Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 42
10 „Hér byggði ég vonir og bækur ég las, hér bundu mig tryggðir við dýr og við gras.“ Þessar ljóðlínur eftir Guðmund Inga Kristjánsson skáld á Kirkjubóli eru prentaðar á útidyrnar í Miðhúsum. Þær eru úr ljóðinu Í dalnum er sál mín og segja mikið um húsfreyjuna á bænum, Arnheiði Guðlaugsdóttur, sem af kunningjum er kölluð Heiða. Hún er bókasafnsfræðingur að mennt og er að ljúka MA-gráðu í blaða-og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. En áhugamálin liggja víða. Auk þess að heillast af fegurð og friðsæld íslensku sveitarinnar og hafa óbilandi ást á dýrum og yndi af gróðri hefur Heiða búið sér og manni sínum einstaklega fallegt heimili. Þrátt fyrir að hafa hunda, heimalninga og önnur húsdýr í kringum sig tekst henni að láta það líta út eins og sýningarpláss í glæsilegri húsbúnaðarverslun. Þarna við rætur Steinadalsheiðarinnar á nútíma- hönnun og snyrtimennska sér öruggt athvarf eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi myndum sem teknar eru af Eygló Stefánsdóttur. - gg Í dalnum er sál mín Fádæma snyrtimennska einkennir bæinn Miðhús í Strandasýslu bæði utan dyra og innan. Sumarmorgunn í Miðhúsum. Stjúpurnar vaxa vel við innganginn að húsinu þótt hann snúi mót norðri. Á stéttinni stendur önnur eðaltíkin á bænum, hún heitir Ugla. Morgunkaffið í eldhúsborðkróknum er drukkið úr bláköflóttum bollum sem keyptir eru í versluninni Í gegnum glerið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYGLÓ Burknarnir í borðstofunni eru fimmtán ára gamlir og fylgdu Heiðu norður á Strandir fyrir sex árum, þar sem þeir pluma sig vel eins og sjá má. Listaverkið er bútur úr kvadrat-efni úr Epal. Gamlir tekkstólar í stofunni sem Heiða lét yfirdekkja. Litla málverkið yfir hornborðinu heitir Skáldið og er eftir Atla Má Árnason listmálara, sem er nýlátinn. Lampinn sem stendur á borðinu er úr Epal, eftir hönnuðinn Louis Poulsen, en ljósið á veggnum er tuttugu ára gamalt úr versluninni Casa. Mósaíkvasinn er unninn af heimilisvini. Í holinu er gott að leggja sig í gulan sófann. Tímaritahillan er frá Källemo, hönnuð af John Kandel og keypt í Epal. Hún er full af húsbúnaðarblöðum. „Á túninu“ heitir myndin ofan við sófann og er eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur. Stofuskápurinn er keyptur á fornsölu í bænum fyrir þrjátíu árum. Á honum er holtagrjót af Steinadalsheiðinni sem er í túnfætinum og stytta eftir Margréti Jónsdóttur listakonu á Akureyri. Myndina eftir Georg Guðna fékk Heiða í afmælisgjöf. Hún kveðst aldrei þreytast á að horfa á hana. „Yfir henni er dulúð og kyrrð sem er holl fyrir sálina,“ segir hún. Stolt húsfreyjunnar er sjónvarpstækið frá Bang & Olufsen. Gula listaverkið til hliðar er kvadrat-efni með blómamynstri eftir bandaríska listamanninn Gary Bukovnik. Hún keypti bútinn fyrir tíu árum í Epal og strengdi á blindramma. Klukkan fyrir ofan sjónvarpið er frá Jacob Jensen og keypt hjá Franch Michelsen. Gangurinn milli þvottahússins og eldhússins nýtist líka sem búr. Við einn vegginn eru þessir skápar en við annan stendur eldavélarhella og þar eru steiktar kleinur, sem telst til sjálfsagðra verka í sveitinni. Heiða hefur safnað ilmvatnsglösum fram að þessu en nú er hún hætt enda skápur- inn á snyrtingunni fullur. ■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.