Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 71
SUNNUDAGUR 10. september 2006 31
2. deild karla
VÖLSUNGUR-KS/LEIFTUR 1-0
ÍR-SELFOSS 2-0
SINDRI-AFTURELDING 1-0
REYNIR-FJARÐABYGGÐ 1-2
HUGINN-NJARÐVÍK 1-3
LOKASTAÐAN
FJARÐABYGGÐ 18 14 2 2 39-12 44
NJARÐVÍK 18 13 4 1 46-13 43
REYNIR S. 18 9 5 4 37-18 32
SELFOSS 18 7 6 5 26-18 27
ÍR 18 8 3 7 36-32 27
VÖLSUNGUR 18 6 4 8 24-32 22
AFTURELDING 18 5 3 10 27-41 18
KS/LEIFTUR 18 4 4 10 24-34 16
SINDRI 18 3 3 12 19-60 12
HUGINN 18 2 4 12 25-43 10
3. deild karla
HÖTTUR-MAGNI 3-2
0-1 Hreggviður Gunnarsson (5.), 0-2 Stefán Gunn-
arsson, 1-2 Hallur Ásgeirsson (45.), 2-2 Stefán Eyj-
ólfsson (54.), Hallur Ásgeirsson (56.).
ÍH-KÁRI 5-0
Höttur, Magni og ÍH leika í 2. deild að ári.
Enska úrvalsdeildin
EVERTON-LIVERPOOL 3-0
1-0 Tim Cahill (24.), 2-0 Andy Johnson (36.), 3-0
Andy Johnson (90.).
ARSENAL-MIDDLESBROUGH 1-1
0-1 James Morrison (22.), 1-1 Thierry Henry, víti
(67.). Rautt: George Boateng, Boro (62.).
BOLTON-WATFORD 1-0
1-0 Gary Speed, víti (90.).
CHELSEA-CHARLTON 2-1
1-0 Didier Drogba (6.), 1-1 Jimmy Floyd Hasselba-
ink (54.), 2-1 Ricardo Carvalho (63.).
NEWCASTLE-FULHAM 1-2
1-0 Scott Parker (54.), 1-1 Brian McBride (82.), 1-2
Carlos Bocanegra (89.).
PORTSMOUTH-WIGAN 1-0
1-0 Benjani Mwaruwari (69.).
SHEFFIELD UNITED-BLACKBURN 0-0
MANCHESTER UNITED-TOTTENHAM 1-0
1-0 Ryan Giggs (9.).
STAÐAN
MAN. UTD. 4 4 0 0 11-2 12
PORTSMOUTH 4 3 1 0 8-0 10
EVERTON 4 3 1 0 10-2 10
CHELSEA 4 3 0 1 8-3 9
ASTON VILLA 3 2 1 0 5-2 7
BOLTON 4 2 1 1 4-3 7
FULHAM 4 2 1 1 5-7 7
WEST HAM 3 1 1 1 5-4 4
LIVERPOOL 3 1 1 1 3-5 4
MAN. CITY 3 1 1 1 1-3 4
M’BORO 4 1 1 2 5-9 4
READING 3 1 0 2 4-5 3
WIGAN 3 1 0 2 2-3 3
NEWCASTLE 3 1 0 2 3-5 3
TOTTENHAM 4 1 0 3 2-5 3
CHARLTON 4 1 0 3 4-8 3
ARSENAL 3 0 2 1 2-3 2
SHEFF. UTD. 4 0 2 2 1-4 2
BLACKBURN 4 0 2 2 1-6 2
WATFORD 4 0 1 3 3-6 1
ÚRSLIT LEIKJA
Visa-bikarkeppni kvenna:
VALUR-BREIÐABLIK 3-3 (4-1)
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (4.), 1-1 Elín Anna
Steinarsdóttir (26.), 1-2 Ólína G. Viðarsdóttir (38.),
2-2 Margrét Lára Viðarsdóttir (57.), 2-3 Erna B.
Sigurðardóttir (100.), 3-3 Margrét Lára Viðarsdóttir
(107.). Valur vann, 4-1, í vítarspyrnukeppni.
1. deild karla
HK-VÍKINGUR Ó. 0-1
0-1 Sivko Aljosa (38.).
ÞÓR-FRAM 1-0
1-0 Lárus Orri Sigurðsson (25.).
FJÖLNIR-LEIKNIR R. 0-0
HAUKAR-STJARNAN 1-2
1-0 Ómar Karl Sigurðsson (16.), 1-1 Valdimar
Tryggvi Kristófersson (50.), 2-1 Valdimar Tryggvi
Kristófersson (84.).
ÞRÓTTUR-KA 1-0
1-0 Arnljótur Ástvaldsson (49.).
STAÐAN
FRAM 17 12 2 2 31-14 38
HK 17 10 2 5 30-17 32
FJÖLNIR 17 8 5 4 23-14 29
ÞRÓTTUR 17 9 1 7 19-16 28
STJARNAN 17 6 5 6 24-21 23
LEIKNIR 17 4 6 7 20-23 17
KA 17 5 3 9 21-25 18
VÍKINGUR Ó. 17 4 6 7 15-21 18
HAUKAR 17 4 4 9 19-28 16
ÞÓR 17 4 4 9 14-37 16
ÚRSLIT LEIKJA
Championship - England
BARNSLEY-STOKE CITY 2-2
COVENTRY-NORWICH 3-0
DERBY-SUNDERLAND 1-2
Leikurinn var sá fyrsti hjá Sunderland undir stjórn
Roy Keane.
BIRMINGHAM-HULL CITY 2-1
IPSWICH-SOUTHAMPTON 2-1
WBA-LEICESTER 2-0
LUTON-CRYSTAL PALACE 2-1
BURNLEY-COLCHESTER UNITED 1-2
PRESTON NORTH END-CARDIFF 2-1
SOUTHEND-SHEFFIELD WEDNESDAY 0-0
PLYMOUTH-QPR 1-1
League One - England
LEYTON ORIENT-BRENTFORD 1-1
Ólafur Ingi Skúlason var ekki í liði Brentford.
Danska úrvalsdeildin
ESBJERG-FC KAUPMANNAHÖFN 2-2
AALBORG-BRÖNDBY IF 1-1
Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Brönd-
by. Hann lék vinstra megin í þriggja manna sókn-
arlínu.
Þýska bikarkeppnin
DYNAMO DRESDEN-HANNOVER 96 2-3
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekki við sögu í
liði Hannover.
FK PIRMASENS-WERDER BREMEN 1-1
Pirmasens vann í vítaspyrnukeppni, 4-2.
STUTTGART KICKERS-HAMBURGER SV 4-3
Ítalska úrvalsdeildin
AS ROMA-AS LIVORNO 2-0
1-0 De Rossi (45.), 2-0 Mancini (55.).
FIORENTINA-INTER 2-3
0-1 Cambiasso (11.), 0-2 Cambiasso (41.), 0-3
Ibrahimovic (61.), 1-3 Luca Toni (68.), 2-3 Luca
Toni (79.).
Skoska úrvalsdeildin
ABERDEEN-CELTIC 0-1
HEARTS-ST. MIRREN 0-1
MOTHERWELL-INVERNESS 1-4
DUNFERMLINE-KILMARNOCK 3-2
RANGERS-FALKIRK 4-0
Spænska úrvalsdeildin
BARCELONA-OSASUNA 3-0
1-0 Samuel Eto’o (1.), 2-0 Samuel Eto’o (27.), 3-0
Lionel Messi (37.).
FÓTBOLTI Það mun ekki ráðast fyrr
en í lokaumferðinni í 1. deild karla
hvaða lið mun fylgja Fram upp í
Landsbankadeildina en næstsíð-
asta umferðin fór fram í gær. HK-
ingum hefði nægt jafntefli gegn
Víkingi Ólafsvík á heimavelli
sínum til að tryggja sér annað
sætið þar sem Fjölnir og Leiknir
gerðu markalaust jafntefli í Graf-
arvoginum. Víkingar eru í harðri
fallbaráttu og náðu í öll stigin þrjú
en það var mark Aljosa Sivko í
fyrri hálfleik sem réði úrslitum á
Kópavogsvelli.
„Ég er ekki nægilega sáttur.
Hins vegar gerðum við oft á tíðum
ágætis hluti og náðum að skapa
okkur fín færi en tókst ekki að
skora. Víkingur verst mjög vel og
erfitt að brjóta liðið á bak aftur,
eftir að við lentum undir varð
þetta enn erfiðara. Það vantaði
herslumuninn hjá okkur,“ sagði
Gunnar Guðmundsson, þjálfari
HK, eftir leikinn.
Davíð Magnússon átti skot í slá
fyrir HK snemma leiks og þá mis-
notaði Finnur Ólafsson dauðafæri
til að koma liðinu yfir áður en
gestirnir skoruðu á 38. mínútu.
Einar Hjörleifsson átti stórleik í
marki Víkinga og hélt markinu
hreinu.
„Það var svekkjandi að ná ekki
að tryggja okkur upp í þessum
leik en þetta er ekki búið og við
eigum möguleika á að klára þetta
sjálfir. Það ætlum við að gera,“
sagði Gunnar. HK heimsækir
Fram á Laugardalsvöllinn í loka-
umferðinni um næstu helgi en
Framarar hafa tryggt sér fyrsta
sætið þrátt fyrir að hafa tapað
fyrir Þór í gær. Fjölnir á enn
möguleika á öðru sætinu en liðið
er þremur stigum á eftir HK og
leikur gegn KA á útivelli í lokaum-
ferðinni.
HK-ingar eru með betri marka-
tölu, hafa þrettán mörk í plús en
Fjölnir er með níu. HK-ingar er
því í talsvert betri stöðu og með
þetta í sínum höndum, Fjölnir
getur þó komist upp fyrir þá með
því að vinna KA 3-0 ef Fram vinn-
ur HK 2-0 svo dæmi sé tekið.
Vegna fjölgunar í 1. deild fellur
aðeins eitt lið úr deildinni í ár en
það sæti kemur í hlut Þórs Akur-
eyri, Víkings Ólafsvíkur eða
Hauka sem töpuðu í gær fyrir
Stjörnunni.
„Fyrirfram hefðum við verið
sáttir við eitt stig enda er HK með
betri mannskap en við. Strákarnir
spiluðu þó megnið af leiknum
rosalega vel og börðust vel. Fyrir
einhverjum fjórum umferðum var
fólk farið að bóka fall hjá okkur en
nú er þetta eiginlega í okkar hönd-
um, með sigri í lokaumferðinni
höldum við okkur uppi,“ sagði
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings
Ólafsvíkur, eftir leikinn í gær.
Víkingur tekur á móti Haukum
í lokaumferðinn en bæði lið eru í
fallhættu. Þar sem þessi lið mæt-
ast innbyrðis er Þór eina liðið til
viðbótar sem er í fallhættu en
Þórsarar heimsækja Leiknismenn
í lokaumferðinni. Það er í höndum
allra þeirra þriggja liða sem eru í
fallhættu að bjarga sér, staðan er
þannig ef þau vinna sína leiki
bjarga þau sér frá falli óháð því
hvernig fer í öðrum leikjum. Það
er því mikil spenna fyrir lokaum-
ferð 1. deildarinnar sem fram fer
næsta laugardag.
elvargeir@frettabladid.is
SPENNA Gunnleifur Gunnleifsson
og félagar í HK fylgjast spenntir með
stöðunni í leiks Fjölnis og Leiknis á
textavarpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FAGNAÐ Í BÚNINGSKLEFANUM Víkingar frá Ólafsvík fögnuðu sigrinum vel og inni-
lega. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HK mistókst ætlunarverkið
Eftir úrslit gærdagsins í 1. deild karla er ljóst að Fjölnir á enn von um að komast
upp í Landsbankadeildina. Þegar ein umferð er eftir eru þrjú lið í fallhættu en
þrátt fyrir tap í gær tryggði Fram sér sigur í deildinni.
Handbolti SK Århus tapaði öðrum
leik sínum í röð í dönsku úrvals-
deildinni í handbolta kvenna í
gær. Liðið tapaði fyrir Team
Esbjerg, 29-22, á útivelli. Hrafn-
hildur Skúladóttir skoraði fimm
mörk fyrir Århus en markvörður-
inn Berglind Íris Hansdóttir
leikur einnig með liðinu. - esá
Danski handboltinn:
Århus tapaði
aftur
KÖRFUBOLTI Í gær lék íslenska
körfuboltalandslið kvenna sinn
fyrsta leik í Evrópukeppninni og
tapaði honum naumlega fyrir liði
Hollands, 66-61, en leikið var í
Rotterdam. Ísland hafði undirtök-
in í leiknum þar til Holland komst
í fyrsta sinn yfir í leiknum, er
rúmar þrjár mínútur voru til leiks-
loka.
„Því miður, á síðustu mínútun-
um misstum við þetta úr höndun-
um. Við klikkuðum á fráköstunum
og leyfðum þeim að taka þrista í
restina sem þær nýttu. En ég er
afskaplega stoltur af stelpunum,
þær spiluðu mjög vel í leiknum.
Ég held að Holland og aðrir hafi
ætlað að þetta yrði bara léttur
leikur.“
Ísland komst í 16-7 forystu
strax í fyrsta leikhluta en staðan í
hálfleik var 33-31, Íslandi í vil.
Liðið var enn í forystu eftir þriðja
leikhluta en í stöðunni 59-56 skor-
aði Holland níu stig í röð og
íslensku leikmennirnir misstu
leikinn frá sér.
Helena Sverrisdóttir var stiga-
hæst Íslendinganna með 25 stig,
tók átta fráköst og fiskaði þrettán
villur. Birna Valgarðsdóttir var
með sextán stig, Signý Hermanns-
dóttir skoraði átta stig, tók ellefu
fráköst, stal fimm boltum og varði
fimm bolta. Kristrún Sigurjóns-
dóttir skoraði átta stig, Hildur Sig-
urðardóttir tvö stig sem og María
Ben Erlingsdóttir . esá
HELENA SVERRISDÓTTIR Skoraði 25 stig
í Hollandi og var stigahæst í íslenska
liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ
Naumur sigur Hollands á Íslandi í fyrsta leik liðanna í B-deild Evrópumótsins:
Svekkjandi tap í fyrsta leik Íslands
FORMÚLA Finninn Kimi Raikkönen
stal senunni á Monza í tímatökun-
um í gær er hann klófesti
ráspólinn úr greipum Michael
Schumacher með því að koma í
mark 0,002 sekúndum á undan
Þjóðverjanum. Fernando Alonso
náði fimmta besta tímanum en
ræsir tíundi í röðinni sem
refsingu fyrir að hindra Felipe
Massa. Nick Heidfeld verður
þriðji á ráspól. - esá
Formúla 1:
Kimi á ráspól
FÓTBOLTI Juventus lagaði stöðu
sína í Seríu B á Ítalíu í gær er það
gerði 1-1 jafntefli við Rimini.
Þetta var reyndar fyrsti leikur
tímabilsins en Juventus byrjar
með sautján stig í mínus.
Varnarmaðurinn Matteo Para
skoraði fyrsta mark leiksins fyrir
Juve og leikmaður Rimini var svo
vikið af velli fyrir tæklingu á
Pavel Nedved. En misskilningur
hjá Robert Kovac og Jean-Alain
Boumsong varð til þess að
heimamenn jöfnuðu metin. Var
þetta fyrsti leikur Juventus utan
Seríu A í sögu liðsins. - esá
Juventus í Seríu B:
Jafntefli í fyrsta
leik á Rimini
FÓTBOLTI Knattspyrnumaður að
nafni Matt Gadsby lést í miðjum
leik í gær. Gadsby var varnar-
maður í neðrideildarliðinu
Hinkley United og tók þátt í
deildarleik gegn Harrogate Town
á útivelli en liðin leika í norður-
hluta Englands. Leiknum var
þegar í stað aflýst. - esá
Fótboltamaður á Englandi:
Leikmaður lést
í miðjum leik
HANDBOLTI Það var sannkallaður
toppslagur í þýsku úrvalsdeildinni
í gær er Flensburg tók á móti Gum-
mersbach en bæði lið eru þjálfuð
að Íslendingum. Viggó Sigurðsson,
fyrrum landsliðsþjálfari, stýrir
Flensburg tímabundið og núver-
andi landsliðsþjálfari, Alfreð Gísla-
son, er stjóri Gummersbach.
Leiknum lauk með 36-29 sigri
Flensburg eftir að lærisveinar
Viggós stungu af í upphafi síðari
hálfleiks og náðu mest átta marka
forystu. Guðjón Valur Sigurðsson
skoraði fimm mörk fyrir Gum-
mersbach, Róbert Gunnarsson
þrjú og Sverre Jakobsson lék í vörn
liðsins.
Einar Hólmgeirsson skoraði
fimm mörk fyrir Grosswallstadt
og Alexander Petersson fjögur er
liðið bar sigurorð af Lübbecke.
Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk
fyrir síðarnefnda liðið og Birkir
Ívar Guðmundsson stóð á milli
stanganna.
Minden átti skelfilegan dag er
það tapaði á heimavelli, 16-28, fyrir
Hamburg. Snorri Guðjónsson skor-
aði fimm mörk og Einar Örn Jóns-
son eitt fyrir Minden. Gylfi Gylfa-
son skoraði tvö mörk fyrir
Wilhelmshavener sem tapaði 31-41
fyrir Lemgo. Logi Geirsson skor-
aði sex fyrir Lemgo en Ásgeir Örn
Hallgrímsson komst ekki á blað.
Í Danmörku hófst deildarkeppn-
in á föstudagskvöldið er Arnór
Atlason og félagar í FCK Håndbold
lögðu Lemvig á útivelli, 32-25.
Arnór átti góðan leik, var marka-
hæstur með sjö mörk, þar af eitt úr
víti. Í gær lék svo Íslendingaliðið
Skjern sinn fyrsta leik á tímabilinu
er það tapaði á útivelli fyrir meist-
urum Kolding, 34-29. Vignir Svav-
arsson skoraði fimm mörk fyrir
Skjern en hvorki Vilhjálmur Hall-
dórsson né Jón Þorbjörn Jóhanns-
son komust á blað. Aron Kristjáns-
son er þjálfari Skjern. Team Tvis,
lið Gunnars Bergs Viktorssonar,
vann Ringsted, 30-23, á föstudags-
kvöldið. Gunnar spilaði í leiknum
en skoraði ekki.
Hannes Jón Jónsson átti stór-
leik og skoraði níu mörk er lið hans,
Ajax, tapaði fyrir AaB 28-22 á
heimavelli. - esá
SVERRE HARÐUR Varnarmaðurinn Sverre
Andreas Jakobsson hjá Gummersbach
tekur hér hraustlega á Norðmanninum
Johnny Jensen, leikmanni Flensburg, í
leik liðanna í gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Íslenskir handboltamenn í eldlínunni víða í Evrópu í gær:
Viggó hafði betur gegn Alfreð