Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 50
■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■22 Vinnuvélar eru flottar. Þær eru öflugar og töff og maðurinn undir stýri hefur gjörsamlega heiminn á valdi sínu þá stund sem hann stjórnar tækinu upp og niður, til hægri og vinstri. Vinnuvélar koma líka vel út í kvikmyndum, sérstak- lega þegar um hasarmyndir er að ræða, háa tónlist og bandbrjálað illmenni. Ef það er töff í Holly- wood þá er það töff alls staðar. Frægðarstjarna vinnuvélanna Einn frægasti valtari í bíómynd er í A Fish Called Wanda þegar Ken, leikinn af Michael Palin, valtar yfir Otto, leikinn af Kevin Kline. Ástæðan er einföld – Kevin gleypti fræga fiskinn hans Kens og drap þar af leiðandi fiskinn og þurfti Otto að gjalda fyrir ódæðið. Ekki beint mikið hasaratriði en fyndið er það og því geta vinnuvélar alveg verið fyndnar líka. Í Die Hard III leikur Jeremy Irons illmennið og hryðjuverkamanninn Simon Gruber sem hinn geðþekki John McClane, leikinn af Bruce Willis, þarf að berjast við. Í aðal- ráninu í myndinni er notast við ansi marga og stóra vörubíla sem magna upp illskuna í Simon og félögum. Og þegar talað er um vörubíla þá má ekki gleyma Terminator-myndunum, hvort sem það er I, II, III. Í hverri einustu mynd er að finna einhvern rosalegan trukk sem þjónar alltaf sínum tilgangi, að drepa vélmenni eða bjarga fólki. Þannig að trukkar eru ekki alslæmir heldur geta bjargað ýmsu á ögurstundu. Í kvikmyndinni Aliens er að finna ansi nútímalega vinnuvél. Ellen Ripley, leikin af Sigourney Weaver, fer inn í tryllitækið sem býr yfir fjórum örmum eins og mannvera. Ripley nær að stjórna örmunum af mikilli list og berst hatrammri baráttu við geimveruna sem virðist elta hana þangað til hún deyr. Já, það er aldeilis gott að hafa vinnuvélapróf. „Cop Killers“, eða löggumorðingjar, heita kúlurnar sem vondi karlinn Jack Travis, leikinn af Stuart Wilson, notar til að drepa löggur í myndinni Lethal Weapon III. Hann er sjálfur spillt lögga en þessar löggukúlur hafa þann eiginleika að komast í gegnum skotheld vesti. Í einu atriða myndarinnar mætir Travis löggunum tveimur Riggs og Murtaugh, Mel Gibson og Danny Glover, og ætlar að drepa þá með beltagröfu og stórri skóflu. En það sem Travis veit ekki er að löggurnar hafa reddað sér „Cop Killers“ kúlunum og ná að sjá við illmenninu. Og réttlætið sigrar enn á ný. Það má ekki alveg gleyma fyndnu vinnu- vélaatriðunum en þau eru ógleymanleg í Austin Powers: The Spy Who Shagged Me. Austin sjálfur, leikinn af Mike Myers, byrjar á því að valta yfir öryggisvörð, mjög hægt, vægast sagt. Síðan festir hann sig karlinn, og reynir að bakka út úr þröngum aðstæð- um sem gengur ekki sem skyldi. Í kvikmyndinni Convoy er fylgst með eins konar uppreisn trukkanna. Rubber Duck, leikinn af Kris Kristofferson, leiðir þessa uppreisn þar sem vörubílstjórar í Bandaríkj- unum mynda langa röð af trukkum til að hefna sín á ansi óliðlegum lögregluforingja. Myndin er byggð á samnefndu kántrílagi eftir C.W. McCall. Kannski var hann mikill trukkamaður? 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.