Fréttablaðið - 30.09.2006, Qupperneq 2
2 30. september 2006 LAUGARDAGUR
SPURNING DAGSINS
Árni, ertu hræddur við Árna?
Maður á alltaf að bera virðingu fyrir
keppinautum sínum, en umfram allt
að bera virðingu fyrir kjósendum
sínum.
Árni Johnsen tilkynnti á fimmtudag að
hann hygðist sækjast eftir forystusæti hjá
Sjálfstæðisflokknum á Suðurlandi. Árni
Mathiesen fjármálaráðherra sækist eftir
því að leiða listann í sama kjördæmi.
STJÓRNMÁL Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri á Ísafirði, sigraði í
kosningu um embætti formanns
Sambands íslenskra sveitarfélaga
í gær. Hann hlaut 68 atkvæði gegn
64 atkvæðum Smára Geirssonar,
forseta bæjarstjórnar Fjarða-
byggðar. Halldór er í Sjálfstæðis-
flokknum en Smári í Samfylking-
unni.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinn-
ar, fullyrðir að vinstri grænir hafi
greitt Halldóri atkvæði sín og
þannig leitt Sjálfstæðisflokkinn
til valda í sambandinu. „Mér
finnst þeir [vinstri grænir] hafa
klúðrað tækifæri félagshyggju-
fólks og jafnaðarmanna til að
eignast formann í Sambandi sveit-
arfélaga,“ segir Steinunn og bætir
við að í umræðum um samstarf
núverandi stjórnarandstöðu-
flokka eftir næstu kosningar sé
framganga sem þessi ekki trú-
verðug.
Kosningin var leynileg en eftir
því sem Fréttablaðið kemst næst
voru meginlínur þannig að fulltrú-
ar Framsóknarflokksins og Sam-
fylkingarinnar studdu Smára en
sjálfstæðismenn og vinstri grænir
kusu Halldór.
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi VG, segist ekki hafa trú á
að flokkslínur hafi verið hreinar
og klárar. Hann segir þó fulltrúa
VG hafa metið hvað væri skyn-
samlegast fyrir sambandið og
hvaða skilaboð það sendi út. „Það
þarf ekki að koma á óvart að í
okkar huga skipta umhverfismál-
in miklu máli. Ég held því að marg-
ir hafi átt erfitt með að kjósa
Smára, burtséð frá óumdeildri
reynslu og þekkingu hans á sveit-
arstjórnarmálum.“ Árni segir að
þótt Halldór sé í Sjálfstæðis-
flokknum sem stendur að gerð
Kárahnjúkavirkjunar hafi hann
nálgast stóriðjumál með allt
öðrum hætti en Smári sem verið
hefur einn af helstu talsmönnum
fyrir stóriðjuframkvæmdunum
eystra. Halldór hafi meðal annars
beitt sér fyrir stefnumörkun um
stóriðjulausa Vestfirði.
Árni Þór var meðal þeirra sem
nefndir voru líklegir kandidatar í
formannsembættið. Steinunn Val-
dís segir hann hafa falast eftir
stuðningi Samfylkingarinnar.
„Okkur þótti óeðlilegt að flokkur
með ekki fleiri sveitarstjórnar-
menn færi með embættið og það
lá fyrir að Smári hafði meiri stuðn-
ing.“ Sjálfur segir Árni að innan
úr kjörnefnd hafi verið nefnt við
sig hvort nefna mætti nafn hans.
„Ég sagði já en að því gefnu að um
það næðist samstaða.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri og fráfarandi for-
maður Sambandsins var formaður
kjörnefndar sem ætlað var að gera
tillögu að nýrri stjórn. Heimildir
Fréttablaðsins herma að Vilhjálm-
ur hefði vel getað fellt sig við
Smára sem formann.
bjorn@frettabladid.is
Vinstri grænir höfn-
uðu Smára Geirssyni
Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði er nýr formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga. Steinunn Valdís Óskarsdóttir er gáttuð á framgöngu vinstri grænna í for-
mannskjörinu en þeir gátu ekki fellt sig við Smára Geirsson. Árni Þór Sigurðsson segir
marga hafa átt erfitt með að kjósa Smára vegna framgöngu hans í stóriðjumálum.
MÁLIN RÆDD Kosið var á milli Smára Geirssonar og Halldórs Halldórssonar í emb-
ætti formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi þess á Akureyri í gær.
Halldór hafði betur.
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald
tveggja Litháa, sem reyndu að
smygla rúmlega sjö kílóum af
amfetamíni í tveimur bílum með
Norrænu, var í gær framlengt um
hálfan mánuð.
Mennirnir komu til landsins
með bílana 31. ágúst. Við leit í
þeim fundust 26 pakkningar sem
höfðu að geyma amfetamínið.
Efnin höfðu verið falin á ýmsum
stöðum í bílunum.
Annar mannanna er búsettur
hér og bíllinn sem hann flutti með
Norrænu var á íslenskum
skráningarnúmerum. Hinn
maðurinn er búsettur erlendis.- jss
Amfetamínsmyglarar:
Áfram í gæslu
SUÐUR-KÓREA, AP Utanríkisráð-
herra Suður-Kóreu, Ban Ki-moon,
þykir líklegasti maðurinn til að ná
kjöri sem næsti
framkvæmda-
stjóri Samein-
uðu þjóðanna,
þegar Kofi
Annan lætur af
störfum í lok
þessa árs.
Óformleg
atkvæða-
greiðsla í
öryggisráði SÞ á fimmtudag
staðfesti þennan orðróm, en þá
hlaut Ban Ki-moon 13 atkvæði af
15 mögulegum. Af þeim sjö
manns sem í framboði eru, hlaut
Indverjinn Shashi Tharoor, sem
nú starfar sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri SÞ, átta atkvæði.
Kosið verður um framkvæmda-
stjórann á allsherjarþingi SÞ síðar
í haust. - smk
Næsti framkvæmdastjóri SÞ:
Ban Ki-moon
líklegastur
BAN KI-MOON
HLERANIR Kjartan Ólafsson,
fyrrverandi ritstjóri, hefur lagt
fram stjórnsýslukæru til mennta-
málaráðherra, vegna þeirrar
ákvörðunar Ólafs Ásgeirssonar
þjóðskjalavarðar að synja honum
um aðgang að gögnum um
símahleranir á árunum 1949-1968.
Hann krefst þess að ákvörðunin
verði felld úr gildi. Kjartan
bendir á að Guðni Th. Jóhannes-
son, sagnfræðingur, hafi fengið
aðgang að umræddum gögnum og
krefst Kjartan þess að fá sama
aðgang. Hann bendir enn fremur á
að allir skuli jafnir fyrir lögum,
samkvæmt ákvæðum stjórnar-
skrárinnar. - jss
Kjartan Ólafsson:
Hefur lagt fram
stjórnsýslukæru
Mannskæður fellibylur
Minnst 48 Filippseyingar hafa farist í
fellibylnum Xangsane sem nú gengur
yfir Asíu og tuga manna er saknað þar
í landi. Fellibylnum fylgir gríðarlegt
regn, sem hefur valdið aurskriðum og
flóðum víðsvegar um eyjarnar.
FILIPPSEYJAR
FÉLAGSMÁL Breiðholtsdagurinn er
haldinn hátíðlegur í dag en dagurinn
er hluti verkefnis til að efla samfé-
lagið í Breiðholti. Barnaþing var
haldið á fimmtudaginn þar sem tólf
ára börn kynntu hugmyndir sínar
um betra Breiðholt og um kvöldið
voru Íbúasamtök Breiðholts stofn-
uð. Einnig var bæklingi um félags-
auð dreift í öll hús í Breiðholti.
„Öll þessi verkefni ganga út á
það að fá Breiðholtsbúa til að vinna
saman, skemmta sér, skiptast á
skoðunum og finna út hvernig þeir
geta bætt sitt samfélag,“ segir Þrá-
inn Hafsteinsson, frístundaráðgjafi
hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts.
Breiðholtsdagurinn, sem er í
Mjóddinni dag, er hugsaður sem
skemmtun og tækifæri fyrir Breið-
holtsbúa til að koma fram og sýna
gróskuna í hverfinu að sögn Þráins.
Þar munu svo fulltrúar úr öllum
grunnskólunum afhenda borgar-
stjóra niðurstöður barnaþingsins.
Af þeim hugmyndum sem börnin
komu með var umgengni þeim efst í
huga að sögn Oddnýjar Oddsdóttur,
kennara í Breiðholtsskóla, en einnig
komu margar ábendingar um sam-
kennd og hjálpsemi. Kristjana,
Hrefna og Andri, nemendur í Breið-
holtsskóla, töldu mikilvægt að fólk
myndi hætta að henda rusli á götur
og að málað yrði yfir veggjakrot.
Þeim fannst helst erfitt að velja á
milli allra hugmyndanna en fyrsta
skrefið væri að láta fjölskyldurnar
sínar taka til hendinni. - sdg
Breiðholtsdagurinn er í dag og verður margt til skemmtunar:
Gróskan í hverfinu í öndvegi
SAMHUGUR Í BREIÐHOLTSBÖRNUM Um 250 sjöttu bekkingar komu saman á barna-
þinginu til að ræða hvernig þeir gætu bætt hverfið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SLYS Ellefu ára nemandi við
Lindaskóla var fluttur á sjúkra-
hús eftir að jafnaldri hans rak
hníf í höfuð hans. Pilturinn
slasaðist ekki alvarlega en sauma
þurfti nokkur spor.
Gunnsteinn Sigurðsson
skólastjóri segir atvikið, sem átti
sér stað í matsal skólans á
mánudag, hafa verið óviljaverk.
Hann segir drenginn sem beitt
hafi hnífnum hafa setið og matast
þegar sá sem slasaðist kom og
ýtti aftan á hann.
Hinn hafi þá ósjálfrátt barið
frá sér án þess að átta sig á því að
hann hafði hníf í hendinni. „Það
hefur verið farið eftir öllum
leiðum sem eiga við þegar svona
mál koma upp og rætt ítarlega við
börn í skólanum og foreldra
þeirra,“ segir Gunnsteinn. - kdk
Óviljaverk í Lindaskóla:
Ellefu ára fékk
hníf í höfuðið
GEORGÍA, SLÓVENÍA, AP Georgískir
dómstólar dæmdu í gær tvo af fimm
rússneskum hermönnum, sem hand-
teknir voru í vikunni, í tveggja mán-
aða gæsluvarðhald, en fjórir mann-
anna eru grunaðir um njósnir.
Ákvörðunin varð síður en svo til
þess að draga úr síharðnandi deil-
um landanna.
Leiðtogar Atlantshafsbandalags-
ins funduðu um málið í Slóveníu í
gær, þar sem rússneskir erindrekar
stigu fram og sökuðu aðildarþjóðir
NATO frá Austur-Evrópu um að
hafa ólöglega séð Georgíumönnum
fyrir vopnum.
„Hér er um sjóræningastarfsemi
að ræða,“ sagði rússneski varnar-
málaráðherrann Sergei Ivanov.
Hann neitaði að nefna ákveðnar
þjóðir, en sagði þó að um nýrri aðild-
arlönd NATO væri að ræða.
Hann lét einnig hörð orð falla
um handtöku rússnesku hermann-
anna og sagði hana vera til þess
ætlaða að neyða rússneska herinn
burt úr Georgíu svo georgísk yfir-
völd gætu fundið „hernaðarlega
lausn“ á deilum um tvö aðskilnað-
arhéruð sem notið hafa verndar
Rússa.
Framkvæmdastjóri NATO, Jaap
de Hoop Scheffer, hvatti talsmenn
beggja landa til að sýna stillingu og
að leyfa ekki deilunni að fara úr
böndunum. - smk
Deilur Rússa og Georgíumanna harðna:
Meintir njósnarar áfram í haldi
RÚSSAR Í GEORGÍU Rússneskir hermenn
á vakt við höfuðstöðvar rússneska hers-
ins í georgísku höfuðborginni Tíflis.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Borgaryfirvöld í
Kaupmannahöfn hafa ákveðið að
taka frá veggpláss í borginni
undir veggjakrot. Þetta kom fram
á fréttavef Politiken í gær.
Vonast er til að lausnin dragi
úr veggjakroti innan borgarmark-
anna, en þó telja sumir að áhrifin
verði þveröfug – að krotarar sjái
þetta sem óbeint leyfi til að krota
meira. „Það verður að vera pláss
undir veggjakrot í stórborg sem
Kaupmannahöfn,“ sagði Klaus
Bondam, yfirmaður umhverfis-
sviðs Kaupmannahafnar á
borgarráðsfundi á fimmtudags-
kvöld.
Hreinsun á veggjakroti kostar
borgaryfirvöld um 12 milljónir
íslenskra króna á ári. - smk
Kaupmannahöfn:
Sérstakir veggir
undir krot
ÍSLENSKT VEGGJAKROT Kaupmannahafn-
arborg ætlar að útnefna ákveðna veggi
undir veggjakrot. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VARNARMÁL Thomas F. Hall,
aðstoðarvarnamálaráðherra
Bandaríkjanna sem var formaður
samninganefndar Bandaríkja-
manna í
varnarviðræð-
unum við
Íslendinga,
segir að með
nýja samkomu-
laginu um
varnarsamstarf
landanna verði
aðgerðir beggja
landa gegn
ógnum nútím-
ans, hryðjuverkum, alþjóðlegri
glæpastarfsemi og fíkniefna-
smygli, samhæfðar með skipu-
lögðum hætti. Hægt verði að
senda með hraði hingað herlið ef
hefðbundnar hernaðarógnir
skyldu aftur skjóta upp kollinum.
Í veffréttum bandaríska
heraflans, Blackanthem Military
News, er haft eftir Hall að
heræfingar yrðu haldnar á
Íslandi að minnsta kosti einu
sinni á ári og bandarísk herskip
muni sækja landið heim með
reglubundnu millibili. - aa
Formaður samninganefndar:
Leggur áherslu
á samhæfingu
THOMAS F. HALL
Dagvistarrýmum fjölgað
Heilbrigðisráðuneytið hefur heimilað
að dagvistarrýmum fyrir aldraða verði
fjölgað úr fimm í níu á Seltjarnarnesi.
Dagvist fyrir aldraða á Seltjarnarnesi
tók fyrst til starfa í byrjun árs 2005 og
fólst í henni mikil þjónustuaukning
fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi.
ALDRAÐIR