Fréttablaðið - 24.10.2006, Side 53

Fréttablaðið - 24.10.2006, Side 53
ÞRIÐJUDAGUR 24. október 2006 29 Í vikulok verður frumsýning í Þjóðleikhúsinu á verki sem til- einkað er skrautlegri söngkonu. Á miðvikudagskvöld verða liðin 62 ár frá tónleikum Florence Foster Jenkins í Carnegie Hall í New York, en henni er leiksýn- ingin helguð. Florence var kölluð versta söngkona allra tíma. Hún var samt afar vinsæll skemmtikraft- ur í New York á sínum tíma þar sem hún skemmti á Carlton-Ritz hótelinu þar í borg. Á ferli sínum hélt Jenkins aðeins þessa einu tónleika í Carn- egie Hall 25. október 1944 fyrir troðfullu húsi en hún lést mánuði síðar. Tónleikar Florence voru mikið augnayndi því hún hannaði sjálf ofhlaðna og skrautlega búninga sína og skipti oft um á hverju kvöldi. Blóm voru í uppáhaldi hjá henni og því hefur Þjóðleikhúsið ákveðið að hafa forsýningu á verkinu sem henni er helgað og bjóða til hennar konum sem heita blómanöfnum. Frumsýningin er á föstudag en verkið heitir Stór- fengleg og er Ólafía Hrönn Jóns- dóttir þar í aðalhlutverki. Þeir sem gefa sig fram við miðasölu og uppfylla skilyrðin geta fengið að sitja á æfingu á annað kvöld sem hefst kl. kl. 20. Til að upp- fylla jafnréttiskröfur eru Burkn- ar velkomnir. -pbb Lilja, Sóley og Burkni ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Fer með hlutverk söngkonunnar stór- fenglegu og mun verkið ekki síst valið vegna hæfileika hennar sem söngkonu og gamanleikkonu. Jazzklúbburinn Múlinn er að hefja sitt tíunda starfsár. Klúbb- urinn hefur farið víða um Reykja- víkursvæðið á þessum áratug sem hann hefur verið starfandi og hafa djassgeggjarar mátt hafa sig allan við að finna nýja við- komustaði klúbbsins. Fyrstu tón- leikar vetrarins verða á fimmtu- dagskvöldið í glænýjum stað, DOMO Bar, Þingholtsstræti 5, en þar verður starfræktur notaleg- ur tónlistarklúbbur í kjallaran- um. Þar var áður pappírsgeymsla Ísafoldarprentsmiðu. Hefjast tónleikarnir kl. 21. Átta tónleikar eru á dagskrá vetrarins, sem er að vanda bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt djasslíf og eiga allir straumar og stefnur heima í Múlanum. Á fyrstu tónleikunum leikur hljómsveit Tómasar R. Einars- sonar en hana skipa auk kontra- bassaleikarans Tómasar þeir Óskar Guðjónsson saxófónleik- ari, Samúel J. Samúelsson básúnuleikari, Kjartan Hákonar- son trompetleikar, Ómar Guð- jónsson gítarleikari og Matthías M.D. Hemstock trommu- og slag- verksleikari. Auk þeirra má eiga von á fleira slagverksfólki. Efnisskráin er að stærstum hluta efni af nýjum geisladiski Tómasar, Romm Tomm Tomm, sem hann tók upp í Reykjavík og Havana í vor. Hljómsveit Tómasar lék í síð- ustu viku á þrennum tónleikum í Moskvu og var hinum íslenska latíndjassi þeirra félaga afbragðs vel tekið, en þess má geta að tón- leikar þeirra á Le Club, helsta djassklúbbi Moskvuborgar, voru hljóðritaðir og aldrei að vita nema Íslendingar fái að heyra þá síðar. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistar- manna (FÍH), Jazzvakningar og Heita pottsins. Klúbburinn er kenndur við Jón Múla Árnason, sem var heiðursfélagi og vernd- ari Múlans. - pbb Tómas og hljóm- sveit í Múlanum TÓMAS EINARSSON, BASSALEIKARI, TÓNSKÁLD OG HLJÓMSVEITARSTJÓRI Nú eru íslenskir djassarar enn teknir að sækja í austurveg líkt og Haukur Morthens gerði með sitt djasskombó á Heimsmót æskunnar 1958. VILTU VIN NA SÁ SEM SVARAR 2 SPURNINGUM HRAÐAST FÆR 500.000!* BT ÆTLAR AÐ GEFA 500.000 KR. ÚTTEKT! SENDU SMS BT BTF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 500.000KR*. VIÐ SENDUM ÞÉR SPURNINGAR SEM ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ BT A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. 10 HVERVINNUR! *S á se m v in n u r 5 00 .0 00 kr fæ r e in n d ag t il að k au p a sé r v ö ru r í v er sl u n u m B T. L ei kn u m lý ku r 1 6. n ó ve m b er 2 00 6 kl 2 4: 00 V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g u . M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . E f þ að t ek u r þ ig le n u r e n 5 m ín a ð s va ra s p u rn in g u þ ar ft u a ð b yr ja le ik in n a ft u r.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.