Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 8
Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suð- vesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveit- arfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsinga- sviðs Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir að afkomumunur- inn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæð- inu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrr- staða“. Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt land- ið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun,“ segir Gunnlaug- ur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heild- arafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrð- is og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélög- in eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur,“ segir Gunnlaug- ur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga,“ segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðar- innar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og sam- dráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars stað- ar.“ Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjár- magnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því ann- aðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggj- um.“ Munur á af- komu eykst Munurinn á afkomu sveitarfélaganna fer ört vax- andi. Litlu sveitarfélögin eiga erfiðara með að svara auknum þjónustukröfum og láta enda ná saman. Starfsmenn vantar í tæplega sjötíu af átján hundruð stöðugildum á leikskólum Reykja- víkur, að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskóla- ráðs. Starfsmenn vantaði í áttatíu og fjögur stöðugildi 1. október. Ástandið er sérstaklega slæmt á tveimur leikskólum, vantar þrjá starfsmenn á hvorn skóla. Á öðrum þeirra, Gullborg, eru nítj- án börn send heim á dag og ekki von um að úr rætist fyrr en um áramót. Á hinum leikskólanum geta börnin bara verið hluta úr degi. Á öðrum leikskólum eru börnin sótt fyrr. Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, formaður leikskólaráðs, segir að ástand- ið sé ekki verra nú en á sama tíma í fyrra og að það batni stöðugt. Hún staðfestir að ástandið sé slæmt á leik- skólunum tveim- ur en vill ekki segja hvaða leik- skólar það séu. Manneklan sé vegna langvarandi veikinda og óviðráðanlegra aðstæðna. „Það koma kannski upp forföll eða veikindi og þá lendir skólinn í manneklu en í flestum tilfellum er það tímabundið,“ segir hún. Verið er að bæta úr mannekl- unni. Búið er að breyta auglýs- ingaaðferðum. Auglýst er nú fyrir hvern skóla þar sem áhersla er lögð á sérstöðu hans og stefnu. Þá hefur verið samþykkt að stofna starfshóp í langtíma stefnumörkun við að fá fleira fagfólk inn auk þess sem aðrar aðferðir eru í undirbúningi. Auglýsingaaðferðum breytt Í kjölfar fundar Fjármála- eftirlitsins (FME) með eftirlits- skyldum aðilum á tryggingamark- aði sem haldinn var í gær verður tekin ákvörðun um hvort grípa þurfi til sérstakra ráðstafanna, að sögn Rúnars Guðmundssonar, sviðstjóra vátryggingasviðs FME. Á fundinum voru ræddar skyldur og ábyrgð vátrygginga- miðlara og umboðsmanna, en FME hefur unnið að athugun á fram- kvæmd upplýsingaskyldu sam- kvæmt lögum um miðlun vátrygg- inga. Rúnar segir fundinn hafa verið gagnlegan þar sem skipst hafi verið á skoðunum og sjónarmiðum FME komið skýrt til skila. Mögulega grip- ið til ráðstafana Í hvaða sæti hafnaði Ísland í árlegri þróunarskýrslu Samein- uðu þjóðanna? Hvers vegna vilja íbúar í Túnunum í Reykjavík bætur? Hvaða íslenski veitingastað- ur var nýlega lofaður í New York Times Fulltrúar bakhjarla Sjónarhóls-ráðgjafamiðstöðvar munu hittast í dag og skrifa undir áframhaldandi samstarf næstu þrjú árin. Við stofnun Sjónarhóls, ráðgjafamiðstövar fyrir foreldra barna með sérþarfir, tóku Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., pokasjóður og Hringurinn að sér að vera rekstrarlegir bakhjarlar ráðgjafamiðstöðvarinnar í þrjú ár. Framlag bakhjarlanna nam 9 milljónum króna en auk þess lagði ríkisstjórnin til 15 milljónir á ári. Í dag bætist nýr bakhjarl í hópinn en það er Vífilfell hf. Fleiri styrkja Sjónarhól Þegar Reykja- víkurborg hækkaði laun í fyrrahaust gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.