Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 23

Fréttablaðið - 13.11.2006, Page 23
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Við Grafarvoginn fyrirfinnst hverfi sem er eins og lítið þorp í miðri borg. Þetta er Bryggjuhverfið. Bryggjuhverfið er einstakt hverfi þar sem fá má smjörþefinn af stemningu sjávarþorpa. Húsin er einnig máluð í ýmsum litum sem eykur á smábæjarbrag hverfisins. Kittý Johansen er ein þeirra sem búið hefur í hverfinu en flytur sig nú um set. Íbúð Kittýjar við Básbryggju 13 er til sölu en þetta er þriggja herbergja íbúð með sér- inngangi og sérafnotafleti. „Það er ofsalega gott að búa í Bryggjuhverfinu,“ segir Kittý. „Hér er veðursælt, mjög rólegt og barnvænt því beint fyrir framan húsið er róluvöllur og fótboltavöllur þannig að auðvelt er að fylgj- ast með börnunum.“ Íbúðin er í fjölbýlishúsi en Kittý segir að þetta fjölbýli sé sérstakt fyrir ýmsar sakir. „Það má segja að það sé pínulitið eins og maður búi í einbýli. Það er sérinngangur og gengið beint inn af götu og bílastæðin eru beint fyrir utan. Svo er engin sameign að þrífa sem mér finnst rosalega mikill kost- ur.“ Þegar gengið er inn í íbúðina er komið inn í flísalagða forstofu með skáp. Þar inn af er rúmgóð og stór stofa og er útgengt í garðinn. Í eldhúsinu er mahóní-innrétting með upp- þvottavél og mósaíkflísar milli efri og neðri skápa. Á eldhúsgólfinu eru flísar. Baðher- bergið er flísalagt í hólf og gólf og er innrétt- ingin úr mahóníi. Í baðherberginu er bæði sturtuklefi og baðkar. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og á gólf- um beggja er dökkt parket, það sama og í stofunni. Bæði svefnherbergin eru með mahónískápum. Innan íbúðarinnar er einnig geymsla og þvottahús. Íbúðinni fylgir garð- ur. „Svo er líka sameiginlegur skrúðgarður sem borgin heldur við og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér,“ bætir Kittý við. Sjávarþorp í borg SPRON Myntlán eru veitt til kaupa, framkvæmda eða endurfjármögnunar á íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. Unnt er að taka fullt SPRON Myntlán eða blandað lán þar sem helmingur lánsins er myntlán og hinn helmingurinn í íslenskum krónum. Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200, í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is Gæti lán í erlendri mynt verið lausnin? A RG U S / 06 -0 55 0 Myntlán

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.