Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 85

Fréttablaðið - 30.09.2006, Síða 85
LAUGARDAGUR 30. september 2006 49 Ljósmyndarinn Chris Niedenthal hefur getið sér gott orð sem víða um heim og í dag verður opnuð sýn- ing á verkum hans í Ljósmynda- safni Reykjavíkur. Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var meðal annars svæðisljósmynd- ari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn en hann ólst upp í London. Hann hreifst strax af Póllandi og hóf á unglings- árum að taka myndir af því sem fyrir augu bar þegar hann ferðaðist þangað með foreldrum sínum. Hann hóf nám í London College of Print- ing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn stað- ur þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegn- um sínum. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökun- um Samstöðu og öllum þeim þjóð- félagsbreytingum sem fylgdu í kjöl- farið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 – 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnis- burður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki her- vald né hugmyndafræði kúga sig. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólks- ins í landinu, sýna tíma umbreyt- inga, sýna samfélag sem með bar- áttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélags- breytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjör- breyttu þjóðfélagi. Sýningin er opin 12-19 virka daga og 13-17 um helgar en hún stendur til 19. nóvember. Sýningin er hluti af dagskrá pólskrar menn- ingarhátíðar sem stendur yfir í Reykjavík og á Ísafirði dagana 28. september - 1. október að frum- kvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Á morgun kl. 15 mun Niedenthal halda fyrirlestur um verk sín í sýn- ingarsal Ljósmyndasafns Reykja- víkur í Grófarhúsi við Tryggva- götu. Pólland fortíðarinnar VERKAMENN Í LENÍN-SKIPASMÍÐASTÖÐINNI Í GDANSK 1988 Verkfall þeirra leiddi að lokum til frjálsra kosninga í Póllandi árið 1989. MYND/CHRIS NIEDENTHAL Myndlistarsýning Guðmundar Karls Ásbjörnssonar í sýningarsal Orkuveitunnar, Gallerí 100°, við Bæjarháls í Reykjavík verður framvegis einnig opin á laugar- dögum vegna mikillar eftirspurn- ar. Landslagsmálverk Guðmund- ar Karls sýna íslenskt en á köflum draumkennt landslag þar sem lit- róf náttúrunnar nýtur sín fagur- lega. Guðmundur Karl er búsett- ur í Þýskalandi en kveðst oft hugsa heim enda sé íslensk náttúra honum stöðugur innblástur. Sýningin var opnuð 4. septemb- er síðastliðinn og er opin milli 8.30-16 virka daga og frá 13-17 um helgar. Íslenskur landslagsinnblástur GUÐMUNDUR KARL ÁSBJÖRNSSON MYNDLISTARMAÐUR Sýnir landslagsmyndir innblásnar af íslenskri náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAUSTBÓKAMARKAÐUR SKJALDBORGAR MÖRKINNI 1 Barnabækur, fræðslubækur fyrir börn og unglinga, unglingabækur, skáldsögur, handbækur, dulræn efni, ævisögur, krossgátublöð og margt fleira. Allir sem versla fá gjafabók Haustbókamarkaður Skjaldborgar er upplagður grundvöllur fyrir jólagjafakaup eða einfaldlega gott tækifæri til að komast í paradís bókaormsins. Opið virka daga 9-17, nema fimmtudag 9-20, laugardaga 10-17 og sunnudaga 12-16.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.