Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 24.10.2006, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. október 2006 3 Meira vinnst með blíðu en stríðu Mæður sem sigla á móti straumnum. Mannfræðingurinn Meredith F. Small hefur rannsakað hvers vegna við ölum börnin okkar upp eins og við gerum og leggur til að við endur- skoðum menningarbundin viðhorf okkar til barna og uppeldis. Hér eru nokkrar tilvitnanir í bók hennar „Our Babies, Ourselves“. Lengst af í sögu mannkyns hafa börn verið borin í sjali af móður. Þannig fá börn líkamlega nánd, gott útsýni og taktfasta hreyfingu sem er notaleg og sefandi. Í öllum menningarsamfélögum, nema iðnaðarsamfélögum Vestur- landa, sofa börn í sömu herbergj- um og fullorðnir og yfirleitt í sama rúmi. Aðeins á Vesturlöndum eru unga- börn langtímum saman án líkam- legrar nálægðar við umönnunar- aðila – t.d. í kerrum og rúmum. Vestræn menning á villigötum Í öllum menningarsamfélögum, nema iðnaðarsamfélögum Vesturlanda, sofa börn í sömu herbergjum og fullorðnir. Náttúrubörn er mjög athyglis- verður umræðuvettvangur á veraldarvefnum þar sem íslenskar mæður bera saman bækur sínar um uppeldi og umönnun barna sinna. Þetta eru vel menntaðar og meðvit- aðar konur sem sætta sig ekki við ríkjandi viðhorf til barna og hafna þeim hörkulegu uppeldis- aðferðum sem haldið er að þeim. Þær treysta á móðureðlið og innsæið og leyfa sér að fylgja hjartanu. Við skulum grípa niður í skrif þeirra á spjallþræði Yahoo – Náttúru- börn. Brynhildur skrifar um fjöl- skyldurúmið: „Jiiih hvað ég er spennt að spjalla meira við ykkur stelpur! Hér virðist vera samansafn vel gefinna kvenna sem eru að auki afskaplega skynsamir upp- alendur. Ég er að lesa smátt og smátt póstana hér inni og hef mjög gaman af. Finnst alveg stórmerkilegt að „mín uppeldisaðferð“ eigi sér svona fínt nafn „Attatchment Parenting“, hafði ekki hug- mynd um það fyrr en fyrir örfáum dögum. Eins og ég sagði hér í fyrr þá er ég algjör brjóstakelling, börnin mín eru mikið uppí hjá mér og við sofum öll í sama herbergi ...“ Sædís skrifar um vond ráð frá góðu fólki: „ ... Ég var lengi að átta mig á „mjúkum“ aðferðum í uppeldismál- um, því miður... Þegar ég átti son minn fylgdi ég bara þeim ráðum sem mér voru gefin. Ég svaf aldrei með hann uppí, enda var það víst stórhættulegt barninu og auk þess var það „leiðindaávani“. Þessu var ég sammála strax án þess að kynna mér það betur. Ég þorði ekki að hafa hann á brjósti nema í 6 mánuði – annars myndi hann aldrei geta hætt á brjósti án rosalegrar fyrirhafnar og mjög mikillar hörku. Svo var talað um ofdekur, mjólkin næringarlaus eftir 6 mánuði og fleira í þeim dúr. Ég notaði hvorki sling né önnur tæki til að bera hann, varaðist að halda of mikið á honum svo hann vendist því ekki.“ Rúna skrifað m.a. um afstöðuna til heimavinnandi húsmæðra: „Ég fékk góðan málshátt í páskaegginu hennar Sonju „Meira vinnst með blíðu en stríðu“ – það er einmitt þessi hugsun sem ræður ríkjum í hennar uppeldi. Mínar aðferðir samræmast samt engan veginn „nútíma-uppeldisháttum“ eins og þið vitið... maður er svo innilega að synda á móti straumnum... Frænka mín spurði mig hvort ég væri orðin alveg rugluð þegar ég sagðist ætla að gefa Sonju lengri tíma heima, hvort ég ætlaði að enda heima með rúllur í hárinu og hundfúl alla daga...! Takk fyrir að vera til :) Bestu kveðjur Rúna.“ Efni af spjallþræðinum: http://groups.yahoo.com/group/natturuborn/ Sædís heldur áfram og nú lýsir nú endurnýjuðum kynnum sínum við soninn: Þegar ég fór að kynna mér AP (tengslauppeldi) sá ég hversu illa ég hafði farið að ráði mínu og smátt og smátt fór ég að endurnýja kynni okkar sonar míns ef svo má kalla. Ég ákvað að leyfa mér að gefa af mér ótakmarkaðan kærleika. Næturnar voru yndislegar! Við kysstumst og knúsuðumst, föðmuðumst, horfðum í augun á hvoru öðru – vorum bæði hálfsvefnlaus alltaf eftir nóttina, alveg funheitt ástarsamband í gangi:) Fyrir um viku síðan kom svo algert gegnumbrot, einn daginn var hann bara breyttur! Og á þess- ari rúmu viku hefur honum farið rosalega mikið fram í tali og öðrum þroska! Ég er rosa stolt af litlu fjölskyldunni minni :) Hlakka til í að heyra frá ykkur görlís (kannski eru einhverjir feður á meðal okkar líka?).“ UPPSKRIFT EINGÖNGU UNNIN ÚR JURTUM Með GREEN PEEL herbal peeling, upprunalegu aðferðinni sem Dr. Christine Schrammek þróaði. Green peel er vísindalega þróuð aðferð til að aðstoða við endurnýjun húðarinnar, algerlega unnin úr jurtum, notuð af snyrti- fræðingum og læknum víðsvegar í heiminum. ÁRANGUR Í 35 ÁR VEGNA MEðFERðAR Á: Óhreinni húð Stækkun svitahola Ótímabærrar öldrunar á húð Hrukkum Örum Húðslits Appelsínuhúð Minnkandi sveigjanleika húðar á maga, upphand- leggjum og lærum Ný húð Á aðeins 5 dögum! Kosmetik S t ó r h ö f ð i 1 7 R Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fl eiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfi ð lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf. Lyfi ð ekki ætlað á meðgöngu / brjóstagjöf án samráðs við lækni. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjál- parefnanna eiga ekki að nota lyfi ð.Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. lægra verð Apótekið Hagkaupum, Skeifunni 15 108 Reykjavík Hólagarði, Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík Grafarvogi, Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Hagkaup, Furuvöllum 17, 600 Akureyri APÓTEKIÐ OG NICOTINELL 10 ÁRA 20% afsláttur af öllum vörum frá Nicotinell í Apótekinu Í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan Nicotinell kom á markaðinn á Íslandi og 10 ár eru liðin síðan fyrsta Apótekið tók til starfa eru allar Nicotinell vörur á 20% afmælisafslætti í verslunum Apóteksins. S tö kk t að utan M júkt að inn an 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.