Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 8
 Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, er óskoraður leiðtogi framsóknar- manna í Suðvesturkjördæmi. Hún gefur ein kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir þingkosning- arnar í vor en valið verður á list- ann á auka kjördæmisþingi á laug- ardag. Það má heita táknrænt fyrir styrk og stöðu Sivjar að þingið er haldið í heimabæ hennar, Seltjarn- arnesi. Baráttan um annað sætið er á hinn bóginn hörð og eftir því sækj- ast Gísli Tryggvason, Samúel Örn Erlingsson, Una María Óskars- dóttir og Þórarinn E. Sveinsson. Una og Þórarinn hafa bæði verið varaþingmenn og tekið sæti á Alþingi. Gísli hefur starfað innan Framsóknarflokksins undanfarin ár en Samúel vakti fyrst athygli í stjórnmálum þegar hann tók þátt í prófkjöri framsóknarmanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi í vor. Kosningin fer þannig fram að kosið er í hvert sæti fyrir sig og þarf fimmtíu prósent atkvæða til að hljóta sætið. Um 380 eiga rétt til setu á þing- inu og bárust fulltrúaskrár fram- bjóðendum í byrjun viku. Hafa þeir varið vikunni í að kynna þing- fulltrúum stefnumál sín og kosti. Siv Friðleifsdóttir er eini þing- maður Framsóknarflokksins í Suð- vesturkjördæmi en Páll Magnús- son er fyrsti varamaður hennar þetta kjörtímabilið. Siv hefur setið á þingi síðan 1995, fyrst í Reykjaneskjördæmi. Sátt um Siv í fyrsta sætinu í Kraganum Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi ganga frá framboðslista sínum á auka kjördæmisþingi á laugardag. Siv Friðleifsdóttir sækist ein eftir fyrsta sætinu en fjórir vilja annað sætið. Framsóknarmenn eiga eitt þingsæti í kjördæminu. Hvað heitir hverfisbúðin í Skipasundi sem átti 75 ára afmæli á miðvikudaginn? Hvað heitir nýja bókin hans Arnalds Indriðasonar? Hvaða íslenski listamaður seldi verk fyrir 18 milljónir króna á uppboði hjá Christie´s í London á þriðjudaginn? Tveir fórust þegar sænskt fraktskip sökk í aftakaveðri á Eystrasalti seint á miðvikudagskvöldið. Björgunarmönnum tókst að bjarga þrettán manns um borð í þyrlu, en leit að fjórtánda áhafn- armeðlimnum bar ekki árangur og er hann talinn látinn. Þyrlan flutti alla þá sem bjarg- að hafði verið á sjúkrahús í Kalm- ar í Svíþjóð, og lést einn þeirra þar. Áhöfnin, sem í voru fjórir Svíar og tíu Filippseyingar, stökk í sjóinn þegar skipið, Finnbirch, sökk milli Gautlands og Svíþjóð- ar. Aftakaveður var á svæðinu og náðu öldurnar fimm metra hæð, og gerði ölduhæðin björgunar- mönnum mjög erfitt fyrir. Um 260 tonn af olíu eru um borð og óttast sænska landhelgis- gæslan að olían leki úr skipinu, segir á fréttavef danska blaðsins Politiken. Ekki er ljóst hvað olli því að skipið sökk, en það liggur nú á 70 metra dýpi. „Við getum bara giskað á orsökina, við höfum ekki nægar upplýsingar,“ sagði Jan Larsen, forstjóri Lindholm Shipping, eig- anda Finnbarch. Skipið var á leið frá Helsinki í Finnlandi til Árósa í Danmörku þegar slysið varð. Tveir skipverjar fórust í sjóslysi ARFTAKI HARRY POTTER? Spielberg kvikmyndar - amazon.com „Hrein skemmtun, stanslaust fjör“ – The Times Galdrabók Salómons er horfin og öll veröldin í hættu ef hún kemst í rangar hendur! Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar á heimasíðu samtakanna í gær að breyting Ríkis- útvarpsins í opinbert hlutafélag muni valda því að veruleg röskun verði á íslenskum fjölmiðlamarkaði í heild. Vilhjálmur segir að þó að sérstaklega sé kveðið á um fjár- hagslegan aðskilnað á milli útvarps- þjónustu í almannaþágu og annars reksturs, sé það ekki líklegt til árangurs vegna þess að skilgrein- ingin sé svo rúm að hún nái yfir langstærstan hluta starfseminnar. „Því er hætt við að mjög þrengi að keppinautum Ríkisútvarpsins og það fái algjöra yfirburði á markaðn- um,“ segir Vilhjálmur. Ef frumvarpið verður að lögum óbreytt, segir Vilhjálmur að fram- boð af efni verði fábreyttara og einhæfara en nú, enda muni RÚV fá tæpa þrjá milljarða afhenta fyr- irhafnarlaust frá skattgreiðendum. Á meðan þurfi önnur fyrirtæki að leggja enn stífari mælikvarða á arðsemi á allt sitt efnisframboð og geta tekið takmarkaða áhættu í sínu starfi. „Þess vegna verður aldrei friður um Ríkisútvarpið ohf. í fyrirhugaðri mynd,“ segir Vil- hjálmur og jafnframt að heppi- legra sé að RÚV starfi á sambæri- legum grunni og önnur fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði. RÚV mun fá algjöra yfirburði Sextíu og níu ára gamall stuðningsfulltrúi játaði fyrir rétti í Björgvin í Noregi í gær að hafa kynferðislega misnotað líkamlega fatlaðan mann í sextán ár samfleytt. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten. Hann er sakaður um að hafa notað sér stöðu sína til að verða sér úti um kynlíf með fatlaða manninum, sem er 44 ára. „Þetta var mikið áfall. Hann var sem einn af fjölskyldunni,“ sagði faðir fatlaða mannsins við blaðamenn í gær. Misnotaði fatl- aðan í 16 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.