Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 41

Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 41
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn frá 10–17 og frítt í boði Lesum saman – Full hús af bókum fyrir alla fjölskylduna Á fimmtudaginn verður bókaspjall fyrir 10 til 12 ára krakka og á föstudaginn geta 7 til 10 ára krakkar málað með Kristínu Arngrímsdóttur í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi milli kl. 13 og 15. Þeir sem búa nálægt Sólheimasafni geta farið þangað og séð leikritið Landið Vifra sem Möguleikhúsið sýnir fyrir alla fjölskylduna á fimmtudaginn kl. 18. Á morgun, fimmtudag og föstudag verður vetrarfrí í nánast öllum grunnskólum í Reykjavík, en það er engin ástæða til að örvænta! ;-) Það er t.d. alveg upplagt að skella sér á skauta eða í sund og skreppa síðan á bókasafn og ná sér í eitthvað skemmtilegt að lesa. Svo bíða undraheimar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og söfn borgarinnar sem eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg! Það er nóg um að vera um alla borg NÝTTU VETRARFRÍIÐ VEL! Ekki sitja auðum höndum og láta þér leiðast. Drífðu þig út og nýttu tímann vel! HVERNIG VÆRI AÐ: Fara á söfn? Ganga um í Heiðmörk? Hjóla í Elliðaárdalnum? Fara á línuskauta í Nauthólsvík? Skoða Grasagarðinn í Laugardal? Leika sér með fjölskyldunni í sundlaugunum? Skauta í Skautahöllinni í Laugardal eða í Egilshöll? Ferðast með strætó? Skautahöllin í Laugardal og Skautahöllin í Egilshöll verða opnar báða dagana. Í Laugardal verður opið á fimmtudag kl. 10.00–15.00 og 17.00–19.30 og föstudag 10.00–20.00 og í Egilshöll frá kl. 9.00–15.00 á fimmtudaginn og föstudag kl. 9.00–18.00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.