Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 4

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 4
Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árás- ar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneyt- inu í gær. Átján óbreyttir borgar- ar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherr- ans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undan- förnu. Valgerður segir að sendi- herrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utan- ríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði held- ur hafi verið gerð tæknileg mis- tök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mis- tök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugð- ist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneyt- ið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeld- ismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heim- ila og möguleika fólks til lífs- bjargar. Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt Utanríkisráðherra afhenti í gær sendiherra Ísraels mótmæli vegna árása hers landsins á íbúðahverfi í síðustu viku. Tæknileg mistök segja ísraelsk stjórnvöld. Fjölmenn mótmæli voru fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna fundarins. Þjónustu- og rekstrar- svið Reykjavíkurborgar hefur efnt til tilraunaverkefnis í nágrannavörslu í samvinnu við lögregluna. Borgarbúar taka að sér að gæta húsa nágranna sinna og stuðla þannig að öryggi eigna sinna og sporna gegn innbrotum og eignatjóni. Tilraunaverkefnið fer fram við sex götur í Reykjavík og stendur í eitt ár. Gengið verður í eina götu í hverju hverfi og fólk boðað á fund. Íbúarnir sammælast þar um að gæta húsa nágranna sinna. Tilraunaverkefnið er hafið við Dverghamra í Grafarvogi og hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sett þar upp skilti í forvarnarskyni. Nágrannavarsla við sex götur Jólagjöfin á Íslandi árið 2006 er ávaxta- og grænmet- ispressa, en varan er talin njóta vinsælda meðal allra aldurshópa í landinu. Þetta er niðurstaða fjög- urra manna dómnefndar, sem skipuð er sérfræðingum á sviði verslunar og þjónustu, sem greint var frá á fundi í húsakynnum Sam- taka verslunar og þjónustu í gær. Á fundinum kynnti Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rann- sóknarseturs verslunarinnar, upp- lýsingar um jólaverslunina 2006. Emil segir að landsmenn muni eyða níu prósent meira fé í jóla- gjafir í nóvember og desember en í fyrra. „Jólaverslunin er eitt af sam- eiginlegum áhugamálum Íslend- inga og þeim finnst gaman að tala um hana. En hún er líka mikilvæg fyrir verslunarfólk því um tuttugu prósent af smásöluversluninni á landinu fer fram fyrir jólin,“ segir Emil. Á fundinum vitnaði Emil til rannsóknar um að hver Íslending- ur ætli að eyða 26 til 50 þúsund krónum í jólagjafir í ár. Í rann- sókninni kom einnig fram að um og yfir 65 prósent landsmanna geri jólainnkaupin á Íslandi og byrji ekki á þeim fyrr en í desember. Samkvæmt þessari spá munu Íslendingar drekka mikið af ávaxta- og grænmetissafa árið 2007, og miðað við áætlaða eyðsl- una munu fáir fara í jólaköttinn alræmda. Níu prósenta hækkun milli ára Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir rannsókn á meintum skattalaga- brotum fjölda einstaklinga tengdum Baugi í eðlilegum farvegi. „Skattrannsóknarstjóri kærði árið 2004 ætluð refsiverð skattalagabrot einstaklinga og fyrirtækja er tengdust Baugi til Ríkislögreglustjóra og við höfum þau til rannsóknar. Þau brot tengjast ekki því máli sem er til meðferðar fyrir dómi né heldur þeim málefnum hjá yfirskattanefnd. Margir hafa réttarstöðu sakbornings í málinu sem er til rannsóknar.“ Rannsókn sögð í réttum farvegi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.