Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 24

Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 24
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Samtök atvinnulífsins telja að raunverulegt ójafnvægi í utan- ríkisviðskiptum þjóðarinnar sé minna en opinberar hagtölur gefa til kynna. Á síðasta ári samanstóð við- skiptahallinn af 93 milljarða vöruskiptahalla, 31 milljarða halla á þjónustujöfnuði og 37 milljarða halla á jöfnuði þátta- tekna. Síðastnefndi liðurinn hefur vaxið mikið undanfarin ár, vegna mikillar erlendrar lántöku og fjárfestinga erlendis. Undir hann flokkast fjármagnsgjöld og fjármagnstekjur frá útlöndum. Tekjur af erlendum eignum námu 85 milljörðum króna á árinu 2005. Þær skiptust þannig að ávöxtun hlutafjár nam 64 milljörðum og tekjur af öðrum eignum 21 milljarður. Sett í sam- hengi við meðalstöðu eigna á árinu 2005 fæst að ávöxtun var aðeins 4,7 prósent, sem er heldur lágt í ljósi þeirrar velgengni og mikla hagnaðar sem var af starf- semi útrásarfyrirtækjanna á síð- asta ári. SA segja að ein skýringin á þessari lágu ávöxtun sé að vegna varfærinna uppgjörsaðferða myndar stór hluti þessara eigna mjög litlar tekjur í greiðslujöfn- uði. Ef þáttatekjurnar væru skil- greindar þannig að gengishækk- un hlutabréfa og hlutabréfasjóða væri talin til tekna í uppgjörinu, og af varfærini gert ráð fyrir tíu prósenta hækkun erlendra hluta- bréfa í eigu Íslendinga, þá hefði viðskiptahallinn ekki talist vera 160 milljarðar króna í fyrra held- ur hundrað milljarðar. Viðskiptahallinn ofmetinn? SA segja gengishækkanir hlutabréfa í útlöndum í fyrra draga úr hallanum. Verðmæti hlutabréfa FL Group í Glitni eru metin á 97 milljarða króna eftir að FL jók hlut sinn í bankanum í vikunni. Nemur eign- arhluturinn nú um 29 prósentum en var um tíu prósent í ársbyrj- un. FL Group hefur enn fremur verið duglegt að kaupa bréf í Mosaic Fashions, móðurfélagi tískuverslanakeðja, að undan- förnu. Félagið situr nú í fimmta sæti stærstu hluthafa Mosaic með 4,4 prósenta hlut. Kaupin þurfa ekki að koma á óvart, enda er FL í hópi stærstu fjárfesta á innanlandsmarkaði. Félagið er stærst í Glitni, næst- stærst í Straumi-Burðarási og meðal sex stærstu eigenda í Alfesca, Dagsbrún, Össuri og Mosaic samkvæmt hluthafalista sem birtur er á heimasíðu Kaup- hallarinnar. FL eykur við sig í Glitni og Mosaic Hluturinn í Glitni metinn á tæpa 100 milljarða. Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um nærri 3,3 milljarða króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og stóð hagn- aður í stað á milli ára. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins hagnað- ist Storebrand um 11,7 milljarða króna fyrir skatta sem er um tíu prósenta aukning frá 2005. Kaupþing er með tæplega átta prósenta hlut í Storebrand en ætla má að Íslendingar séu stór- tækari en það. Rekstrartekjur samstæðunn- ar námu tæpum níutíu milljörð- um á tímabilinu. Storebrand starfrækir ekki einvörðungu hefðbundna banka- starfsemi heldur einnig líftrygg- ingastarfsemi og eignastýringu. Af einstökum sviðum myndast stærstur hluti hagnaður af líf- tryggingum. Óbreyttur hagnaður Storebrands Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða óbreytt- ir um sinn 14 prósent. Bankinn kynnti ákvörð- un sína í gærmorgun um leið og kynnt var efnahagsrit bankans, Peningamál. Bankinn segir tímasetningu ríkis- ins í skattalækkunum í mars bagalega og til þess fallna að stuðla að hærra vaxtastigi. „Verðbólguhorfur hafa batnað verulega frá því Seðlabanki Íslands birti síðasta mat sitt,“ segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Bank- inn kynnti í gær ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti, en þeir standa í 14 prósentum. „Verðbólga á þriðja ársfjórð- ungi jókst minna en spáð var í júlí og langtímahorfur eru einnig hag- felldari nú en þá. Þær eru þó enn óviðunandi og kalla á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækk- un stýrivaxta á næstunni eru því ekki raunsæjar,“ bætir hann við. Seðlabankinn hefur ákveðið að vera með aukavaxtaákvörðunar- dag 21. desember næstkomandi og fer eftir þróuninni fram að þeim tíma hvaða ákvörðun verður þá tekin. Greiningardeildir banka hafa spáð því að vaxtahækkunar- ferli bankans sé lokið, en Davíð sagði alls ekki útilokað að hækka þyrfti stýrivexti í desember. Tímasetning nýrra ákvarðana stjórnvalda um að aflétta gjöldum af innfluttum matvælum í mars á næsta ári segir Seðlabankinn óheppilega. Er það mat bankans að stýrivextir þurfi að vera 25 til 50 punktum hærri út tveggja ára spá- tímabil bankans vegna hennar. „Markmið nýkynntra ákvarðana er að auka kaupmátt ráðstöfunar- tekna almennings. Þær ákvarðanir munu hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. Aðgerðirnar draga ekki úr undir- liggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn,“ árétt- ar Davíð og segir bankann jafn- framt á móti því að rýmka á ný heimildir Íbúðalánasjóðs til lán- veitinga. Eins segir Davíð að bank- inn telji að ekki hafi verið tíma- bær ákvörðun hjá stjórnvöldum að draga úr hömlum á útgjöldum rík- isins. Hann segir áhrifin af aðhaldsaðgerðum ríkisins lítil. „Ef þær hefðu staðið þá hefðu þær haft einhver áhrif, en þær stóðu mjög stutt þannig að mjög erfitt er að meta að áhrifin hafi verið önnur en sálfræðileg um tíma.“ Langmikilvægasti óvissuþátt- urinn í spá Seðlabankans um þróun efnahagsmála er að sögn Arnórs Sighvatssonar, aðalhagfræðings bankans, gengi krónunnar, en hann kynnti Peningamál, efnahagsrit bankans. „Land með viðskipta- halla sem nemur fimmtungi af landsframleiðslu á gríðarlega mikið undir vilja erlendra lána- drottna til að fjármagna þennan viðskiptahalla,“ segir hann og bendir á að þótt hratt dragi úr honum verði hallinn enn „ósjálf- bær“ í lok tveggja ára spátímabils bankans, samkvæmt grunnspá. „Verulega aðhaldssamari peninga- stefna en er í stýrivaxtaferlinum sem liggur grunnspánni til grund- vallar myndi auðvitað draga veru- lega úr þessari áhættu,“ segir hann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.