Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 33
Herða tökin | Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gerði það að umtalsefni á aðalfundi stofnunarinnar að eignarhald á íslensku viðskiptabönkunum og Straumi-Burðarási hefur verið að þrengjast á síðustu misserum. Aukin samkeppni | Breska leiguflugfélagið Astraeus ætlar á næstunni að sækja um leyfi til íslenskra stjórnvalda fyrir flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í sam- vinnu við lággjaldaflugfélagið Iceland Express. Dýrt spaug | Hagnaður Actavis á þriðja ársfjórðungi nam ekki nema 715 milljónum króna vegna kostn- aðar af misheppnaðri tilraun til yfirtöku á króatíska lyfjafyrirtæk- inu Pliva. Undirliggjandi hagnaður nam rúmum 2,5 milljörðum króna. Lánshæfi staðfest | Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat ríkis- sjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbind- ingar er AA- og fyrir innlendar skuldbindingar AAA. Óbreytt verðbólga | Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,04 pró- sent milli október og nóvember. Verðbólgan er enn langt frá 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og mælist 7,6 prósent á ársgrundvelli. FL stærri | FL hefur aukið við hlut sinn í Finnair Oyj um rúmt pró- sentustig á þriðja ársfjórðungi og átti í lok september tólf prósent hlutafjár. Hlutur Straums-Burðar- áss á sama tíma nam 11,1 prósenti. Hagnaður eykst | FL Group skil- aði rétt tæpum 11 milljörðum króna í hagnað á fyrstu níu mánuð- um ársins samanborið við tæpa 6,6 milljarða króna í fyrra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 5,25 milljörðum króna. Einfaldara þjóðhags- líkan Bætir spágerð Seðlabankans 8 Afþreyingarrisinn Disney Methagnaður á þriðja fjórðungi 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Baugur og breska konungsveldið House of Fraser bætist í hópinn 10-11 Heildarhagnaður 23 sparisjóða var rúmir 6,3 milljarðar króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Til samanburðar nam hagnað- ur þessara sömu sparisjóða 9,5 milljörðum króna allt árið 2005. SPRON skilaði 2,6 milljarða hagnaði á fyrri hluta ársins, SpKef hagnaðist um einn millj- arð og SPM og SPV skiluðu um 600 milljóna króna hagnaði. Veruleg aukning hagnað- ar varð á þriðja ársfjórðungi 2006 hjá þeim sparisjóðum sem gert hafa upp. Þannig hagnaðist SPRON um tæpan 7,1 milljarð króna á ársfjórðungnum einum sem er meiri hagnaður en spari- sjóðirnir 23 sýndu á fyrri hluta ársins. Er því samanlagður hagn- aður sparisjóðanna orðinn 13,4 milljarðar á þessu ári; fjörutíu prósentum meiri en allt árið í fyrra. - eþa Yfir 6,3 milljarða hagnaður sparisjóða á fyrri hluta árs Krónan hefur veikst hátt á fjórða prósent undanfarna tvo daga. Hún veiktist um 1,9 prósent í fyrradag vegna óróa í kjölfar ítrekunar matsfyrirtækisins Fitch á að enn séu neikvæðar horfur fyrir lánshæfismat rík- issjóðs, þótt lánshæfiseinkunn- ir ríkisins hafi verið staðfestar. Veikingin gekk örlítið til baka í gærmorgun en tók svo snarpa dýfu aftur og hafði um þrjú leyt- ið í gærdag veikst um rúm tvö prósent. Sögur voru á kreiki í gær um stóran gjaldeyrissamning sem hefði ýtt veikingu krónunnar af stað. Birti fréttastofa Reuters meðal annars fréttir þess efnis og tengdi það stórum samningi sem Fons eignarhaldsfélag var að ganga frá. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefði sá samningur þó ekki nægt til þess að veikja gengið að svo miklu leyti sem raun bar vitni, nema af því að ekki var samsvarandi kaupáhugi fyrir krónu. - hhs Umtalsverð veiking krónu Óli Kristján Ármannsson skrifar Framkvæmdastjórn og ráðgjafarstjórn Stork fyrir- tækjasamstæðunnar í Hollandi tilkynnti í gær um þá niðurstöðu sína að ekki væri félaginu í hag að skipta því upp líkt og samþykkt var á hluthafafundi í byrjun október. Sá fundur var haldinn að beiðni stærstu hluthafa félagsins, en það eru bandarísku fjárfestingasjóðirnir Centaurus og Paulson. „Við höfum íhugað tillöguna vandlega, en í henni felst veruleg breyting frá farsælli stefnu félagsins síðustu ár,“ segir Sjoerd Vollebregt, forstjóri Stork. „Líkt og sjóðirnir teljum við að innan Stork séu mikilir möguleikar til virðisaukningar, en höfum eftir ítarlega greiningu komist að þeirri niðurstöðu að henni verði ekki náð með tillögu þeirra um upp- skiptingu.“ Niðurstaða framkvæmdastjórnar Stork er hins vegar önnur en greiningardeilda í Hollandi, en samhljómur er með þeim og stærstu hluthöfum fyrirtækisins um að verðmæti þess aukist til muna verði því skipt upp. „Ef hluthafalýðræði væri virt að vettugi með þessum hætti annars staðar þá myndi nú eitthvað heyrast,” segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnar- formaður Marels, en fyrirtækið hefur um allangt skeið átt í óformlegum viðræðum við Stork um matvælavinnsluvélahluta samstæðunnar. Þær hafa hins vegar ekki enn komist á formlegt stig. „Niðurstaða framkvæmdastjórnar Stork gengur á svig við hluthafalýðræði og nýlega samþykkt tilmæli um góða stjórnarhætti (corperate govern- ance) í Hollandi,“ segir Árni Oddur. Hann kveður Marel deila þeirri sýn með stjórnendum Stork að töluverðir möguleikar séu á virðisaukningu þeirra félaga sem saman mynda Stork. „Við teljum hins vegar að einstök félög innan samstæðunnar hafi litla eða jafnvel neikvæða samlegð og erum sam- mála stærstu hluthöfum um að mesta virðisaukn- ingin sé með þeim hætti að hver leggur í starfsemi Stork taki þátt í þeim samrunaferlum sem eiga sér stað í hverjum geira fyrir sig. Stork hefur enda sagt opinberlega að þeir hefðu áhuga á að kaupa félag á borð við Marel og við höfum lýst áhuga á Stork Food Systems,“ segir hann og kveður eðlilegast að hluthafar hvors félags fyrir sig ráði för. Nokkur óvissa ríkir því um framhald málsins þar sem stærstu hluthafar og stjórn Stork eru ekki á einu máli um hvaða stefnu skuli taka í rekstr- inum. Líklegast er talið að Centaurus og Paulson fari fram á nýjan hluthafafund þar sem kosin verði ný ráðgefandi stjórn, en hún myndi svo ráða nýja framkvæmdastjórn. Ekki er þó útséð um að þessi leið sé stærstu hluthöfum fær, því til að kjósa nýja stjórn þarf 51 prósent virkra hlutabréfa. Saman fara sjóðirnir og Marel með 40 prósent í Stork. Fari málið þá leið að skipt verði um stjórn Stork telja sérfróðir að það myndi tefja uppskiptingu sam- stæðunnar um hálft ár eða svo. Ákvörðun sem brýtur í bága við hluthafalýðræði Framkvæmdastjórn Stork hafnar tilmælum hluthafafundar um að skipta upp félaginu. Marel ásælist hluta félagsins. Forgangsréttarútboði Trygginga- miðstöðvarinnar (TM) lauk á mánudag en rúmlega 134,6 millj- ón hlutir seldust fyrir rúman 5,1 milljarð króna. Samþykkt var að veita stjórn TM undir lok september heimild til að hækka hlutafé í félaginu um rúma 186,5 milljón hluti til að styrkja eiginfjárstöðu TM vegna kaupa á hlutum í norska trygg- ingafélaginu NEMI. Stjórn TM ákvað að hækka hlutafé um tæp 16,9 prósent og verða heildarhlutir eftir það tæp- lega 1,1 milljarður talsins. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta. Almennt hlutafjárútboð hófst í gærmorgun og lýkur í dag en lág- marksáskrift er fimm milljónir króna að markaðsvirði. - jab TM selur nýtt hlutafé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.