Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 74
 30. september 2006 LAUGARDAGUR38 Um fátt annað er talað á Íslandi þessa dagana en öryggismál. Brottför varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli er staðreynd og á borðinu liggur samningur Íslendinga við Banda- ríkjamenn um viðskilnað þeirra og varnaráætlun til framtíðar. Þegar litið er yfir sviðið á þessum tímamótum kemur í ljós að lítið hefur breyst í orðræðunni um varnarmál, eins og hún er nú og eins og hún var fyrir margt löngu. Það er þó eðlilegt að margir spyrji sig hvernig brugðist verði við, ef ógn steðjar að. Gömul saga og ný Þorvaldur Gylfason, prófessor í Háskóla Íslands, rifjaði það upp í grein í Fréttablaðinu árið 2003 að landvarnarrök settu svip sinn á innanlandsdeilur í sjálfstæðisbar- áttunni á sínum tíma. Þeir, sem heimtuðu algeran aðskilnað Íslands og Danmerkur, mæltu með því, að Ísland leitaði verndar „stórveldanna í heild sinni“, eins og Þorsteinn Gíslason ritstjóri orðaði það í blaði sínu Íslandi árið 1897. Hann gerði lítið úr hættunni á því, að erlendum ríkjum „mundi sérlega umhugað um að ná Íslandi undir sig“. Einar Benediktsson skáld var á öðru máli. Hann kall- aði skilnaðarkröfuna „gamalúr- elta uppástungu“ og taldi skilnað landanna bæði ófáanlegan og óæskilegan og tefldi fram land- varnarrökum. „Hver hundadaga- kóngur, sem vildi, gæti enn þann dag í dag lagt þessa þjóð undir sig, með fáeinum ryðguðum tinnu- byssum, væri ekki smáveldið danska til varnar.“ Hér vitnaði Einar í þá stað- reynd að Ísland hafði eitt sinn verið tekið yfir af Jörgen nokkr- um Jörgensen, eða Jörundi hunda- dagakonungi eins og hans er minnst af þjóðinni. Það var árið 1809 þegar Napóleonstríðin svo- kölluðu geisuðu í Evrópu og Eng- lendingar herjuðu á Dani. Þeir gátu lítið sinnt málefnum Íslands, hvorki með verslun né varnir, og tækifærið nýtti Jörundur sér. Ef ráðist verður á Ísland seinni partinn í dag, erum við þá varnar- laus? Gæti hvaða hundadagakóng- ur sem er lagt landið undir sig, með fáeinum ryðguðum tinnu- byssum, eins og Einar vildi meina undir aldamótin 1900? Hver verð- ur fyrstur til að grípa inn í ef ógn steðjar að landinu frá ótilgreind- um hópi manna, innlendum eða erlendum? Fremstir í flokki Í fararbroddi í vörnum Íslands yrði hin fámenna en vel þjálfaða Víkingasveit. Sveitin var stofnuð árið 1982 og fyrstu fjórir meðlim- ir hennar voru þjálfaðir af sér- sveitum norsku lögreglunnar sem kallast Beredskapstorppen Delta. Tekin var ákvörðun um stofnun sérsveitar eftir að nokkur alvar- leg atvik komu upp hér á landi. Árið 1976 lenti á Keflavíkurflug- velli þota sem hafði verið rænt en eins höfðu komið upp alvarleg til- vik um sama leyti þar sem brotist var inn í sportvöruverslanir og komið til skotbardaga. Í því tilviki þurfti lögregla að keyra niður annan manninn sem átti í hlut. „Þessi atvik og önnur á þessum tíma kölluðu eftir því að íslensk lögregla kæmi sér upp slíkum búnaði og kæmi sér upp gagnað- gerðasveit vegna hryðjuverka- VARNARLIÐ ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR Eru ryðgaðar tinnubyssur allt sem þarf? Ísland er herlaust land frá og með deginum í dag eftir áratuga her- setu. Margir gleðjast og telja öryggi landsins nú betur tryggt en um langt skeið. Aðrir telja nauðsynlegt að auka varnargetuna og beita þeim rökum að ekki verði tryggt eftir á; óskil- greind hætta stafi að landinu og við verðum að vera viðbúin henni. HELSTU VOPN SÉRSVEITARINNAR HECLER&KOCH HRÍÐSKOTABYSSA GLUCK 17 SKAMMBYSSA Sveitin er einnig búin sérsmíðuð- um dönskum leyniskytturifflum, Remington haglabyssum og Blazer R93 rifflum. LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS Mannafli alls: 150 - Varðskipin Týr og Ægir - Þyrlurnar TF-SIF og TF-LÍF - Flugvélin TF-SÝN LÖGREGLA (26 embætti á landsvísu) Mannafli alls: 693 SÉRSVEIT RÍKIS- LÖGREGLUSTJÓRA Mannafli alls: 52* -Sprengjusveit -Sjóaðgerðahópur -Riffilskyttuhópur -Sjúkraliðahópur -Aðgerðahópur BJÖRGUNARSVEITIR INNAN LANDSBJARGAR Mannafli alls: Um 18 þúsund sjálfboðaliðar. -Stórir björgunarbátar 9 -Slöngubátar 120 ÍSLENDINGAR Á HERSKYLDUALDRI 15-49 ÁRA Mannafli alls: 130 til 140 þúsund karlar og konur SKRÁÐ VOPNAEIGN ÞJÓÐARINNAR Haglabyssur 30.962 Rifflar 16.292 Skammbyssur 1.389 *Tala miðuð við 2007. Margir sérsveitarmenn hafa þjónað fyrir Íslands hönd við friðargæslu. ógnar,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn sem fer með yfirstjórn sérsveitarinnar. Frá þeim tíma hefur sveitinni vaxið fiskur um hrygg og telur nú 45 sérsveitarmenn og fjölgar þeim í 52 á næsta ári. Þá er ótalinn hópur manna sem hefur fengið þjálfun í samningatækni og almennir lögreglumenn sem hafa fengið sérstaka þjálfun, til dæmis í meðferð handvopna. Allir sér- sveitarmenn fá sömu grunnþjálf- un en þeim er síðan skipt niður í sérhópa eftir því við hvað er að glíma; meðhöndlun sprengiefna, sjóaðgerðahópur er innan sveitar- innar, einnig sérþjálfaður riffil- skyttuhópur og sjúkraliðahópur auk sérstaks aðgerðahóps. Aðeins þeir bestu Margir eru kallaðir en fáir útvaldir þegar sérsveitin á í hlut. Á hverju ári sækja um 35 manns um að kom- ast í sérsveitina og tíu til fjórtán ná inn á nýliðanámskeið. Reynslan er að fjórir til tíu ná að klára nám- skeiðið og til þessa hafa það einung- is verið karlmenn. Jón F. Bjartmarz útskýrir að námskeiðin séu hugsuð sem sía. „Menn þurfa að vera and- lega mjög sterkir og líkamlega í afburða góðri þjálfun.“ Jón segir að þjálfunaraðferðir sveitarinnar séu áþekkar aðferðum norsku sérsveit- arinnar þó að einstakar þjálfunar- aðferðir séu trúnaðarmál. Grunn- og framhaldsþjálfun fer fram innanlands en sérhóparnir taka þátt í margvíslegri þjálfun erlendis, aðallega á Norðurlöndunum og eins hafa erlendir sérsveitarmenn komið hingað til lands til þátttöku á nám- skeiðum sérsveitarinnar. Hríðskotabyssa af Hecler&Koch gerð og Glock 17 skammbyssa eru grunnvopn hvers einasta sérsveit- armanns. Annar grunnbúnaður sér- sveitarmanna er sérstakur klæðn- aður, skotvesti og hjálmur. Allir hafa þeir einnig sjóaðgerðagalla til að geta starfað hvort sem er á landi eða sjó. Sérhópar eru svo sérstak- lega útbúnir. 30. september 2006 En hvar eru þessi vopn geymd? Væri mögulegt fyrir hóp hryðju- verkamanna að ráðast á vopnabúr sérsveitarinnar og afvopna hana þar með? Jón segir öll vopn sér- sveitar og lögreglu í landinu geymd með afar tryggilegum hætti og afar erfitt eða ómögulegt fyrir hryðju- verkamenn eða aðra að reyna að komast yfir þau. Árás hryðjuverkamanna á Íslandi er fjarlæg tilhugsun en þegar horft er til atburða í Evrópu á undanförnum misserum þá vakn- ar sú spurning hvort til séu í land- inu viðbragðsáætlanir sem taka mið af svipuðum aðstæðum. Í sam- tölum Fréttablaðsins við sérfræð- inga í varnarmálum fékkst það staðfest að slíkar áætlanir eru til en ekki í hverju þær felast nákvæmlega. Sérsveitin færi þar fremst í flokki en nyti aðstoðar lög- reglu, slökkviliðs ásamt Landhelg- isgæslunni og fleirum. Það þarf því greinilega fleira að koma til en ryðgaðar tinnubyssur, til að reiða til höggs gegn íslensku þjóðinni. VÍKINGASVEITIN VIÐ STÖRF Sveit- in var stofnuð árið 1982 eftir röð atvika þar sem vopnum var beitt þar á meðal kom til skotbardaga í röð innbrota í sportvöruverslan- ir. Fyrstu fjórir meðlimir sveitar- innar voru þjálfaðir af sérsveitum norsku lögreglunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.