Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 82

Fréttablaðið - 03.11.2006, Page 82
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, verður að óbreyttu samningslaus um áramótin er samningur hans við FH rennur út. Ólafur Jóhannsson, þjálfari FH, hefur látið hafa eftir sér að FH hafi gert Atla nýtt tilboð en hann segir það rangt. „Það er ekki rétt, ég hef ekki fengið tilboð og veit ekki hvenær það er á leiðinni. Ég hitti FH-inga fyrir þremur vikum og þá sögðust þeir ætla að svara mér daginn eftir en ég hef ekkert heyrt. Ég hef heyrt af áhuga annarra liða en það er ekkert fast í hendi enn sem komið er,“ sagði Atli. Hann varð fyrir því óláni að slíta krossbönd í hné í sumar en er á góðum batavegi og vonast til að byrja að spila á ný um páskana. Ekki með til- boð frá FH UEFA-bikarkeppnin Meistaradeild Evrópu Fram tapaði í gær sínum fimmta leik í röð í meist- aradeild Evrópu er liðið mætti Gummersbach í Þýskalandi. Eins og við var að búast unnu Þjóðverj- arnir fremur öruggan sigur, 38-29, en það er ekki tekið af liðsmönn- um Fram að þeir börðust eins og ljón og spiluðu á köflum frábæran handbolta. Framarar byrjuðu á því á fyrstu fimm mínútum leiksins að missa tvo menn út af í tvær mínútur en þrátt fyrir það gáfust þeir ekki upp og héldu í við Þjóðverjana. Þeir bættu heldur í og í stöðunni 6- 6 skoruðu Íslandsmeistararnir næstu fjögur mörk leiksins. Þessu hefðu fáir búist við og sér í lagi Alfreð Gíslason, þjálfari Gumm- ersbach, sem hafði til þessa hvílt Róbert Gunnarsson og Guðjón Val Sigurðsson. Þeir komu þó fljótt inn á og eftir það vænkaðist hagur heimamanna. Daniel Narcisse fékk greini- lega smá hnjask í upphafi leiks því Guðjón Valur var settur í stöðu leikstjórnanda. Það gekk brösu- lega hjá honum til að byrja með en undir lok hálfleiksins var hann búinn að finna taktinn. Hann leiddi sóknarleik Gummersbach áfram og í hálfleik leiddu þeir með fimm mörkum. Það var vitað að Fram myndi eiga í erfiðleikum með sóknarleik heimamanna en þeir gengu á lagið í eigin sóknarleik, sér í lagi á þess- um góða leikkafla. Hornamenn- irnir Stefán Stefánsson og Þorri Gunnarsson áttu frábæran leik og skoruðu átta mörk úr níu tilraun- um. En eftir því sem á leið fór óða- got að einkenna sóknarleik Fram með fyrrgreindum afleiðingum. Markvarsla Gummersbach var bókstaflega engin til að byrja með og var Alfreð fljótur að skipta Ungverjanum Fazekas út af. En eftir að Christian Ramota fékk að verja nokkur skot frá Fram var hann kominn í gang og reyndist íslensku leikmönnunum erfiður. Eftir því sem á leið leikinn reyndust skytturnar Narcisse og Vucicevic Björgvini erfiðir. En Björgvin, sem hefur átt frábært tímabil, átti afar góðan leik í gær og varði oft stórglæsilega. Það er deginum ljósara að þátttaka Fram í þessari keppni hefur reynst honum afar vel. Framarar héldu haus lengst af í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Þeir fengu tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk en töpuðu boltanum klaufalega. Guðjón Valur skoraði strax úr hraðaupphlaupi og bætti svo við tveimur eins á næstu sek- úndum að því er virtist. Fjórða hraðaupphlaupsmarkið kom svo í kjölfarið og munurinn orðinn sjö mörk, 29-22. Eftir þetta var bara spurning um að láta tímann líða og voru lokatölur 38-29. Hverju sem líður var frammi- staða Fram á þessum gríðarlega sterka útivelli afar góð og þó svo að liðið sé enn stigalaust í riðlin- um skal engum dyljast að liðinu hefur tekist að vinna þrekvirki gegn þeim sterku liðum sem það hefur mætt. Fram tapaði í gær fyrir Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Gummersbach í meistaradeild Evrópu. Fram lék á köflum glæsilegan handbolta og geta liðs- menn gengið með höfuðið hátt eftir frammistöðuna. Hrakfarir ÍR-inga í Iceland Express-deildinni halda áfram en í gær biðu þeir lægri hlut á heimavelli sínum í Selja- skóla fyrir Snæfelli, 61-74. Þetta var merkilegur leikur fyrir margra hluta sakir en athyglin beindist helst að Bárði Eyþórs- syni, þjálfara ÍR, sem var þarna að mæta sínum gömlu lærisvein- um. Á endanum þurfti hann að játa sig sigraðan en lið ÍR hefur farið illa af stað í deildinni og aðeins náð einum sigri í fimm leikjum en Snæfellingar hafa hins vegar unnið alla sína leiki nema einn. Snæfellingar voru vel studdir af dyggum stuðningsmönnum sínum sem fjölmenntu og yfir- gnæfðu heimamenn. Lið Snæfells fór betur af stað en náði ekki að hrista ÍR-inga frá sér í fyrsta leik- hluta og fór með fjögurra stiga forskot inn í þann annan. Þar voru Snæfellingar mun sterkari og náðu mest tíu stiga forskoti en staðan var 30-38 í hálfleiknum. Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar upp fínum takti, náðu að minnka muninn niður í fimm stig fyrir þann síðasta og voru raunar óheppnir að munurinn var ekki minni. Þegar á hólminn var komið reyndust Snæfellingar hins vegar sterkari og hrósuðu þrettán stiga sigri. „Þeir voru einfaldlega sterkari og eiga sigurinn skilinn. Við erum aðeins á eftir öðrum liðum en við verðum að halda áfram að laga það. Í þessum leik voru margir ljósir punktar sem hafa ekki sést hjá okkur í öðrum leikjum. Meðan við bætum okkur leik frá leik er ég mjög sáttur,“ sagði Bárður Eyþórsson eftir leikinn en hann er ekkert hræddur þrátt fyrir slæma byrjun ÍR-liðsins. „Það eru bara fimm leikir búnir svo við erum alveg rólegir.“ Bárður lagður af gömlu lærisveinunum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.