Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 50
SIRKUS03.11.06 14 1 2 3 1 FM957 2 3 Minnsirkus.is blogg vikunnar Tékkaðu á þessu ...Hlustaðu á þetta ... um helgina STEINÞÓR MÆLIR MEÐ Hljómsveitin Future Future hefur vakið mikla athygli undanfarið. Á dögunum gáfu strákarnir út sína fyrstu plötu sem heitir Insight. Plötuumslagið hefur vakið álíka mikla athygli og sveitin, en þar eru einhvers konar slímug innyfli. Future Future þótta standa sig vel á Airwaves en þeir gefa sjálfir út plötuna sem er dreift af 12 tónum. Endilega hlustið á þetta. Vanished eru magnaðir þættir sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Þetta er einhver svona 24 fílingur sem grípur mann frá fyrstu mínútu. Búið er að sýna þrjá fyrstu þættina en það er auðvelt að komast inn í þetta. Eiginkonu þingmanns í Bandaríkjunum er rænt og þá fer boltinn að rúlla. Vel gerðir og alveg geðveikt spennandi. Tékkaðu á þessu. Þú ert baralítill tap pi BUBBI HRINGDI Í LÖGGUNA Bubbi Morthens mætti á vinnustofu Tolla bróður síns. Fljótlega kom bíll frá Vöku og ætlaði að draga jeppa kóngsins. Bubbi brást illa við en hélt þó kúlinu allan tímann. „Djöfull var ég Tekinn“ „Það munaði pínulitlu að ég hefði stútað honum“„... ahhhhhhh“ „Ég vil fá lögregluna hingað, þetta er Bubbi Morthens“ „Skiptir engu máli þótt þú sért Bubbi“ „Ég kom bara hérna í eina mínútu“ „Þetta er bara útkall og ég verð að draga hann“ „Þetta er sýning sem var skrifuð árið 1984 af John Patrick Shanley. Nokkrum árum seinna gerði hann bíómyndina Moonstruck sem hlaut Óskarinn en hún er byggð á þessu verki. Hollywood-menn fegruðu aðeins söguna sem er grófari í okkar útgáfu,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar. Tveir breskir leikarar leika í sýningunni en Jón Gunnar kynntist þeim úti í London. „Ég var að læra í dramacenter í London og kynntist stúlkunni Nicolette þar. Matthew hinn leikarinn byrjaði í skólanum en hætti vegna þess að hann var í mikilli dópneyslu. Hann var í mikilli neyslu í nokkur ár eða þangað til hann ákvað að byrja að leika aftur. Þá hitti hann Nicolette og þau eru gift í dag.“ Jón Gunnar segir leikarana samsama sig vel persónum verksins. „Þetta fjallar um tvær manneskju sem hittast á bar og hefja samræður. Þau eiga ömurlega fortíð og svartan bakgrunn en ná tengslum í gegnum allt hatrið og byrja að elska hvort annað.“ Persónurnar eru úr verkamannastéttinni í London en þar ólust Matthew og Nicolette upp. „Þar er orðaforðinn öðruvísi og kannski eitthvað sem við á Íslandi fílum betur. Þetta er líka svona tónlist sem við hlustum á, eins og Libertines og Sex Pistols, svona rebel rokk. Við þekkjum breska menningu og erum svolítið bresk í okkur. Þess vegna held ég að þetta verk gangi alveg hérna heima.“ Sýningin var frumsýnd í gærkvöldi en tvær sýn- ingar fara fram annað kvöld í Austurbæ. „Þetta er í gamla Silfurtunglinu sem var víst voðalega subbulegur staður sem við ætlum að endurvekja.“ DANNY AND THE DEEP BLUE SEA PÖNKUÐ ÁSTAR- SAGA Í GAMLA SILFURTUNGLINU Íslendingar eru breskir í sér Leikarar og leikstjóri Matthew, Nicolette og Jón Gunnar Þórðarson í Silfurtunglinu. „ÞÁ HITTI HANN NICOLETTE OG ÞAU ERU GIFT Í DAG“ THE SHINS Phantom Limb „Nýtt frá Íslands- vinunum af plötu sem kemur út á næsta ári. Rífur upp sólskinið þegar skammdegið fer að taka völdin.“ Krípííí draumur Þannig er mál með vexti að í dag á ég að mæta til þess að láta taka saumana úr hnénu á mér ... En það vildi ekki betur til en svo að mig dreymdi að ég væri liggjandi á bekknum hjá lækninum og segi við hann: Ég bara skil þetta ekki, allur skurðurinn er gróinn nema miðjan hún er ennþá opin ? Og þá segir hann við mig að hann þurfi bara að skera þetta upp aftur, þannig að hann tekur umbúðirnar af mér og sprautar mig með deyfilyfi í hnéð og fer svo fram. En á meðan hann fer fram þá tek ég hníf sem er á borðinu og byrja að skera mig sjálfur upp, síðan kemur hann aftur inn ... Þá er ég kominn með umbúðir á vinstra hnéð (s.s vitlaust hné) og ég segi við hann að ég hafi gert mjög mikla vitleysu, þá sér hann að það blæðir mikið í gegnum umbúðirnar og segir við mig að þetta hafi verið alltof mikil vitleysa hjá mér. Þá fer ég í alveg feitt sjokk ! Segi við hann: Og hvað ??? Var hnífurinn hreinn ? þarftu að sauma mig aftur ? Svo bara fucking vakna ég . Heftari.minnsirkus.is Nóbelsverðlaunin til mín „Við í vestrænu ríkjunum losum okkur við sífellt meira rusl en það sem við gerðum okkur ekki grein fyrir [er að] á ruslahaugunum lifir óragrynni af atvinnulausum tónlistarmönnum sem sökka. Ruslahaugarnir hafa haldið lífinu í þessu fólki sem annars hefði látið lífið vegna hungurs og innbyrðis átaka. En um það leyti sem rappið fór að slá í gegn og boybönd- in fór haugafólkið að færa sig um set, það uppgötv- aði að plötuútgefendur spáðu ekkert í tónlistina, bara lúkkinu þannig að hinir ömurlegu tónlistarmenn hauganna grömsuðu vel og vand- lega á haugunum, fundu föt og farða, löbbuðu inn hjá plötufyrirtækjum og fengu öll samning.“ Kukaluka.minnsirkus.is PETER, BJORN AND JOHN Young Folks „Hvernig er ekki hægt að fá þetta ofursænska lag á heilann? Langbesta popplag ársins.“ TWILIGHT SAD And She Would Darken the Memory „Fyrir mér persónulega er þetta uppgötvun ársins. Bíð slefandi eftir frumburði þessarar Glasgow-sveitar.“ James Morrison You give me something „Frábær ballaða frá nýjum listamanni sem á eftir að láta mikið að sér kveða á komandi mánuðum og árum. Tékkaðu á plötunni hans, Undiscovered.“ Amy Winehouse Rehab „Fyrsta lagið sem fer í spilun á fm með þessari söngkonu. Manni líður eins og maður sé að hlusta á tónlist úr myndinni Dirty Dancing þegar maður hlustar á þetta lag.“ Fergie Fergalicious „Annað lagið sem fer í spilun á fm frá Black eyed peas söngkonunni Fergie. Nettur Gwen Stefani fílingur í þessu lagi. Er að stimpla sig rækilega vel inn á stöðina.“ HEIÐAR AUSTMANN MÆLIR MEÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.