Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 78
30. september 2006 LAUGARDAGUR42
Önnur búðin var pínulítil til að
byrja með en er nú orðin mjög stór
því við erum búin að kaupa hús-
næðin í kringum hana.“
Förðun er lífsstíll
Í lok þessa árs verða Make Up
Store verslanirnar orðnar hundrað
talsins víða um heim. „Það eru
verslanir í Singapore, Bangkok,
Ástralíu, Bandaríkjunum, Gvate-
mala, Mexíkó, Spáni, Norðurlönd-
unum, Eystrasaltsríkjunum, Íslandi
og síðan verða opnaðar 25 búðir í
Rússlandi á næstunni,“ segir Mika
og tekur það fram að ef aðrir snyrti-
vöruframleiðendur hefðu lagt eins
mikið í vörurnar sínar væri Make
Up Store ekki til í dag. „Forgangs-
atriði hjá mér er að bjóða upp á
veruleg gæði í vörunum mínum og
í öðru lagi að hafa verðlagninguna
viðráðanlega. Ég legg líka mikið
upp úr því að þjónustan sé góð og
að fólk læri á réttan hátt að setja á
sig farðann. Það gefur þér ekkert
að vera með gæðavöru í höndunum
en kunna ekki að nota hana. Þannig
verður varan léleg.“
Sjálfur er Mika hættur að farða
þar sem hann hefur ekki tíma fyrir
það lengur. „Það er mjög gott að
eiga það enn í bakhöndinni því
þannig veit ég um hvað ég er að
tala. Það sem ég geri aðallega í dag
er að ákveða liti, tóna, áferð og útlit
snyrtivaranna. Mitt aðalstarf í dag
er að ferðast á milli landa til að
opna nýjar verslanir, auk þess sem
ég er alltaf að auka við úrval versl-
ananna og endurskoða vörurnar
sem við erum með fyrir. Ég reyni
líka að heimsækja verslanirnar
sjálfur eins mikið og ég get til að
vita hvað viðskiptavinirnir vilja.
Það eru ótrúlegustu hlutir sem þeir
spyrja um, enda er þetta lífsstíll
fyrir mörgum.“
Leyndarmál Make Up Store
Eitt af leyndarmálum Make Up
Store er að skipta við margar verk-
smiðjur. „Mörg vörumerki fá
aðeins einn aðila til að framleiða
allar vörurnar fyrir sig en það hef
ég aldrei gert. Ein verksmiðja er
kannski góð í að framleiða nagla-
lökk, önnur varaliti og enn önnur
púður. Ég ákvað því að fá einungis
bestu vöruna frá hverri verk-
smiðju fyrir sig, þrátt fyrir að það
sé dýrari leið til framleiðslu. Aftur
á móti er það eitt af því sem fólki
líkar hvað best við vörurnar frá
okkur að það veit að við erum með
mjög góðar vörur. Samt seljum við
þær alls ekki svo dýru verði,“
segir Mika og bætir því við að
mikið sé hlustað á þarfir og óskir
viðskiptavinanna. „Við reynum að
fara eftir þeirra þörfum eins mikið
og við getum. Til dæmis kom einu
sinni kona í búðina til okkar og var
með augnblýant frá sjöunda ára-
tugnum meðferðis. Blýanturinn
var í mjög sérstökum lit og hana
langaði í nýjan svoleiðis blýant.
Við áttum hann ekki til en ákváð-
um að framleiða augnblýanta í
þessum sama lit og nú fær hún
slíkan blýant á hverju ári og er
hæstánægð. Reyndar hefur þessi
tiltekni litur selst virkilega vel
síðan. Við reynum að hafa sem
fjölbreyttast úrval af litum svo við
séum ekki að stýra viðskiptavin-
um okkar inn á ákveðna liti þannig
að allir séu eins. Við viljum gefa
þeim færi á að velja sér það útlit
sem þeim líkar.“
Hugsjónamaður
Mika segir það ótrúlega tilfinn-
ingu að sjá fyrirtækið sitt stækka
svo ört á skömmum tíma en tíminn
hafi liðið alveg ótrúlega hratt á
þessum tíu árum. „Ég er ofboðs-
lega þakklátur þeim sem hafa
trúað á hugmyndirnar mínar í öll
þessi ár og stutt mig. Án þeirra og
fólksins sem starfar í verslunun-
um hefði þetta aldrei gengið upp.“
Upphaflegt plan hjá Mika var
að opna fleiri búðir en eina og hann
segir að hann hefði verið hæst-
ánægður með tvær. „Eftirspurnin
varð síðan svo mikil að búðunum
hefur fjölgað ört síðan. Þá er ég
með langa lista af fólki sem vill
opna verslanir úti um allan heim.
Það er hins vegar meira en að
segja það að fá leyfi til að opna
verslun undir merkjum Make Up
Store enda fá þeir eingöngu leyfi
sem virkilega lifa fyrir snyrtivör-
urnar. Sjálfur hef ég aldrei hugsað
um Make Up Store sem gróðaleið
heldur er það hugsjón hjá mér að
framleiða vöruna og það er mér
mjög mikilvægt.“
Mörg fyrirtæki hafa boðið í
Make Up Store á undanförnum
árum en Mika hefur neitað öllum
tilboðum. „Ég held að ef ég myndi
selja fyrirtækið yrði ég kannski
voða kátur í tvær vikur en síðan
bara lenda í vandræðum með hvað
ég ætti að taka mér fyrir hendur
næst.“ sigridurh@frettabladid.is
Fyrst eftir að Mika lauk námi sem förðunarfræðingur ferðaðist hann um Svíþjóð
til að sjá um tískusýningar og
farða fyrirsæturnar. „Ég ákvað
síðan fyrir sextán árum síðan að
stofna förðunarskóla. Fljótlega
lenti ég í vandræðum með að finna
nægilega góðar vörur fyrir nem-
endurna mína,“ segir Mika en
hann fór þá að sérpanta snyrtivör-
ur frá Bandaríkjunum. „Loks
ákvað ég að framleiða mitt eigið
merki fyrir nemendur mína og
seldi vörurnar úr kjallaranum
heima. Á skömmum tíma fjölgaði
viðskiptavinunum svo hratt að ég
ákvað að opna verslun í miðbæ
Stokkhólms. Mér bauðst að leigja
verslunarhúsnæði til þriggja mán-
aða og þá var bara að hrökkva eða
stökkva.“ Mika segir verslunina
hafa farið hræðilega af stað og
fyrstu vikuna var nánast engin
sala. „Þá fór ég að velta því fyrir
mér hvernig ég gæti aukið áhuga
fólks á vörunni minni og rifjaði
upp að nemendur mínir höfðu oft
spurt um einkakennslu í förðun
fyrir venjulegt fólk sem ekki ætl-
aði sér í förðunarfræði. Ég ákvað
því að prófa að bjóða upp á stutt
námskeið og það gekk svo vel að
fyrstu tvo mánuðina komu 500
manns á námskeiðin,“ segir Mika
og hlær að minningunni.
Aðeins sex mánuðum eftir að
fyrsta verslunin var opnuð réðst
Mika í að opna aðra í Stokkhólmi.
„Ég vissi að ef ég ætlaði að koma
vörunni almennilega á framfæri
þyrfti ég að hafa fleiri en eina búð.
Útrás úr
kjallaranum
ÓTRÚLEG VELGENGNI Mika Liias opnaði fyrstu Make Up Store verslunina í Stokkhólmi fyrir tíu árum síðan. Í lok þessa árs verða
þær orðnar fleiri en hundrað.
Svíinn Mika Liias fagnar um þessar mundir tíu
ára afmæli snyrtivörulínu sinnar Make Up Store
sem fæst nánast um allan heim í dag. Sigríður
Hjálmarsdóttir ræddi við Mika þegar Make Up
Store opnaði í Kringlunni nýverið og spurði hann
um þessa hröðu þróun undanfarinna tíu ára.
Á dögunum var opnuð
Make Up Store verslun
í Kringlunni og má
þar finna ótrúlegustu
snyrtivörur í öllum
regnbogans litum.
Hreinsar loftið í gegnum vatn og
gefur frá sér raka. Margar teg.
ilmefna. Einnig lyktareyðir sem
fjarlægir t.d. tóbakslykt og matarlykt
������������������
��������������������
�������������������
NÝTTNÝT
T
enginn filter
frí heimsending
�����������������������
�����������