Fréttablaðið - 30.09.2006, Side 4

Fréttablaðið - 30.09.2006, Side 4
4 30. september 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ 29.09.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,4036 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69.91 70,25 130,75 131,39 88,53 89,03 11,87 11,94 10,752 10,816 9,536 9,592 0,5926 0,5926 103,15 103,77 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR MI ÐA SA LA H EF ST ÞR IÐ JU DA GI NN 3. OK TÓ BE R KL .10 .00 LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík hefur oft á undanförnum tveim- ur til þremur árum leitað uppi erlendar stúlkur sem dvalið hafa hér á landi í þeim tilgangi að stunda vændi. Hefur verið gerð gangskör að því að þær færu úr landi. Lögreglan hefur fylgst grannt með málum af þessu tagi, fyrst og fremst til þess að ná í þá sem standa að baki þessari starfsemi, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög- regluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fréttablaðið greindi í gær frá tveimur pólskum stúlkum, liðlega tvítugum, sem voru hingað komnar til þess að stunda vændi. Þær bjuggu í íbúð í Reykjavík, þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Þeim var gerð grein fyrir því að ólöglegt væri að stunda vændi hér á landi og eru þær nú farnar af landi brott. Ekkert þótti benda til þess að þær væru hér nauðugar eða hefðu verið gabbaðar hingað á fölskum forsendum. „Markmiðið er að reyna að koma í veg fyrir að þessi starfsemi nái að skjóta rótum hér á landi,“ segir Hörður. „Við erum ekkert endilega að kæra þær stúlkur, sem hingað eru komnar í þessum erindagjörð- um, fyrir vændi, heldur stöðva þessa starfsemi og ná tökum á þeim sem staðið hafa á bak við þetta skipulag hverju sinni hér á landi. Það er sú meginstefna sem lögregl- an hefur haft í þessum málum.“ Þórunn Þórarinsdóttir hjá Stíga- mótum kveður það hafa komið fyrir að konur frá Austur-Evrópu hafi leitað aðstoðar hjá Stígamótum eftir að hafa verið seldar í vændi hér á landi. „Vandinn er bara sá, að þessar konur sem fluttar eru hingað í þess- um tilgangi, hafa enga vitneskju um hvar þær geta leitað sér aðstoð- ar,“ segir Þórunn. „Það er útilokað að koma boðum til þeirra um tilvist Stígamóta, því þeim er algjörlega haldið frá öllu. Við höfum rætt það við yfirvöld hvernig sé hægt að koma einhverjum upplýsingum til stúlkna hér á landi, sem svona er ástatt um. Úrræðið er til staðar fyrir þær en það er ekki einfalt mál að koma upplýsingum um það til þeirra.“ jss@frettabladid.is VÆNDI MÓTMÆLT Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR Lögregla hefur gert gangskör að því að leita uppi erlendar stúlkur hér á landi sem seldar eru í vændi og koma þeim heim. Vændi hefur verið mótmælt harðlega hér og er myndin frá slíkum mótmælum. Hafa oftsinnis sent vændiskonur heim Lögreglan í Reykjavík hefur oft á undanförnum árum haft afskipti af erlendum stúlkum sem hingað hafa verið komnar til að stunda vændi. Séð hefur verið til þess að þær færu úr landi. Markmiðið er að finna þá sem gera þær út. Flóttinn af landsbyggðinni DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands dæmdi í gær karlmann til að greiða 170 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, ella sæta fangelsi í tólf daga. Lögregla hafði fundið hjá honum tóbaks- blandað kannabisefni í skál í eldhúsinnréttingu. Einnig 241 kannabisfræ í svartri tösku í eldhúsinnréttingu sem fíkniefna- hundur fann lykt af við húsleit lögreglu. Maðurinn var, auk sektarinnar, dæmdur til að greiða sakarkostn- að. -jss Dæmdur til að greiða sekt: Faldi kannabis í eldhússkáp STJÓRNMÁL Ísland og Svartfjalla- land hafa stofnað til stjórnmála- sambands milli ríkjanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna, Valgerður Sverrisdóttir og Miodrag Vlahovic, undir- rituðu yfirlýs- ingu þar að lútandi í New York á þriðju- dag. Svartfelling- ar samþykktu í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrr á árinu að segja sig úr ríkjasambandi við Serbíu og ákváðu í kjölfarið að stofna sjálfstætt ríki. Ísland varð fyrst ríkja heimsins til að viðurkenna fullveldi Svartfjallalands. -bþs Ísland og Svartfjallaland: Stofna til stjórn- málasambands VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Magnús Norð- dahl, lögfræðingur Alþýðusam- bands Íslands, segir að niðurstaða stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð sé bara endapunkt- urinn á þróun sem hafi verið fyr- irsjáanleg í langan tíma. „Við höfum alla tíð litið á þetta sem klár mistök,“ segir hann og telur búið að útrýma hinum félagslega hluta húsnæðiskerfisins. Í áliti sínu leggur stýrihópur- inn til að ríkisábyrgð á íbúðalán- um verði afnumin og tekin verði upp svokölluð sérvarin skulda- bréf. Ef af verður mun Íbúða- lánasjóður gefa út sérvarin skuldabréf og leggja í upphafi öll fyrri útlán sín sem tryggingu. Ábyrgðin verður því tvöföld, útlán sem eru sérstaklega til- greind í safni og útgefandinn sem er Íbúðalánasjóður. Magnús Þór Hafsteinsson, for- maður þingflokks Frjálslynda flokksins, er fylgjandi niðurstöðu stýrihópsins og Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er það líka. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, segir VG standa vörð um Íbúðalánasjóð og vera þeirrar skoðunar að það sé „ekki til góðs að henda þessum málaflokki alfarið út á markaðinn“. Hann telur að niðurstaða stýrihópsins sé liður í því að sætta árekstra bankakerfisins og Íbúðalána- sjóðs. - ghs MAGNÚS NORÐDAHL „Við höfum alla tíð litið á þetta sem klár mistök.“ Hann telur tillögur stýrihópsins endapunktinn á þróun. Tillagan um afnám ríkisábyrgðar og „sérvarin skuldabréf“ hjá Íbúðalánasjóði: Klár mistök að mati ASÍ Frumraun í Óskarsslaginn Svíar hafa tilnefnt myndina Farväl Falkenberg eftir Jesper Ganslandt til Óskarsverðlauna. Svíar hafa þrívegis unnið til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu myndina. Allar voru þær eftir Ingmar Bergman. SVÍÞJÓÐ SJÚKRAFLUG Landsflug hefur sagt upp samningi um sjúkraflug til Vestmanneyja með níu mánaða uppsagnarfresti. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi sameiginlega út styrki til áætlunar- og sjúkraflugs í Vestmanneyjum. Í sumar var skipaður starfs- hópur til að gera úttekt á sjúkra- flugi í Eyjum og hefur hópurinn nú skilað lokaskýrslu til heil- brigðisráðherra. Þar kemur meðal annars fram að bæta þurfi vinnureglur um boðun sjúkra- flugs til að flugrekandi geti brugðist hratt og örugglega við. - hs Sjúkraflug til Vestmanneyja: Landsflug segir upp sjúkraflugi LANDSFLUG Hefur sagt upp samningi um sjúkraflug til Eyja. BRETLAND Stjarneðlisfræðingur nokkur viðurkenndi fyrir breskum dómstól í gær að eiga 500.000 barnaklámsmyndir. Að því er fram kemur á fréttavef BBC er maðurinn kvæntur tveggja barna faðir. Hann játaði jafnframt að hafa tekið ósiðlegar myndir af ungum börnum á Trafalgartorgi í London í sumar. Lögmaður mannsins sagði barnaklámið vera „tóm- stundagaman“ hans, en dómarinn sagði það augljóslega vera eitthvað mun „ískyggilegra þegar barnungar telpur eiga í hlut“. - smk Klámfenginn vísindamaður: 500.000 barna- klámsmyndir VESTFIRÐIR Um eitt þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Símans í gær þar sem fyrirtækið var hvatt til þess að ógilda þá ákvörðun sína að skipta landinu upp í misdýr ADSL-gjaldsvæði. Eftir háhraðabreytingar Símans um síðustu mánaðamót greiða internet- notendur á Vestfjörðum sama verð fyrir 6MB/s ADSL tengingu og íbúar á höfuðborgarsvæðinu greiða fyrir 12MB/s. Heiti undirskriftarsöfnunarinnar er „Aftur til fortíðar?“ og var henni hleypt af stokkunum á fimmtudags- morgun. Hægt er að skrá sig á listann á heimasíðunni snerpa.is/ siminn á Netinu. - þsj Áskorun til Símans: Tæplega 1000 hafa skráð sig ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ����������������� ������������ ������������ ������������ ������������ ����������� ����������� ����������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ������������� �������� ������������������������� ������������������������ ������������ ��������� ���������������������� ����������������������� ��� ��������������������� �������������� ���������� ����������������� ����������������������� ��� ���������������� ��� ��� � ������������ ������� ���������� � �������������� ������� ������ ��������������� ��������������������� ���������������������� ������� ����������� ����������������� ������������� ������ �� �� ������������������� �������������������� � ������������������ ����������������������� ����� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� � � � � � � �� �� �� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �� � � � �

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.