Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 66
 10. september 2006 SUNNUDAGUR26 baekur@frettabladid.is Spennusagan Grafarþögn hlaut á dög- unum bókmenntaverðlaun í Frakklandi sem kennd eru við eyjuna Ouessant en verðlaun þessi eru enn ein skrautfjöðr- in í hatt Arnalds Indriðasonar. Þetta eru reyndar þriðju frönsku verðlaunin sem hann hlýtur á árinu. Í vor hlaut hann frönsku glæpasagnaverðlaunin „Svarta hjartað“ fyrir Mýrina sem valin var best þýdda glæpasaga ársins í Frakklandi og fyrir sömu bók hlaut hann hin virtu verðlaun Le Prix Mystère de la Critique sem jafnframt eru veitt árlega fyrir bestu útgefnu glæpasöguna í Frakklandi. Hlaut Mýrin verðlaunin í flokki þýddra glæpasagna en áður hafa höfundar á borð við Boris Akúnín og Henning Mankell hlotið þau. Arnaldur kveðst glaður yfir velgengni bóka sinna í Frakklandi enda sé gaman að svo mikil bókmennta- þjóð taki þeim vel og bendir hann á að Frakkar séu einkar áhugasamir um þessa grein bókmennta. Hann lætur þó ekki vinsældirnar né ört stækkandi alþjóðlegan lesendahóp hafa áhrif á skrifin. „Ég hef ekki breytt áherslum mínum á þessum tíu árum sem ég hef starfað sem rithöfundur. Ég vona bara að ég sé að batna og þrosk- ast sem höfundur,“ segir hann. Þessa dagana er Arnaldur að lesa yfir lokapróförk af nýjustu skáldsögu sinni, Konungsbók, sem koma mun út þann 1. nóvember. „Hún gerist árið 1955, mikið til í Kaupmannahöfn en líka víðar um Evrópu,“ segir hann. Þetta er þriðja bók hans sem engan hefur Erlend né Sigurð Óla, en höfundurinn segir það kærkomna hvíld frá seríunni að snúa sér að nýjum viðfangsefnum. Annars vill hann sem minnst láta uppi um söguefni og áherslur Konungsbókar og lætur það lesendum eftir að sjá en hann við- urkennir þó að sagan sé í svipuðum dúr og fyrri spennusögur hans. - khh Lof og prís frá Frakklandi ARNALDUR INDRIÐASON >Bók vikunnar Ljósmyndabók Páls Stefáns- sonar, Ísland, hefur að geyma um áttatíu töfrandi myndir af íslenskri náttúru eftir einn þekktasta ljósmyndara landsins. Þann 12. ágúst síðastliðinn, aðeins tveimur dögum áður en vopna- hlé var gert í Líbanon, lést tvítugur ísraelskur hermaður, Uri Grossmann, þegar skriðdrekinn hans varð fyrir eldflaugaárás Hiz- bollah herliða. Nokkrum dögum áður hafði faðir hans, rithöfundur- inn David Grossmann, hvatt stjórnvöld í Ísrael til að láta af hern- aðaraðgerðum sínum, eins og hann hafði gert svo margoft áður af öðrum tilefnum. Fórnarlömb og sekt Uri Grossmann var einn af þúsundum fórnarlamba þessa stríðs og kannski um leið táknmynd um þær skelfilegu ógöngur sem Mið- Austurlönd eru í. Hann var ungur vinstrimaður og hugsjónamaður, en hann vildi líka gegna herþjónustu fyrir land sitt. Hann var pæl- ari og grúskari, en líka ósköp venjulegur ungur maður sem hafði mest gaman af Simpson og Seinfeld í sjónvarpinu. Faðir hans, sem er rösklega fimmtugur, er einn þekktasti rithöf- undur Ísraela. Hann hefur skrifað áhrifamiklar skáldsögur um sögu gyðinga í Evrópu á 20. öld, hann hefur skrifað smásögur um ástina og hann hefur sent frá sér barnabækur. En hann hefur líka samið blaðamennskubækur þar sem hann beitir sér af fremsta megni fyrir auknum skilningi milli Ísraelsmanna og Palestínu- manna – hann er einn hinna ísraelsku friðarsinna sem oft mega sín lítils en gefast þó aldrei upp á að láta í sér heyra. Árið 2003 lýsti hann yfir stuðningi við ísraelsku orustuflug- mennina sem neituðu að varpa sprengjum yfir þéttbýl svæði Pal- estínumanna. „Ríki má ekki bregðast við eins og hryðjuverkasam- tök. Ein röksemdin fyrir því, og ekki sú léttvægasta, eru þau eyðingaráhrif sem slíkt hefur á eigið samfélag, siðferðileg spilling þess,“ sagði hann í grein. Sama ár sendi hann frá sér bókina „Eng- inn getur unnið þetta stríð. Frásögn um boðaðan frið“. Og undir lok árs lagði hann, ásamt hópi Ísraels- og Palestínumanna, fram ítar- legar tillögur um hvernig mætti koma á friði milli þjóðanna, svo þær mættu loks lifa því lífi sem þær ættu skilið. Árið 2005 hvatti hann forystumenn Ísraels og Palestínu til að viðurkenna sekt sína: „Hvað myndi gerast, ef forsætisráðherra Ísraels myndi hefja ræðu sína [...] með því að ávarpa palestínsku þjóðina og lýsa því yfir, að Ísrael viðurkenni þær þjáningar sem þessi þjóð hafi mátt þola og muni gangast við sínum hluta af ábyrgð- inni á þeim? [...] Og hvaða áhrif hefði það á Ísraelsmenn, ef forseti palestínsku heimstjórnarinnar myndi hefja ræðu sína á því að láta í ljós samúð með þján- ingum Ísraelsmann í þessum áralöngu átök- um, og myndi, hreint og beint, viðurkenna hlutdeild Palestínu- manna í þeim?“ Mestu skiptir, sagði Gross- mann, að báðir aðilar hætti að tala stöðugt um sig sem hin einu sönnu fórnarlömb. Tapað stríð David Grossmann var gestur Bókmenntahá- tíðarinnar í Reykjavík árið 2003 og ferðaðist um allt land ásamt eig- inkonu sinni. Sam- ræða hans við Hjálm- ar Sveinsson í Norræna húsinu var öllum minnisstæð sem hana heyrðu. Þar lýsti hann því blátt áfram og tilgerðarlaust, hversu lítils hinn góði vilji má sín á þessu stríðshrjáða svæði, og af hverju mætti samt aldrei gefa hann upp á bátinn. En hann kunni líka að lýsa hversdagslífi undir stöðugri ógn. Það var áhrifamikið að heyra þau hjónin segja frá því hvernig þau skipulögðu daginn, þannig að börn þeirra þrjú færu til dæmis aldrei saman í strætisvagni, af því enginn vissi hvenær vænta mætti næstu sjálfsmorðsárásar. Þegar David Grossmann ávarpaði son sinn við gröf hans sagði hann: „Á þessari stundu mun ég ekkert segja um það stríð, sem kostaði þig lífið. Við, fjölskylda okkar, höfum þegar tapað því.“ David Grossmann Ruslfiskur á Íslendingadaginn Gleymd er okkar gamla sögueyja, grafin, staursett, lá mér við að segja. Enskan hefir alltaf nóg að segja, íslenzkan má halda kjafti og þegja. Skáldið Kristján Níels Júlíus Jónsson, Káinn, orti svo árið 1945. Ljóðið má finna í nýútkomnu safnriti um íslensk-kanadískar bókmenntir, Íslandslag. Vera og Linus eru sköpuð hvort fyrir annað og lifa í landamæralausum heimi þar sem allt er leyfilegt. Þau deyja og lifna við hvað eftir annað og þurfa sjaldn- ast að standa reikningsskil gerða sinna. Hrikaleg og samnefnd saga þeirra er samstarfsverkefni skáld- anna Þórdísar Björnsdóttur og Jesse Ball en bókin kom nýlega út hjá forlaginu Nýhil. Þórdís útskýrir að hugmyndin að baki bókinni hafi kviknað rétt fyrir síðustu jól. „Við ákváðum þá að skrifa bók í sameiningu og að hún yrði um þessar tvær per- sónur. Ég valdi nafnið Vera og Jesse valdi Linus.“ Við tók mikil vinnutörn þar sem skáldin skrif- uðu á hverjum degi en algjörlega hvort í sínu lagi. „Við bárum okkur ekkert saman fyrr en eftir smá tíma og þá kom það okkur skemmtilega á óvart hversu lík skrifin voru,“ segir Þórdís. Sam- stilling skáldanna varð náttúru- leg því Þórdís bendir á að per- sónurnar hafi smellpassað saman. „Við breyttum engu og þurftum ekki að aðlaga þau hvort öðru.“ Ákveðið var að gefa bókina út á ensku vegna þess að þá væri hún aðgengilegri fleiri lesendum, einkum í Bandaríkjunum þar sem Jesse Ball hefur þegar skapað sér nafn sem ljóðskáld. Þórdís og Jesse kynntust fyrir rúmu ári þegar þau tóku bæði þátt í alþjóðlegri ljóðahátíð Nýhils sem haldin var síðsumars í Klink & bank. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni þeirra af þessu tagi en Jesse myndskreytti nafnlausa ljóðabók Þórdísar sem kom út í seríunni Norrænar bók- menntir hjá Nýhil forlaginu. Von er þó á fleiri verkum því þau hafa til dæmis gert örljóðasafn, sem koma mun út hjá bandaríska for- laginu Wards of the minor John Jacob Ramsey í formi spila- stokks. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem þau leggja í samstarf með öðru skáldi. Jesse útskýrir að stíll sinn sé mjög frábrugðinn öðrum en hann eigi margt sammerkt með stíl Þórdísar. „Í bókinni um Veru og Linus er erfitt að segja til um hver skrif- aði hvað – jafnvel fyrir lesendur sem þekkja önnur verk okkar. Bókin er skrifuð sem ein heild en ef fólk vill vita hvort okkar skrif- aði hvað er hægt að komast að því, það er innbyggt kerfi í bók- inni.“ Bókin samanstendur af ljóð- um eða örsögum sem bindast í eina heild í gegnum aðalpersón- urnar. Í henni eru 117 sögur, ein til tvær síður hver, sem ferðast víða með lesandann. „Við ákváðum að persónurnar lifðu í landamæralausum heimi. Þau geta gert hvað sem er – allar hugmyndir sem okkur dettur í hug en getum eða megum ekki framkvæma. Vera og Linus geta talað við dýr og hluti og gert ýmislegt ljótt án þess að þurfa að standa reikningsskil gerða sinna,“ segir Þórdís. Þau taka líka upp á því að refsa fólki sem þeim finnst eiga slíkt skilið, kona sem sparkar í hundinn sinn fær til dæmis að kenna á réttlætiskennd þeirra. Jesse segir að bókin dragi upp mynd af lífi sem er óháð og frjálst. „Það sem er heillandi og lærdómsríkt við þennan heim er að þar eru engar hömlur. Það er oft talað um að fólk lesi fantasíur til þess að komast burt frá hvers- dagsleikanum en það getur líka veitt manni innblástur til að hrista af sér hömlur og venjur – opna fyrir eitthvað sem maður bælir niður,“ segir hann og tekur dæmi af því að börn hreyfi sig af náttúrlegri eðlishvöt eða innsæi og þannig ætti fólk að reyna að haga sér í daglega lífinu og reyna að varast það að stirðna eða staðna. „Það eru til ólík siðferðis- viðmið, hið dýpsta og kannski það mikilvægasta er siðferði tengt líkamanum,“ útskýrir Jesse. Saga Veru og Linusar er bók sem fer vel í vasa og höfðar til allra skilningarvita enda er bókin handverk út af fyrir sig. Jesse hannaði útlit bókarinnar og myndskreytti hana. „Hlutirnir sem þú ákveður að skapa eða hafa í kringum þig ættu að vera fallegir og fara vel með umhverf- ið. Það er ekkert erfiðara, það þarfnast bara smá umhugsunar.“ Bókin Vera & Linus fæst í ljóðabókabúð Nýhils og í helstu bókaverslunum. kristrun@frettabladid.is SKÁLDIN ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR OG JESSE BALL Skrifuðu bók um líf í landamæra- lausum heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Náttúrulega skáldleg samstillingHALLDÓR GUÐMUNDSSON Spjaldanna á milli DAVID GROSSMAN Berst fyrir auknum skilningi milli Ísraels- og Palestínumanna. MYND/GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.