Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 6

Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 6
Kjósum unga konu til áhrifa Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir býður sig fram í 6. sæti i prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, 11. nóvember nk. Bryndís Ísfold 6. sæti kynntu þér stefnumál in á www.bryndisisfold.com Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska rík- isins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eig- inlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfir- lýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Vík- ingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaup- verðið á grundvelli upplýsinga- laga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hug- myndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Sam- skiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breyting- um. Íslandspóstur er með einka- leyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einka- leyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýs- ingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstakl- inga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðar- hugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skil- greindur, samkvæmt samþykkt- um félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyr- irtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfs- maður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnar- formaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Odds- son, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Kaup Íslandspósts á Samskiptum umdeild Sigurður Kári Kristjánsson segir kaup Íslandspósts á prentfyrirtækinu Samskipt- um óþörf og til þess fallin að þenja út starfsemi ríkisins að óþörfu. Kaupin eru hluti af framtíðaráformum Íslandspósts, segir forstjóri fyrirtækisins. Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Heildarlaun karla sem eru félagar innan Starfs- greinasambandsins eru að meðaltali rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann í haust. Meðalvinnutími hjá fólki í fullu starfi er ríflega 51 stund á viku og hefur vinnustundum fjölgað um eina á viku frá árinu 1998 en vinnutími hefur almennt styst um tvær stundir. Þetta kemur fram á heimasíðu Starfs- greinasambandsins. Meðalheildarlaun fólks í fullu starfi eru 245 þúsund krónur, eða 276 þúsund hjá körlum og 194 þúsund hjá konum. Karlar vinna að meðaltali 55,3 stundir á viku en konur um tíu stundum minna, eða 44,6 stundir. Meðalyfirvinnustundir á landinu öllu eru ríflega ellefu stundir á viku. Karlar með 42 prósenta hærri laun en konur Í gær var verkefna- styrkur Félagsstofnunar stúdenta afhentur. Það var Sigurvin Jónsson sem hlaut styrkinn fyrir kjörsviðsritgerð sína til embætt- isprófs í guðfræði. Ritgerðin ber titilinn ¿Jesúhefðin og hin himneska sófía: Eðli og birting spekinnar í Jakobsbréfi, Ræðu- heimildinni og gyðing-kristnum bókmenntum í ljósi hellenískra og gyðinglegra spekihefða.¿ Sigurvin fékk verkefnastyrk Vilt þú að Landsvirkjun verði einkavædd? Eru jólainnkaup hafin á þínu heimili? Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálf- stæðisflokksins á fundi á mánu- dagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Vald- órsson starfsmaður Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var upp- færð fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðnings- menn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var ein- ungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakan- ir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýver- ið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunn- ugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í raun- inni. Svo virðist vera að flokks- skráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“ Fundað um flokksskrár Sjálfstæðisflokks Verkalýðsfélag Akraness telur að rúmlega 174 þúsund krónur vanti upp á að laun pólsks verkamanns nái þeim lágmarkslaunum eftir þriggja mánaða vinnu. Félagið hefur að undanförnu verið að aðstoða Pólverjann við að leita réttar síns hjá fyrirtækinu. Pólverjinn leitaði ekki til félagsins fyrr en eftir að hann hætti störfum hjá fyrirtækinu af ótta við að missa vinnuna. Í frétt á vef félagsins kemur fram að vinnuveitandinn hafi fallist á að greiða Pólverjanum að fullu en hann hafi áður talið sig vera að gera vel við hann. Pólverji fær greitt að fullu Dýraverndunarsam- tökin WSPA í Bretlandi nota nú eBay-uppboðsvefinn til að safna fé til að kaupa einni langreyði líf af þeim níu sem leyft hefur verið að veiða. Þetta kemur fram á vef samtakanna sem hafa komist að því að hvalslíf kostar tæpar þrettán milljónir króna sé miðað við verð á hvalaafurðum á heimsmarkaði. Einnig kemur fram á heima- síðu samtakanna að ef ríkisstjórn Íslands vill ekki ganga til samninga verði fénu varið til baráttunnar gegn hvalveiðum, hvar sem hennar er þörf. Ekki ætla samtökin aðeins að bjarga einum hval heldur eins mörgum og söfnunarféð gefur tilefni til í framtíðinni. Safna fé á Ebay til kaupa á hval Á borgarráðsfundi í gær lögðu fulltrúar Samfylkingar- innar fram bókun um að borgar- stjóri Reykjavíkur hafi selt hlut borgarinnar í Landsvirkjun fyrir óviðunandi verð. En hluturinn var seldur miðað við að heildarverð- mæti fyrirtækisins væri 61 millj- arður. Samkvæmt verðmætamati sem ParX, viðskiptaráðgjöf IBM, vann var heildarverðmæti fyrirtækis- ins hins vegar um 91 milljarður. Verðið sem Reykjavíkurborg seldi hlutinn á miðast því við að verðmætamat fyrirtækisins sé 30 milljörðum lægra en samkvæmt verðmætamatinu. Kaupverðið er nánast það sama og rætt var um í samningaviðræðum borgarinnnar og ríkisins þegar slitnaði upp úr þeim síðastliðinn janúar. Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi, oddviti Samfylkingarinn- ar í borgarráði, segir að í janúar hafi allir kjörnir borgarfulltrúar verið sammála um að þeir rúm- lega 25 milljarðar sem ríkið vildi greiða fyrir hlutinn, sem byggt var á því mati að heildarverðmæti fyrirtækisins væri 61 milljarður, væri of lágt verð. Nú hefur Reykjavíkurborg selt hlutinn fyrir það verð án þess að tekið hafi verið mið af 91 milljarðs verð- mætamatinu. ,,Okkur óraði ekki fyrir því að borgarstjóri myndi ekki taka mið af nýju verðmætamati og selja hlutinn á verði sem er fjarri því að vera ásættanlegt,“ segir Dagur. Fyrirspurnir fulltrúa Samfylk- ingarinnar verða teknar fyrir á borgarráðsfundi í næstu viku. Ekki tekið mið af 91 milljarðs verðmætamati

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.