Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 53

Fréttablaðið - 03.11.2006, Side 53
Jóhannes Haukur Jóhannesson er nýbúinn að gera bestu kaup ævi sinnar. „Ég og konan vorum bara að fá afhenta íbúð og erum að fara að flytja inn í kvöld,“ segir Jóhannes. Íbúðin er í Hlíðunum en heyrir það ekki til tíðinda að leikari kjósi að búa fyrir utan 101? „Ég er reyndar að flytja úr Hafnarfirði þannig að þetta er í áttina,“ segir Jóhannes og hlær. „Nei veistu, mér dettur ekki í hug að búa í 101.“ Jóhannes var ekki lengi til svars þegar hann var spurður hver verstu kaup hans væru. „Ég sé mjög mikið á eftir öllum sígarettunum sem ég keypti þau tíu ár sem ég reykti. Ég gæti til dæmis verið að nota þann pening núna til að kaupa mér sófasett.“ Jóhannes fannst að nóg væri komið fyrir sex mánuðum og hætti þá að reykja. „Ég las bókina sem Pétur Einarsson leikari er að pre- dika, Létta leiðin til að hætta að reykja eftir Allen Carr. Ég sá líka um daginn í Jay Leno að Aston Kutcher las sömu bók og hætti að reykja og það er ekki leiðum að líkjast,“ segir Jóhannes og hlær. „Þetta var erfitt fyrstu þrjár vik- urnar en svo var þetta lítið mál.“ Jóhannes er upptekinn maður þessa dagana en hann, ásamt Guð- jóni Davíð Karlssyni leikara og Agli Rafnssyni tónlistarmanni, er í óða önn að taka upp barnaplötu. „Þetta verður gamaldags barna- plata þar sem við segjum ævintýri og syngjum skemmtileg lög.“ Plat- an mun koma til með að heita Bjartur og Bergur – óvissuferð til ævintýralanda. Sér eftir öllum sígarettunum Vínlandsleið 2–4 • Grafarholti sími 660 1759 LAGERSALAN Skór og föt GRÍÐARLEGT ÚRVAL AF SKÓM OG FÖTUM FYRIR ALLA, KONUR, BÖRN OG KALLA. Hin heimsfræga lagersala byrjar föstudaginn 3. nóv. nk. að Vínlandsleið 2–4 í Grafarholti Opnunartími: Föstudag kl. 16-19 Laugardag frá 11–17 Sunnudag frá 13-17 Ecco • Blend Leðurstígvél Barnaskór • Sandalar Strigaskór Tískuföt • Herraföt Gallabuxur Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Löng helgi framundan w w w .d es ig n. is © 20 06

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.