl Ægi um svefn-
venjur en mannskepnan eyðir um þriðjungi ævinnar í svefn.
SPÁÐ FYRIR UM HREYFIÞROSKA Í framtíðinni verður vonandi hægt að spá fyrir um
hreyfiþroska hjá dýrum og jafnvel börnum líka, að mati Karls Ægis Karlssonar, lektors við
Háskólann í Reykjavík. „Við getum kannski spáð fyrir um hvort börn séu á réttri þroska-
braut,“ segir hann.
Nýfætt barn sefur átján klukkutíma á
sólarhring, þar af helming í draumsvefni.
Fullorðnir sofa átta tíma, þar af um tuttugu
prósent í draumsvefni. Ekki er ljóst hvaða
markmiðum mannskepnan nær með
svefninum.
Alltaf er grunn vöðvaspenna i líkamanum,
jafnvel í slökun. Í svefni minnkar spennan
og í draumsvefni hverfur hún algjörlega.
Á sama tíma hreyfast augun og snöggir,
ósjálfráðir, handahófskenndir kippir koma
í einstaka vöðva. Kippina er auðveldast
sjá í andliti og fingrum hjá nýburum. Í
draumsvefni liggur nýburinn grafkyrr og
hendin dettur slöpp niður aftur ef henni er
lyft og sleppt. Augun hreyfast oft og snögga
litla kippi má sjá í andliti og fingrum.
Hægt er að nota kippina eins og merki
um að það sé verið að þroska líkamann.
Hjá nýbura eru margir taugaþræðir ótengd-
ir. Hægt er að líkja taugaþráðunum við víra.
Ef kippt er í einn vírinn hreyfist sá limur
sem hann liggur í. Þannig finnur líkami
nýburans út hvert taugaþræðirnir liggja.
Draumsvefninn hjálpar líkamanum við að
læra hratt á sjálfan sig.
Gamlar kenningar, til dæmis frá Freud,
segja að í svefninum sé unnið á sálarmein-
um sem mennirnir hafa safnað að sér yfir
daginn.
Nýjar kenningar segja að maðurinn upp-
lifi atburði og safni minningum yfir dag-
inn. Þeir atburðir sem hafa tíðasta gildið
yfir daginn eru festir tryggilega í minnið í
svefni.
Nokkrar rannsóknir styðja þessa hug-
mynd en gallinn er sá að draumsvefninn
er langmestur hjá ungviðinu og langmestur
hjá nýfæddum tilraunadýrum.
„Það er erfitt að ímynda sér hvað þau
þurfa að læra á þessum stutta tíma sem
þau eru vakandi en þarna þarf væntanlega
að hugsa um nám í víðum skilningi,“ segir
Karl Ægir Karlsson.
Hægbylgjusvefn er orkusnauður. Yfir
daginn verða til skaðleg niðurbrotsefni í
heilanum, sem eru hluti af eðlilegum efna-
skiptum. Líkaminn hefur ýmis ráð til að
losa sig við þau en það gengur langhraðast
ef þeim er ekki safnað upp. Með því að fara
í orkusnautt ástand í svefni gefst heilanum
tækifæri til að hreinsa til.
Karl Ægir segir að eðlisfræðilega sé
þetta þægileg skýring en ekki gallalaus.
Flestir eru sammála um að líklegast sé að
svefninn sé einhvers konar ástand sem sé
svo margslungið og margbreytilegt að það
sé enginn einn tilgangur. Svefninn geti
gefið líkamanum tækifæri til að hreinsa
upp eftir efnaskipti dagsins. Hann geti líka
hjálpað til við hreyfiþroska og stuðlað að
bættri minnisgetu. En það geti líka verið að
upphaflegur tilgangur svefns hafi verið ein-
hver allt annar. Enginn viti hvernig svefninn
hafi byrjað þróunarfræðilega séð.
Komið er fram lyf sem frestar svefnþörf
fólks þannig að fólkið verður ekki í neinni
svefnskuld á eftir. Ekki er um örvandi lyf
að ræða. Lyfið fannst fyrir tilviljun. Ekki er
fullrannsakað hvernig það virkar eða hvaða
áhrif það hefur á menn. Ekki er þó víst að
það hafi neinar alvarlegar aukaverkanir.
Til eru dýr sem sofa lítið sem ekkert og er
verið að rannsaka þau til að skilja hvernig
þeim tekst að sleppa svefni. Þannig er til
dæmis búið að rækta upp stofn af flugum
sem sofa lítið. Þessar flugur lifa jafn lengi
og aðrar flugur í vökustundum talið. Svip-
að gildir um mýs sem hafa fengið lyf til að
koma í veg fyrir svefn. Þær lifa jafn lengi og
hinar talið í vökustundum.
Hvalir sofa með öðru heilahvelinu í einu
og geta alltaf sýnt viðbrögð við áreiti. Selir
sofa eins og hvalir í sjó en á landi sofa sumir
selir eins og spendýr.
Í framtíðinni má búast við að lyf komi fram
sem geri fólk kleift að sleppa alveg svefni.