Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 13

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 13
 Mikið var um dýrðir í Vestmannaeyjum í gær þegar því var fagnað að Stórhöfða- viti er 100 ára. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var meðal veislugesta ásamt þingmönnum kjördæmisins. Í ræðu Sturlu kom fram að meðalvindhraði á Stórhöfða er 11 metrar á sekúndu og þar er að jafnaði logn fjórum sinnum á ári. Ráðherra og veislugestir skoð- uðu meðal annars mælitæki í vit- anum sem er eini mannaði vitinn í dag. Mælitækin eru notuð til að mæla mengun sem kemur með lægðum til landsins. Ástæða þess að mælitækin eru staðsett á Stór- höfða er sú að lægðir koma yfirn- leitt fyrst að Vestmannaeyjum og sýna þannig hvernig mengun getur borist að landinu. Boðið var til kaffisamsætis í tilefni afmælisins. Aðeins fjórum sinnum logn á ári Í gær fékk Folda- skóli afhentan Grænfánann sem er alþjóðleg viðurkenning og stað- festing á virku umhverfisstarfi. Kristinn B. Guðmundsson, skólastjóri í Foldaskóla, segir að vinna við að fá Grænfánann hafi staðið undanfarin tvö ár. „Í tilefni dagsins voru haldnar ræður og boðið upp á tónlistar- atriði og veitingar. Grænfánann fáum við til tveggja ára en þess má geta að Hafdís Ragnarsdóttir, sem er umhverfisfræðingur og kennari við skólann, leiddi starfið.“ Græna fánanum fagnað „Þetta var afar athyglisverð ferð og það var ein- staklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunar- samvinnustofnunar í Mósambík,“ segir Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, sendiherra Íslands í Suður- Afríku, en hún kynnti sér á dögun- um starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Sigríður Dúna segir að ekki hafi síður verið fróðlegt að kynnast landi og þjóð og henni sé sérlega minnisstæð ferð norður til Inhambane. „Í Inhambane gafst okkur færi á að kynnast aðstæðum á vett- vangi langt inni í skógum Mós- ambík og verða vitni að því hvern- ig þróunarverkefni hefur sig til flugs,“ segir Sigríður Dúna. Að sögn Mörtu Einarsdóttur, verkefnisstjóra ÞSSÍ í Mósambík, er stefna ríkisstjórnar landsins að auka aðstoð við sveitir landsins og leggja áherslu á landbúnað en 70 prósent landsmanna búa í sveitum og hafa einkum lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Markmið kvenna- og félagsmálaráðuneytisins er að aðstoða konur og aðra hópa sem eiga um sárt að binda við að auka landbúnaðarframleiðslu og ráð- stöfunartekjur. Marta segir að verkefnið í Inhambane snúi því einkum að ekkjum, einstæðum mæðrum og fjölskyldum með munaðarlaus börn á framfæri. Í tilefni af komu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra og starfsmanna Þróunarsamvinnu- stofnunar til Guissembe voru grasrótarsamtökin formlega stofnuð með hátíðardagskrá, dansi, ræðuhöldum og vígsluat- höfn. Allir þorpsbúar tóku þátt í dagskránni og sýndu einstaka gestrisni að hætti heimamanna. Aðstoð við sveitir landsins aukin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.