Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 72

Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 72
Tónlistardagar Dómkirkjunnar í Reykjavík eru árleg tónlistar- veisla sem haldin er í kringum vígsluafmæli kirkjunnar síðustu helgina í október og fram í miðjan nóvember. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 25. skipti en í ár eru liðin 210 ár frá því að Dómkirkjan var vígð. Í kvöld verða all sérstakir tón- leikar í kirkjunni. Dómkórinn leit- aði til þeirra tónskálda sem árum saman hafa samið verk fyrir kór- inn og búsett eru hér á landi, en kórinn hefur ekki síður leitað til erlendra tónskálda. Erindið var þetta árið að fá til flutnings sálma eða stutt kórlög. Mörg falleg lög bárust og verða þau flutt í kvöld á tónleikum í Dómkirkjunni og hefj- ast tónleikarnir kl. 20. Tónskáldin sem eiga ný verk á þessum tónleikum eru: Þorkell Sigurbjörnsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Jónas Tómasson, Jón Ásgeirsson, Mist Þorkelsdótt- ir, Tryggvi M. Baldursson og Jór- unn Viðar. Auk þess verða flutt eldri verk eftir Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Harald Sveinbjörns- son og Hjálmar H. Ragnarsson. Auk Dómkórsins eru flytjendur stjórnandi kórsins, Marteinn H. Friðriksson, sem leikur á orgel, og Sesselja Kristjánsdóttir messó- sópran. Á morgun kl. 17 verða síðan tónleikar á kirkjulofti Dómkirkj- unnar en þetta mun vera í fyrsta skipti sem opinberir tónleikar fara fram þar. Yfirskrift þeirra er „Okkur til gleði og guði til dýrð- ar“. Sungin verða gömul íslensk lög og leikið á langspil Ný lög og sálmar 31 1 2 3 4 5 6 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA IS LB I 34 64 6 10 /2 00 6Maður, náttúra og mynd Í Landsbankanum, Austurstræti, í afgreiðslusal og á 2. hæð, eru sýnd málverk í eigu Færeyjabanka eftir þrjá af helstu listamönnum færeysku þjóðarinnar. Ingálvur av Reyni Sámal Joensen-Mikines Zacharias Heinesen Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans til 30. nóvember. GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar Reykjavík - Úr launsátri, Flóðhestar og framakonur og Kompósísjónir eru opnar virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 Ljóðatónleikar Gerðubergs Söngperlur Sigvalda Kaldalóns Í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs sunnudagskvöldið 12. nóvember kl. 20 Miðasalan er hafin á www.salurinn.is Aðgangseyrir: Kr. 3.000, eldri borgarar kr. 2.500 Kvæðamannafélagið Iðunn Komdu í kvöld kl. 20 og kynntu þér gamla rímnakveðskapinn! Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.