Fréttablaðið - 10.10.2006, Side 50

Fréttablaðið - 10.10.2006, Side 50
■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■22 Vinnuvélar eru flottar. Þær eru öflugar og töff og maðurinn undir stýri hefur gjörsamlega heiminn á valdi sínu þá stund sem hann stjórnar tækinu upp og niður, til hægri og vinstri. Vinnuvélar koma líka vel út í kvikmyndum, sérstak- lega þegar um hasarmyndir er að ræða, háa tónlist og bandbrjálað illmenni. Ef það er töff í Holly- wood þá er það töff alls staðar. Frægðarstjarna vinnuvélanna Einn frægasti valtari í bíómynd er í A Fish Called Wanda þegar Ken, leikinn af Michael Palin, valtar yfir Otto, leikinn af Kevin Kline. Ástæðan er einföld – Kevin gleypti fræga fiskinn hans Kens og drap þar af leiðandi fiskinn og þurfti Otto að gjalda fyrir ódæðið. Ekki beint mikið hasaratriði en fyndið er það og því geta vinnuvélar alveg verið fyndnar líka. Í Die Hard III leikur Jeremy Irons illmennið og hryðjuverkamanninn Simon Gruber sem hinn geðþekki John McClane, leikinn af Bruce Willis, þarf að berjast við. Í aðal- ráninu í myndinni er notast við ansi marga og stóra vörubíla sem magna upp illskuna í Simon og félögum. Og þegar talað er um vörubíla þá má ekki gleyma Terminator-myndunum, hvort sem það er I, II, III. Í hverri einustu mynd er að finna einhvern rosalegan trukk sem þjónar alltaf sínum tilgangi, að drepa vélmenni eða bjarga fólki. Þannig að trukkar eru ekki alslæmir heldur geta bjargað ýmsu á ögurstundu. Í kvikmyndinni Aliens er að finna ansi nútímalega vinnuvél. Ellen Ripley, leikin af Sigourney Weaver, fer inn í tryllitækið sem býr yfir fjórum örmum eins og mannvera. Ripley nær að stjórna örmunum af mikilli list og berst hatrammri baráttu við geimveruna sem virðist elta hana þangað til hún deyr. Já, það er aldeilis gott að hafa vinnuvélapróf. „Cop Killers“, eða löggumorðingjar, heita kúlurnar sem vondi karlinn Jack Travis, leikinn af Stuart Wilson, notar til að drepa löggur í myndinni Lethal Weapon III. Hann er sjálfur spillt lögga en þessar löggukúlur hafa þann eiginleika að komast í gegnum skotheld vesti. Í einu atriða myndarinnar mætir Travis löggunum tveimur Riggs og Murtaugh, Mel Gibson og Danny Glover, og ætlar að drepa þá með beltagröfu og stórri skóflu. En það sem Travis veit ekki er að löggurnar hafa reddað sér „Cop Killers“ kúlunum og ná að sjá við illmenninu. Og réttlætið sigrar enn á ný. Það má ekki alveg gleyma fyndnu vinnu- vélaatriðunum en þau eru ógleymanleg í Austin Powers: The Spy Who Shagged Me. Austin sjálfur, leikinn af Mike Myers, byrjar á því að valta yfir öryggisvörð, mjög hægt, vægast sagt. Síðan festir hann sig karlinn, og reynir að bakka út úr þröngum aðstæð- um sem gengur ekki sem skyldi. Í kvikmyndinni Convoy er fylgst með eins konar uppreisn trukkanna. Rubber Duck, leikinn af Kris Kristofferson, leiðir þessa uppreisn þar sem vörubílstjórar í Bandaríkj- unum mynda langa röð af trukkum til að hefna sín á ansi óliðlegum lögregluforingja. Myndin er byggð á samnefndu kántrílagi eftir C.W. McCall. Kannski var hann mikill trukkamaður? 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.