Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 78
10. september 2006 SUNNUDAGUR38
HRÓSIÐ FÆR …
Það vantar:
Starfsfólk í sal. - Kvöldvinna
Kokk - Dag- og kvöldvinna
Starfsmann í útkeyrslu á eiginn bíl
Góð Laun í boði
Banthai
Uppl. 896 3536
Hvað er að frétta? Bara allt fínt að frétta.
Er á fullu í tökum fyrir Stundina okkar þessa
dagana.
Augnlitur: Blár
Starf: Leikari
Fjölskylduhagir: Bara í góðu lagi.
Hvaðan ertu? Vesturbænum.
Ertu hjátrúarfull? Ó, já!!
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég á ekki
sjónvarp þannig að ég er ekkert voðalega
vel að mér í sjónvarpsþáttunum. En ég hef
alltaf haldið upp á Friends og svo sá ég 24
um daginn og var rosalega spennt. Annars
er Rockstar það eina sem ég reyni að kom-
ast í sjónvarp til að sjá... fylgjast með Magna
standa sig svona vel.
Uppáhaldsmatur: Ég get ekki valið, þannig
að ég segi bara taílenskur, indverskur, mex-
íkóskur og ítalskur matur.
Fallegasti staður: Fyrir utan Ísland verð
ég að segja Taíland. Ég var þar í sumar og
kolféll fyrir landi og þjóð.
IPod eða geislaspilari? IPod.
Hvað er skemmtilegast? Að ferðast.
Hvað er leiðinlegast? Að vera veikur.
Helsti veikleiki: Fresta því sem mér finnst
leiðinlegt.
Helsti kostur: Æ, ég veit það ekki.
Helsta afrek: Setja upp leikritið Saumastof-
an - 30 árum síðar með Gunnhildi systur
minni.
Mestu vonbrigðin: Ætli það sé
ekki eitt hlutverk úti í London sem
ég fór í prufu fyrir og fékk ekki.
Hver er draumurinn? Að vera
heilsuhraust fram á gamals
aldur og oftar hamingjusöm
heldur en ekki.
Hver er fyndnastur/fyndn-
ust? Eddie Murphy í Raw og
Delirious.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér? Leti.
Uppáhaldsbókin? Alkem-
istinn.
Hvað er mikilvægast?
Fjölskyldan.
HIN HLIÐIN ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR LEIKKONA OG STJÓRNANDI STUNDARINNAR OKKAR
Fjölskyldan er mikilvægust
FRÉTTIR AF FÓLKI
Páll Magnússon sjónvarpsstjóri
hefur lagt allt undir og veðjar á
að fá HáEffun á Ríkissjónvarpið
fljótlega eftir að þing kemur saman.
Á meðan er í limbói hvort Brynja
Þorgeirsdóttir sé á leið til að gera
heimildarmynd eftir áramót eins
og til stendur auk þess
sem eitt og annað er
í deiglunni. Heyrist
innan úr útvarpshúsi
að nokkur lunti sé í
gömlum hundum
inni á fréttastofu
sem þykir Páll
beina of mikl-
um fjármunum
af takmörkuðu
fé í Kastljós
og til þeirra
sem hann
hefur vélað yfir
af NFS meðan
fréttastofan býr
við rýran kost.
En þó Páll Magnússon horfi til
betri tíðar með blómum í haga er
ólíklegt að honum verði að ósk
sinni að HáEffun fylgi sjálfkrafa
aukin innspýting af almannafé til
reksturs. Páll mun verða að finna
aukið fé með hagræðingu. Og víst
er að í Ríkissjónvarpinu má finna fé
með ýmsum skipulagsbreytingum
en til að Páll geti staðið við það að
hækka launin þeirra
sem þykjast eiga
inni leiðréttingu,
þeirra á meðal
hann sjálfur, þarf
hann að standa
blóðugur upp
að öxlum við
niðurskurð.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ragnar Bragason frumsýndi í gær
mynd sína Börn við mikinn fögnuð
viðstaddra. Þykir Gísli Örn Garðars-
son fara á kostum í hlutverki hand-
rukkara. Gísli Örn er þeirrar gerðar
að setja sig vandlega inn í hlutverk
sín og meðal viðmælenda hans og
ráðgjafa þegar heimur handrukk-
ara er annars vegar var listneminn
Símon Birgisson. Símon er reyndar
ekki handrukkari heldur fyrrver-
andi blaðamaður á DV.
Sem slíkur óð hann
í vélarnar af miklum
móð og kynntist á
skömmum en litrík-
um ferli ýmsum
skúmaskotum
samfélagsins.
Bubbi Morthens er gestur Sigríðar
Arnardóttur í Örlagadeginum
á Stöð 2 og NFS í kvöld eins og
Fréttablaðið hefur greint frá. Talað
er um að þátturinn verði athygl-
isverður fyrir margar sakir, enda
þykir Bubbi sjaldnast tala neina
tæpitungu. Eitt af því sem hvíslað
er um að kóngurinn ræði opinskátt
er risvandamál sem farið sé að hrjá
hann. Að sögn þeirra sem séð hafa
þáttinn segir Bubbi þetta
ekkert feimnismál fyrir
sér, þetta sé einfaldlega
eitthvað sem algengt sé
hjá körlum þegar þeir
eldast. Og þá sé
einfaldlega hægt að
grínast með þetta
og ræða saman.
Sjónvarpskokkurinn Völundur Snær
Völundarson er á leið út til Los
Angeles til að hitta Magna Ásgeirs-
son og aðra þátttakendur
í Rock Star-þáttunum.
Völundur hefur fengið
það verkefni að elda
íslenskan mat fyrir
Magna og félaga í kvöld
þegar þátturinn verður
tekinn upp. Ekki liggur
fyrir hvort sýnt verður frá
matarveislu íslenska
kokksins í úrslitaþætt-
inum.
-jbg/hdm
Margrét Jónasdóttir, förðunar-
fræðingur og Nonni Quest, hár-
greiðslumaður gerðu góða ferð til
Svíþjóðar á dögunum til að taka
þátt í stórri sýningu í tilefni af tíu
ára afmæli Make up Store, sem er
mjög þekkt og stórt snyrtivöru-
merki í Skandinavíu. „Mér var
boðið að taka þátt í þessari sýn-
ingu af því ég er að fara að opna
fyrstu Make up Store-verslunina
hér á Íslandi síðar í mánuðinum,“
segir Margrét, sem fékk Nonna,
frænda sinn til þess að fara með
sér og sjá um hárgreiðsluna á fyr-
irsætunni sem hún farðaði. „Þetta
var mjög stór sýning og það mættu
yfir 2000 manns til að horfa á hana
en baksviðs voru um 900 manns
sem unnu við sýninguna. Sýning-
arpallurinn var 60 metra langur
og það var alveg ótrúleg tilfinning
að þurfa að ganga eftir honum
öllum með fyrirsætunum í lok
sýningarinnar, fyrir framan 2000
manns og helling af ljósmyndur-
um,“ segir Margrét. Nonni bætir
því við að hann hafi aldrei farið á
svo vel undirbúna sýningu. „Þarna
kom vel í ljós hversu skipulagðir
Svíarnir eru,“ segir hann og gefur
þeim góða einkunn fyrir.
Í sýningunni voru tuttugu mis-
munandi þemu og má þar nefna postulínsdúkkuþema, englaþema
og Abbaþema, auk þess sem ýmsir
mismunandi menningarheimar
voru teknir fyrir. „Við völdum
okkur að vinna með þema, sem
átti að sýna japanska framtíðar-
sýn og það gekk alveg rosalega vel
enda fengum við mikið hrós fyrir
módelið okkar,“ segir Margrét
ánægð.
Margrét og Nonni fengu mikla
viðurkenningu fyrir störf sín
þegar dönsk blaðakona valdi þau
til þess að farða hana og greiða á
sama hátt og fyrirsætan þeirra
var förðuð og greidd á sýningunni.
„Þessi blaðakona setur sig í ýmis
hlutverk og var þarna að setja sig
í spor fyrirsætu. Hún hafði sungið
með Madonnu vikuna áður og
eldað með Jamie Oliver þar á
undan. Síðan skrifar hún um
reynsluna og gefur einkunnir,“
segir Margrét. Blaðakonan er sögð
gríðarlega dómhörð í einkunna-
gjöfum sínum sem sést meðal ann-
ars á því að hún gefur einkunnir í
býflugum, frá einni upp í fimm.
Hún var samt mjög hrifin af að
vinna með Margréti og Nonna
enda fengu þau fullt hús býflugna
frá henni. Þá hafði hún fögur orð
um þau í grein sinni og kallar Mar-
gréti íslenska súpersminku og
hælir henni á hvert reipi. „Þetta
var rosalega skemmtileg upplifun
og það kom okkur skemmtilega á
óvart að vera valin í þetta verk-
efni,“ segir Nonni og Margrét
samsinnir því.
MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG NONNI QUEST: SLÓGU Í GEGN Í SVÍÞJÓÐ
Fengu toppeinkunn í Svíþjóð
GOTT TEYMI Margrét og Nonni eru systkinabörn og vinna vel saman en hún er förð-
unarfræðingur og hann er hárgreiðslumaður.
FENGU MIKIÐ HRÓS Margrét og Nonni
fengu góða umfjöllun í Extrabladet í
Svíþjóð.
HRÓSIÐ FÆR
...Guðjón Arnar Kristjánsson
alþingismaður fyrir að gefa sér
tíma frá önnum sínum og synda
reglulega sér til heilsubótar.
Feðgarnir Reynir Traustaon og
Jón Trausti Reynisson eru komnir
á fullt í undirbúningi nýs tímarits
sem þeir munu ritstýra í samein-
ingu. Í samtali við Fréttablaðið
sagði Reynir að stefnt væri að
útgáfu fyrsta tölublaðsins í lok
októbermánaðar. Vinnuheiti tíma-
ritsins, sem kemur út mánaðar-
lega til að byrja með, er Ísafold.
„Ég get ekki sagt að við höfum
tekið formlega ákvörðun um að
Ísafold verði nafnið, en það er
hljómmikið nafn og gæti allt eins
orðið fyrir valinu,“ segir Reynir.
Þeir feðgar hafa unnið saman á
nokkrum fjölmiðlum áður, DV,
Fréttablaðinu og síðast á Mannlífi.
Fram að þessu hefur Reynir verið
yfirmaður sonar síns en nú vekur
athygli að þeir verða báðir titlaðir
ritstjórar. „Strákurinn er bara orð-
inn fullnuma,“ segir Reynir. „Hann
er annar tveggja ritstjóra og getur
sagt nei við mínum hugmyndum.
Það hefur líka alltaf ríkt gagn-
kvæm virðing okkar á milli í starf-
inu og við umgöngumst miklu
meira eins og starfsbræður held-
ur en feðgar.“
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum verður Reynir einn eig-
enda tímaritsins, og annarra miðla
sem kann að verða ráðist í útgáfu
á. Hann fæst þó ekki til að gefa upp
hverjir koma að útgáfunni með
honum, þó það verði gert áður en
fyrsta blaðið kemur út. „Þetta eru
fjársterkir aðilar sem eru fullfær-
ir um að halda úti svona útgáfu og
efla hana. Og já, það á eftir að koma
á óvart hverjir þetta eru.“ - hdm
Feðgarnir mættir til starfa
FEÐGAR OG RITSTJÓRAR Jón Trausti og Reynir eru ánægðir með að vinna sé hafin við
nýtt tímarit sem kemur út í lok október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Göngum til góðs
1 Morgunblaðshúsið í Kringlunni
1 Atlantis