Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 30
Dagur íslenskrar tungu hefur
nú fest sig í sessi og er hald-
inn hátíðlegur í tíunda sinn á
fæðingardegi Jónasar Hall-
grímssonar, 16. nóvember.
Námsgagnastofnun efnir í ár til
nýyrðasamkeppni í grunnskól-
um landsins.
„Málræktarsvið Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum
kom með hugmynd að þessari sam-
keppni. Hugmyndin er að virkja
börn og unglinga til að smíða ný orð
úr orðum og orðrótum sem fyrir
eru til í málinu,“ segir Jón Guð-
mundsson hjá Námsgagnastofnun.
Á vef stofnunarinnar er hluti
sem nefnist Í dagins önn. Þar er
tekið fyrir námsefni sem tengist
líðandi stund og þar þótti tilvalið að
móta efni í tilefni dagsins. Vegg-
spjaldi með upplýsingum um sam-
keppnina hefur verið dreift í alla
grunnskóla og Jón segir viðbrögð
kennara hafa verið gífurleg. „Við
hlökkum mjög til að fá tillögurnar
en viðbrögðin hafa verið slík að
núna óttast ég mest að vera fram á
vor að fara yfir tillögur,“ segir Jón
hlæjandi.
Íslendingar hafa löngum verið
uppteknir af málvernd og þjóðin
hefur verið dugleg við að finna
nýyrði í gegnum tíðina. Slangur og
erlend tökuorð hafa þó alltaf verið
til staðar og sum orð er einfaldara
að íslenska en önnur. Ensku orðin
sem um er rætt eru casual, cross-
over, date, fusion, nick, outlet,
skate, surf, trendsetter, wannabe.
„Með því að bjóða börnum og ungl-
ingum að taka þátt í að móta tungu-
málið held ég að þau verði meðvit-
aðri um möguleika íslenskunnar og
líti svo á að þeirra skoðun skipti
máli,“ segir Jón og bætir við. „Ég
held það höfði mjög til krakkanna
að vita til þess að orð sem þau búa
til gætu jafnvel orðið hluti af tungu-
málinu og endað í orðabókum þegar
fram líða stundir.“
Almenningi er líka velkomið að
taka þátt og Jón hlakkar til að sjá
hvort samkeppnin stuðli að nýyrð-
um sem eiga eftir að festa sig í
sessi í tungumálinu. Frestur renn-
ur út 27.nóvember næstkomandi.
Nánari upplýsingar eru á www.
menntamalaraduneyti.is og www.
nams.is
Íslendingar hafa verið hvattir til
að draga íslenska fánann að húni á
degi íslenskrar tungu.
Nýyrði óskast
Alþjóðleg ungmennaskipti
(AUS) eru sjálfboðaliða- og
fræðslusamtök sem gefur ungu
fólki tækifæri á að kynnast
menningu og samfélagi ann-
arra þjóða. Í ár fagna samtök-
in 45 afmæli og bjóða því til
veislu á laugardagskvöld.
Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS)
voru stofnuð árið 1961 og hafa
starfað óslitið síðan. Á þeim árum
hafa meira en þúsund sjálfboða-
liðar farið út á vegum AUS á
Íslandi og nær 850 sjálfboðaliðar
komið hingað til lands.
„Markmið AUS er að stuðla að
þroska ungs fólks til að verða
sjálfstæðir, virkir og ábyrgir ein-
staklingar í samfélaginu,“ segir
Kjartan Due Nielssen, formaður
samtakanna. „Fordómar og
hleypidómar eru því miður ansi
víða. Með því að bjóða erlenda
gesti velkomna til Íslands og
senda ungt íslenskt fólk til að
skoða heiminn trúum við því að
það stuðli að opnari samfélagi og
betri heimi.“
AUS eru frjáls félagasamtök
sem rekin eru án hagnaðarsjónar-
miða og að stærstum hluta í sjálf-
boðavinnu. „Slagorð AUS er „viltu
gera meira en að ferðast?“ Með
því reynum við að höfða til ung-
menna sem vilja sjá heiminn og
láta gott af sér leiða samtímis,“
segir Anna Lúðvíksdóttir, fram-
kvæmdastjóri AUS.
Tvenns konar verkefni í gangi í
AUS, annars vegar innan Evrópu
og eru styrkt af Evrópusamband-
inu þar sem ungt fólk tekur þátt í
sjálfboðaliðastarfi og hins vegar
utan Evrópu. Síðastliðin ár hefur
verið langvinsælast að fara til
Mið- og Suður-Ameríku þar sem
margir hafa áhuga á spænsku um
þessar mundir. Anna segir einnig
vinsælt að sækja um til Afríku og
það eru alltaf einhverjir sem vilja
fara til Asíu. „Við erum einnig
með verkefni hér á landi fyrir
erlenda sjálfboðaliða og það
kemur oft fólki á óvart að erlendir
sjálfboðaliðar vilji koma hingað í
6-12 mánuði.“ Samtökin taka á
móti 32 sjálfboðaliðum frá 22
löndum í ár og segir Kjartan að
AUS sé með um 30 virka meðlimi
hér á landi sem taka þátt í því
félagslífi sem AUS býður upp á.
„Við hittumst reglulega á kaffi-
húsum, spilum fótbolta, ferðumst
saman og höldum utan um hóp
þeirra erlendu sjálfboðaliða sem
eru hér á landi,“ segir Kjartan. Á
laugardaginn halda samtökin upp
á 45 ára afmælið sem Landsbank-
inn og Ó. Johnson og Kaaber
styrkja í sal Rúgbrauðsgerðarinn-
ar í Borgartúni 6. Veislan hefst
klukkan 20.00 og eru allir vel-
komnir en gott er að láta vita á
www.aus.is.
Haldið upp á afmæli AUS
Reiki
Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK
Kvöld- og helgarnámskeið í boði,
næstu námskeið eru:
I. stig kvöldnámskeið
20. – 22. nóvember.
II. stig kvöldnámskeið
27. –29. nóvember.
FYRIR BÆTTA LÍÐAN OG BETRI STJÓRN Á LÍFI ÞÍNU
Pantanir í síma 553 3934,
milli kl. 10 og 13 virka daga.
Guðrún Óladóttir
reikimeistari
Þeir sem hafa áhuga á framhaldsnám-
skeiði í sjálfsstyrkingu hafi samband.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI