Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 38
03.11.062 FÖSTUDAGUR [10°] LAUGARDAGUR [8°] SUNNUDAGUR [8°] Tónlist Ég ætla að mæla með geisladisk sem ég fékk að gjöf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra á Ísafirði, fyrir skemmstu. Það er diskur með Villa Valla, rakara frá Flateyri, sem hefur spilað fyrir dansi og djass í meira en sex áratugi. Á disknum Villi Valli sem kom út árið 2000 eru teknar ballöður og djass. Þetta er ég búinn að spila mikið í bílnum undanfarið. Bjarni Ben mælir með... Bók Ég mæli með Flugdrekahlauparanum eftir Khaled Hosseini. Tók þessa bók með mér á ferðalag í sumar eftir að hafa séð lofsamleg ummæli um hana. Hún kom mér skemmtilega á óvart. Frábærlega skrifuð skáldsaga sem gerist að mestu í Afganistan. Skilur mikið eftir sig. Kvikmyndir Hef lítið verið í kvikmyndahúsunum undanfarið en get þó hiklaust mælt með myndinni Börn sem er sú sem ég síðast sá. Ég hef verið að kaupa mér alls konar DVD þátta- og bíómyndaseríur að undanförnu. The Office er stórkostleg sería. Líka gaman af Yes, minister en ég hef líklega mest horft á Trials of life náttúrulífsseríuna með David Attenborough. Hún er hreint út sagt stórkostleg. Mæli með þessu öllu saman og fyrir þá sem eru að leita sér að góðri grínmynd er endalaust hægt að horfa á Pink Panther með Peter Sellers. Enn ein serían sem ekki klikkar. „Já, það er rétt, Tobbi hljómborðsleikari er að hætta,“ segir Elís Pétursson, bassaleikari í Jeff Who? Þrálátur orðrómur um fyrirhug- aðar mannabreytingar í þessari vinsælu hljómsveit hefur gengið ljósum logum um miðborgina undanfarna daga. Sirkus sló því á þráðinn og aflaði frekari upplýsinga um málið. „Við munum taka okkur pásu í kjölfarið og ráða ráðum okkar,“ bæti Elli við og segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort eða hver fylli í skarðið sem Tobbi skildi eftir. Gríðarlegt álag hefur verið á sveitinni síðustu mánuði enda var lagið Barfly langvinsælasta lag síðasta sumars. Annars er það að frétta af Jeff Who? að sveitin hefur stofnað áhugamannafélagið World Famous Group ásamt hljómsveitun- um Kimono, Ske, Skátum og Ælu frá Keflavík. „Við fengum styrk frá Landsbank- anum til að koma upp æfingarhúsnæði og stúdíói við Kleppsveg, í húsnæði sem áður hýsti bónstöð,“ útskýrir Elli. „Þar munum við vinna að okkar næstu plötu en við erum þegar búnir að semja nokkur lög á hana,“ bætir hann við. Hann segist afar þakklátur Landsbankanum fyrir þann góða styrk sem bankinn veitti enda hafi félagarnir verið orðnir ansi vonlausir eftir dræmar undirtektir annarra stórfyrirtækja. BREYTINGAR Í VÆNDUM HJÁ JEFF WHO Hljómborðsleikarinn hættur HÆTTUR! H vað er málið með þessa lista-menn? spurðu margir sig að í vikunni. Húsmæður í Vesturbæn- um urðu grænar í í framan eftir snilldar tilþrif Baldvins Þórs Bergssonar í kvöldfréttum RÚV. Nemendur á fyrsta ári í Listaháskólan- um höfðu nefnilega pissað á stelpu. Þetta minnti mig á leikfimitímana í Verzló. Þá var aðal grínið að pissa á einhvern sem var að þvo á sér hárið, svona rétt áður en maður sló í typpið á honum. Það var fyndið. L istaháskólanemar tóku þetta hins vegar aðeins lengra. Klipptu víst hárið af stúlkunni, því næst fékk vagínan smá snyrtingu og loks var kveikt á hinni gullnu sturtu. Ég viðurkenni alveg að þetta er öðruvísi. Hef aldrei séð neitt svona í leikhúsi. En auðvitað vill enginn láta pissa á sig. Eða hvað? Varla hefur stúlkunni verið þröngvað undir bununa. Býst við að atriðið hafi verið fyrirfram ákveðið og jafnvel æft. A lltaf hafa verið til listamenn sem reyna að hneyksla fólk. Þótt ég viti ekkert um það þá held ég að þetta sé einhver viss tegund af list. Nokkurs konar hneykslunarlist. Hver man ekki eftir Agli Sæbjörnssyni sem var rúnkandi sér upp um alla veggi og súlur á Kjarvalsstöðum. Smekklegt? Nei. Fyndið? Já. Næsta víst er að mörgum þykir þetta of langt gengið. En það er einmitt það skemmtilega við listina. Það á ekkert öllum að líka við hana. Listamenn eru aumingjar sem nenna ekki að vinna. Já sumir. En aðrir eru óborgan- lega fyndnir og frumlegir. Við eigum fullt af sniðugum listamönnum. Snorri Ásmunds- son hlýtur að tróna þar á toppnum. Að ógleymdum Rassa Prump. Hversu fyndið er eiginlega að kalla sig Rassi Prump? Dæmið ekki listamenn þótt þið fílið ekki gjörninginn. Ég býð spenntur eftir næsta tíma í Listaháskólanum. Vona meira að segja að einhver bjóði mér á svona sýningu. Ekki af því að ég sé einhver sérlegur áhugamaður um rakstur og þvaglát. Heldur vegna þess að mér finnst gaman að sjá eitthvað öðruvísi. Já og meðan ég man. Curver frumsýnir nektar- verkið „Án titils“ í höfuðstað Norðurlands um helgina. Breki Logason Piss, piss og pelamó Púðursykur og rjómi „Húsbandið kemur eins og það leggur sig sem er náttúrlega besta hljómsveit í heimi. Ástralakvikindið Toby, Dilana og svo Storm úbergella munu öll mæta,“ segir Magni sem sjálfur heldur tónleikana í Laugardals- höllinni. Hann á afmæli 1. desember og ætlar að halda afmælið í höllinni hinn 30. nóvember. „Húsbandið spilar bara þetta Rockstar-prógramm og við skiptumst á að syngja með hvert öðru. Annars verður þetta bara almennt partí og frábær afmælisveisla,“ segir Magni en margir muna eftir afmæli Bubba Morthens sem fram fór í Laugardalshöllinni. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi. is og í verslunum Skífunnar. Svo það er um að gera að drífa sig strax í hádeginu á þriðjudaginn. AFMÆLISTÓNLEIKAR Í LAUGARDALSHÖLLINNI Rockstar vinirnir spila hjá Magna Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Andri Ólafsson, andri@minnsirkus.is, Breki Logason, breki@minnsirkus.is, Dröfn Ösp Snorradóttir, drofn@minnsirkus.is, Heimir Hermannsson, heimir@minnsirkus.is, Helga Ólafsdóttir, helga@minnsirkus.is Yfirmaðursirkusmiðla Árni Þór Vigfússon arni@minnsirkus.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is SIRKUS Afmælisveisla það verður heljarinnar veisla hjá Magna í höllinni 30. nóvember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.