Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 75

Fréttablaðið - 03.11.2006, Síða 75
Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Stooges og söngkonan Patti Smith eru á meðal þeirra níu nafna sem eru tilnefnd í Frægðar- höll rokksins. Alls 500 tónlistarsérfræðingar munu velja fimm nöfn úr hópi hinna tilnefndu sem verða innvígð í höllina við hátíðlega athöfn í New York hinn 12. mars. Bæði The Stooges og Patti Smith héldu tón- leika hér á landi fyrr á árinu. Reglur kveða á um að einungis þær hljómsveitir sem gáfu út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir 25 árum eigi rétt á inngöngu í Frægð- arhöllina. Níu tilnefndir Grímur Atlason ætlar ekki að hætta tónleikahaldi þótt hann sé orðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann hefur ráðið sér mann til að sjá um Reykjavíkurdeild fyrirtæk- is síns. Orri Jónsson, annar helmingur Slowblow, hefur tekið um stjórn- artaumana í fyrirtæki Gríms Atla- sonar, Austur-Þýskalandi. Tón- listarunnendum leist ekki á blikuna þegar Grímur settist í bæjarstjórastólinn í Bolungarvík, en nú er ljóst að tónleikahald mun ekki leggjast af í fjarveru Gríms. „Ég er nú ekki að taka við þessu, ég er bara svona „meðplott- ari“,“ sagði Orri í samtali við Fréttablaðið. „Við Grímur erum gamlir vinir. Þegar hann hefur sett upp tónleika hér og ég verið á landinu hef ég hjálpað til hvort sem er. Hann var ekki alveg tilbú- inn að sleppa hendinni af tónleika- bransanum þegar hann flutti vest- ur, svo hann plataði mig til að vera Reykjavíkurdeildin,“ sagði hann. „Austur- Þýskaland er enn þá hans fyrirtæki, þó það ætti nú að kalla það Vestur- Þýskaland. Ætli ég sé ekki orðinn kanslari,“ sagði Orri, en hann sá meðal annars um tónleika Jonathans Rich- man í október. „Á döfinni hjá okkur er Sufjan Stevens sautjánda og átjánda nóvem- ber. Svo stendur til að Joanna Newsom komi aftur,“ sagði Orri. Aðspurður sagðist Grím- ur ekki ætla að draga sig alfarið út úr tónleika- haldi. „Ég sinni ákveðnum þáttum og hef viss sambönd, en við höfum ekki gert neitt skipurit enn þá.“ Hann segir það hafa legið beint við að Orri hlypi undir bagga með honum. „Það þarf að halda þessu áfram fyrst Sena hefur keypt annan hvern tónleikahaldara til sín. Annars má Orri fá Austur- Þýskaland á 40 milljónir, er það ekki gangverðið?“ sagði Grímur. TOPSHOP TOPMAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.