Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 35

Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 35
Á B5 í Bankastræti 5 stendur nú yfir þriggja daga sölusýning á verkum nokkurra af fremstu gullsmiðum Danmerkur. Hópurinn gengur undir nafninu Pieces The Gallerie og samanstendur af fimm gullsmiðum, sem hafa hver um sig vakið töluverða athygli innan jafnt sem utan Danmerkur fyrir skartgripasmíði, sem þykir vera á heimsmælikvarða. Það er til dæmis ekki óalgengt að ljósmyndir náist af Hollywood-stjörnum á borð við Meryl Streep og Sinéad O´Connor, eiginkonu leikarans Jeremy Irons, með skartgripi eftir þá. Í samtali við Fréttablaðið sagði upplýsingafulltrúi hópsins, Annelise Ryberg, að Pieces the Gallerie væri raunverulega aðeins til að nafninu til. Um væri að ræða heimasíðu með sama nafni, www.piecesthe- gallerie.com, sem var stofnuð til að vekja frekari athygli á skartgripasmíði gullsmiðanna, sem væru hver með sjálfstæðan rekstur. Verkin sjálf eru lifandi sönnun á einstakri verk- kunnáttu listamannanna fimm, sem hafa hver sinn einstaka stíl. Bodil Binner hefur einfaldleikann að leiðarljósi við hönnun sinna skartgripa, sem eru eink- um gerðir úr demöntum og gulli. Skartgripum Marianne Dulong mætti lýsa sem klassískum, hráum og íburðarmiklum. Hún notar aðeins hágæðahráefni í smíðina: gull og perlur, dem- anta og aðra fallega steina, sem eru listilega vel bland- aðir saman með einstakri útkomu. Josephine Bergsøe hefur vakið töluverða eftirtekt síðan hún útskrifaðist árið 1989, ekki síst fyrir að hafa hannað skartgripi fyrir kvikmyndirnar House of the Spirits og Open Hearts. Hún segir hönnun sína undir áhrifum af náttúrunni, í öllum sínum ólíku blæbrigð- um. Skartgripir Marlene Juhl-Jørgensen hafa birst á síðum tísku- og glanstímarita á borð við Vogue, Hello og Harper´s Bazaar. Hún hefur verið óhrædd við að fara nýstárlegar leiðir í hönnun sinni og þykir hafa fært tækni sem notuð er við gullsmíði fram til nútím- ans. Jane Kønig hefur sérhæft sig í hönnun skartgripa og fylgihluta sem hafa töluvert verið notaðir á tísku- sýningum. Hún hefur hlotið mörg verðlaun og viður- kenningar á farsælum ferli, með annars hönnunar- verðlaun Kaupmannahafnar, enda þykja skartgripir hennar vera með eindæmum fallegir. Sýning á skartgripum gullsmiðanna stendur aðeins yfir í þrjá daga á B5 eins og áður sagði, eða fram á sunnudag. Það er því um að gera og kíkja á sýninguna enda ekki á hverjum degi sem okkur gefst kostur á að bera slíka listasmíði augum. Gullsmíði í hæsta gæðaflokki SAGA minnkapelsar loðfóðraðar kápur og úlpur - Ný sending Skólavörðustíg 5 • 551 5215 Full búð af nýjum vörum! Skólavörðustíg 4 - 101 Rvk s.551-5050 - www.gulligrjoti.is Athugið langur laugardagur á morgun opið frá 11-16. Svartir reimaðir: 16.450,- Brúnir uppháir: 17.150,- Gylltir spariskór: 15.370,- Svartir spariskór með bandi um ökkla: 13.960,- Svartir spariskór með skarti á tá: 15.960,- Stærðir: 41-45Stærðir: 36-42 HUGO BOSS • BLACKY DRESS • JEAN PAUL • PBO • KAPALUA • OUI • DAMO • BRAX

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.