Fréttablaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 70
30 10. september 2006 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Í dag hefst 16. umferð
Landsbankadeildar karla með
fjórum leikjum. FH getur tryggt
sér Íslandsmeistaratitilinn með
sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum
og Ólafur Þórðarson, sem spáir í
spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst
ekki við öðru. „Þeir tryggja sér tit-
ilinn í þessum leik. Ég held að það
sé ekki spurning,“ sagði Ólafur.
Augu margra munu þó sjálf-
sagt beinast að fallbaráttunni sem
er gríðarlega spennandi. ÍBV er á
botninum og segir Ólafur að örlög
liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er
svo gott sem fallið. En ég tel að
fjögur lið séu svo í mikilli fall-
hættu en þetta eru Fylkir, Grinda-
vík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar
ekki nema tveimur stigum á liðun-
um.“
Tvö þessara liða munu mætast
innbyrðist í dag er Breiðablik
tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA.
„Þetta er vitaskuld afar mikilvæg-
ur leikur fyrir bæði lið. Ég var
búinn að spá honum jafntefli og
held mér við það.“
Hin liðin, Fylkir og Grindavík,
eiga mjög erfiða útileiki fyrir
höndum en Fylkir fer til Keflavík-
ur í dag og á morgun tekur Valur á
móti Grindvíkingum. „Þetta verð-
ur mjög erfitt fyrir bæði Fylki og
Grindavík. Keflavík hefur staðið
sig mjög vel, leikmennirnir eru
fullir sjálfstrausts og komnir í
bikarúrslit. Valur er á góðu róli og
vill sjálfsagt tryggja sér annað
sætið í deildinni,“ sagði Ólafur.
Þá mætast Víkingur og KR
einnig í dag en fyrrnefnda liðið
vill sjálfsagt fá nokkur stig til við-
bótar til að gulltryggja veru sína í
deildinni. „Víkingar eru með mikið
baráttulið og bæði lið hafa sjálf-
sagt áhuga á að styrkja stöðu sína
í efri hluta deildarinnar.“
Ólafur sagði á almennum nótum
að botnbaráttan hafi komið sér
mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði
fyrirfram ekki með því að jafn
mörg lið og raunin er yrðu í hættu
undir lok mótsins. Staðan á toppn-
um hefur verið svipuð og búist var
við enda FH eina liðið sem hefur
verið stöðugt í sumar. Það var
fyrst þegar þeir voru nánast búnir
að tryggja sér titilinn að þeir fóru
að misstíga sig. Þá hefur það einn-
ig verið mjög athyglisvert að
öðrum liðum sem var spáð í topp-
baráttuna hefur ekki tekist að
fylgja eftir þeim væntingum,“
sagði Ólafur.
Leikir dagsins hefjast kl. 14 en
Valur mætir Grindavík kl. 20
annað kvöld og er leikurinn í
beinni útsendingu á Sýn. Viður-
eign Breiðabliks og ÍA í dag er
sömuleiðis í beinni útsendingu á
sömu stöð. - esá
ÓLÍK HLUTSKIPTI Baldur Aðalsteinsson úr Val tæklar hér Fylkismanninn Arnar Þór
Úlfarsson en Kristinn Hafliðason fylgist með. Valur er í baráttu um Evrópusæti en
Fylkismenn eru enn í talsverðri fallhættu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ólafur Þórðarson fyrrum þjálfari ÍA spáir því að FH verði Íslandsmeistari í dag:
ÍBV fellur og fjögur önnur lið eru í hættu
Bestur í Landsbankadeildinni? Bjarnólfur
Lárusson.
FH er ... frá Hafnarfirði.
ÍBV er ... í bullandi fallbaráttu.
Landsliðið er ... á réttri leið.
Tannlækna eða þjálfa? Þjálfa.
Herjólfur eða flug? Flug, ekki spurning.
Þjóðhátíð er ... geðveik.
Lopasokkur er ... mjúkur, linur, litlaus og
lítið spennandi.
Besti leikmaður heims? Steven Gerrard.
Hverjir verða Englandsmeistarar? Liver-
pool.
KF Nörd eða Búbbarnir? KF
Nörd.
Uppáhalds skyndibiti?
KFC.
Árni Johnsen eða
Bubbi? Árni Johnsen.
Hvernig fer gegn FH?
ÍBV vinnur.
MEÐ HEIMI
HALLGRÍMSSYNI60 SEKÚNDUR
FÓTBOLTI Markadrottningin Mar-
grét Lára Viðarsdóttir skoraði
þrennu fyrir Val í gær þegar liðið
mætti Breiðablik í bikarúrslita-
leik kvenna, staðan var 3-3 eftir
venjulegan leiktíma og framleng-
ingu og því gripið til vítaspyrnu-
keppni. Þar voru það Valsstúlkur
sem nýttu allar fjórar spyrnur
sínar á meðan Blikastúlkur skor-
uðu aðeins úr einni og því er Valur
tvöfaldur meistari í kvennaflokki
2006.
„Þetta er alveg meiriháttar og
frábært að ná sigri eftir þennan
kaflaskipta leik. Við vildum þetta
bara meira held ég og það skilaði
sér. Það er alveg klárt mál að bæði
lið hefðu hæglega getað unnið
þennan leik, Breiðablik átti ekki
skilið að tapa en það áttum við
ekki heldur. Við fengum ekki að
fagna í síðustu viku þegar við
urðum Íslandsmeistarar en nú
ætlum við heldur betur að bæta
upp fyrir það,“ sagði Elísabet
Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, eftir
leikinn í gær.
„Í svona leik verður allt að vera
til staðar. Dóra María er farin til
Bandaríkjanna og gat ekki leikið
með okkur í þessum leik og þar
með misstum við ákveðið bit úr
sóknarleiknum. Maður kemur í
manns stað og liðið stóð sig frá-
bærlega í dag,“ sagði Elísabet.
Fyrir tímabilið voru margir sem
héldu að Breiðablik myndi einoka
titlana þetta tímabil en önnur er
raunin. „Þetta er ekki ósvipað og í
fyrra þegar allir héldu að við
myndum taka þetta, þá unnu þær
tvöfalt og það sat í okkur. Það er
ekkert gefið í þessu.“
Valur fékk óskabyrjun í leikn-
um en Margrét Lára skoraði stór-
glæsilegt mark beint úr auka-
spyrnu strax á fjórðu mínútu.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hafði
þá brotið á Margréti og var heppin
að fá aðeins að líta gula spjaldið
frá Einari Erni Daníelssyni, dóm-
ara leiksins. Eftir þetta vöknuðu
Blikastúlkur og tóku völdin á vell-
inum, það skilaði sér í marki á 26.
mínútu þegar Elín Anna Steinars-
dóttir skoraði skallamark eftir
hornspyrnu Gretu Mjallar Samú-
elsdóttur.
Margrét Lára skaut framhjá úr
góðu færi áður en Breiðablik tók
forystuna og aftur kom markið
eftir hornspyrnu. Boltinn barst úr
þvögunni í teignum og út á Ólínu
Guðbjörgu Viðarsdóttur fyrirliða
sem var ekkert að hika og skoraði
gott mark. Breiðablik fékk nokkur
mjög góð færi til að komast tveim-
ur mörkum yfir en Valur hafði
heppnina með sér, Ásta Árnadóttir
var til dæmis stálheppin að skora
ekki sjálfsmark snemma í seinni
hálfleik. Það var svo á 57. mínútu
sem Valur jafnaði en þá misreikn-
aði vörn Breiðabliks langa send-
ingu og Margrét Lára náði að
skora.
Bæði lið fengu færi á að tryggja
sér sigurinn í venjulegum leik-
tíma en ekki tókst það. Breiðablik
endurheimti forystuna á elleftu
mínútu framlengingar en þá átti
varamaðurinn Fanndís Friðriks-
dóttir fyrirgjöf sem rataði á Ernu
Björk Sigurðardóttur sem skor-
aði. En í byrjun seinni hluta fram-
lengingarinnar slapp Margrét
Lára ein í gegn og kláraði vel.
Stuttu síðar vildi hún fá víta-
spyrnu en ekkert var dæmt. Loka-
færið fékk hin reynslumikla Guð-
laug Jónsdóttir fyrir Breiðablik
en Valur náði að bjarga á síðustu
stundu. elvargeir@frettabladid.is
Valsstúlkur hömpuðu bikarnum
Margrét Lára Viðarsdóttir var svo sannarlega á skotskónum þegar Valur vann Breiðablik í bikarúrslitaleik
kvenna á Laugardalsvelli. Leikurinn var æsispennandi og tryggði Valur sér sigurinn í vítaspyrnukeppni.
BIKARINN ER OKKAR Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, heldur fast um bikarinn
eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BIKARMEISTARA 2006 Valsstúlkur tóku
báða stóru bikarana á tímabilinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GANGUR VÍTAKEPPNINNAR:
1-0 MARGRÉT VIÐARSDÓTTIR SKORAR
1-0 EDDA GARÐASDÓTTIR VARIÐ
2-0 MÁLFRÍÐUR SIGURÐARD. SKORAR
2-1 GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR SKORAR
3-1 RAKEL LOGADÓTTIR SKORAR
3-1 ERNA SIGURÐARDÓTTIR SKÝTUR YFIR
4-1 GUÐNÝ BJÖRK ÓÐINSDÓTTIR SKORAR
FÓTBOLTI „Þetta er súrt, það er
ekki hægt að neita því,“ sagði
Guðmundur Magnússon, þjálfari
Breiðabliks. „Mér fannst við hafa
undirtökin í venjulegum leiktíma
og áttum að gera út um leikinn í
byrjun seinni hálfleiks. Þegar líða
fór á varð þetta jafn baráttuleik-
ur. Hörkugaman fyrir áhorfendur
en hundleiðinlegt fyrir okkur. Það
er klárt mál að þetta tímabil er
mikil vonbrigði fyrir okkur og
ekki það sem við ætluðum okkur.
En við verðum bara að bíta í það
súra epli,“ sagði Guðmundur,
hundsvekktur eftir leikinn. - egm
Guðmundur Magnússon:
Áttum að gera
út um leikinn
FÓTBOLTI „Þetta var frábær endir
á stórkostlegu tímabili,“ sagði
Margrét Lára Viðarsdóttir eftir
sigurinn í gær. „Þetta var
hörkuleikur, er þetta ekki það
sem áhorfendur vilja? Það er
alltaf verið að gagnrýna kvenna-
boltann en ég held að fólk geti
dregið þau orð til baka. Tvö
frábær lið mættust í leik sem
hefði getað endað á hvorn veginn
sem var,“ sagði Margrét en þess
má geta að 819 áhorfendur sáu
þennan stórskemmtilega leik í
Laugardalnum í gær.
„Liðið spilaði vel í heild sinni
en ég neita því ekki að það er
frábær tilfinning að hafa náð að
skora þrennu. Við höfum ekkert
mjög reynslumikið lið, það eru
margar óreyndar stelpur og við
lentum í erfiðleikum eftir að hafa
komist yfir. En við náðum að rífa
okkur upp og klára þetta. Við
þurftum ekki að búa til tilfinning-
una eftir þennan leik eins og við
þurftum þegar við fengum
Íslansdmeistarabikarinn og það
er allt annað,“ sagði Margrét
Lára. - egm
Margrét Lára Viðarsdóttir:
Náðum að rífa
okkur upp
MARGRÉTI FAGNAÐ Vatni var hellt yfir
Margréti Láru eftir leikinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
> Heiðar endaði í 9. - 12. sæti
Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili, hafnaði í 9.-12.
sæti á Thermia mótinu í gær en það er hluti af sænsku
mótaröðinni. Heiðar lék á höggi undir pari fyrsta
keppnisdaginn en lék síðan illa á öðrum degi
eða á fimm höggum yfir pari vallarsins. Hann
náði hins vegar að laga stöðu sína umtalsvert í
gær þegar hann lék á tveimur höggum undir
pari. Hann endaði því samtals á tveimur
höggum yfir pari en hann fékk þrjá fugla
í gær. Joakim Rask sigraði á Thermia-
mótinu á samtals sex undir pari en í
öðru sæti varð Pelle Edberg sem lék á
fimm höggum undir pari.
TENNIS Svisslendingurinn Roger
Federer tryggði sér í gær sæti í
úrslitum einliðaleiks karla á Opna
bandaríska meistaramótinu í
tennis. Hann lagði Nikolay
Davydenko í undanúrslitum í
þremur settum á rétt tæpum
tveimur tímum. Hann mætir
annað hvort Andy Roddick eða
Mikhail Youzhny í úrslitum en
þeirri viðureign var ekki lokið í
gærkvöldi áður en Fréttablaðið
fór í prentun. - esá
Opna bandaríska í tennis:
Federer í úrslit