Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 15. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Áfram heldur hlutur Íslendinga í Finnair Oy að aukast en FL Group jók hlut sinn um rúmt prósentustig á þriðja ársfjórð- ungi og átti í lok september tólf prósent hlutafjár. Straumur-Burðarás átti á sama tíma 11,1 prósents hlut í Finnair. Samanlagt verðmæti Finnair- bréfa í eigu FL og Straums nam ríflega 26 milljörðum króna. Þar með er eignarhlutur þriggja stærstu eigendanna í Finnair tæp áttatíu prósent en finnska ríkið er stærsti hluthaf- inn með yfir 55 prósent hluta- fjár. - eþa FL Group stærri í FinnairG E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis 0% 32% Alfesca 1% 21% Atlantic Petroleum 0% 36% Atorka Group 0% -2% Avion Group -8% -30% Bakkavör -1% 17% Dagsbrún -3% -23% FL Group -1% 18% Glitnir -3% 30% KB banki -1% 11% Landsbankinn -2% 0% Marel -2% 20% Mosaic Fashions -1% -10% Straumur -1% 8% Össur -3% 0% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Þrátt fyrir að mikill bati hafi orðið á rekstri Sterlings, nor- ræna lággjaldaflugfélagsins, frá árinu 2005 gæti FL Group fengið afslátt af Sterling þar sem kaupverðið, 1,5 milljarðar danskra króna, er háð afkomu ársins 2006. „Þetta skýrist um leið og niðurstaða ársins liggur fyrir. Því kemur ekkert í ljós fyrr en í mars árið 2007, hvern- ig það mál endar,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL. Í kaupsamningi FL Group við fyrrum eigendur Sterlings miðaðist kaupverðið á Sterling við að félagið myndi skila rekstrarhagnaði fyrir afskrift- ir (EBITDA) að upphæð 345 milljónir danskra króna, eða fjórir milljarðar króna, árið 2006. Sterling skilaði neikvæð- um rekstrarhagnaði upp á 75 milljónir danskra króna, eða 877 milljónir króna, á fyrstu níu mánuðum ársins að viðbættum einskiptiskostnaði vegna sam- runa Sterling og Maersk. Getur kaupverðið því hækk- að eða lækkað um 500 milljónir danskra króna (5,8 milljarða) verði frávik frá forsendum. „Okkar áætlanir gera ráð fyrir að við náum að skila félag- inu [Sterling] réttu megin við núllið með tilliti til einskiptis- kostnaðar sem tengist samrun- anum,“ segir Hannes. - eþa Óvíst með afslátt af Sterling Landsmenn tóku vel við sér í neyslu á mjólkurafurðum í okt- óber. Milli september og október jókst sala mjólkurafurða um 9,8 prósent á prótíngrunni miðað við sama tímabil í fyrra, en 13,9 prósent á fitu- grunni. Þetta kemur fram á heimasíðu L a n d s s a m b a n d s kúabænda. Þar er þó tekið fram að í október í ár voru sölu- dagar einum fleiri en í fyrra. Mest varð aukningin í neyslu á viðbiti og ostum. Jókst ostasala um 18 prósent og viðbitssala um 28,9 prósent á tímabilinu. Hins vegar varð s a m - dráttur á sölu skyrs um tólf prósent og á jógúrti um sjö prósent. Síðustu tólf mánuði hefur prótínsala numið 113,4 mi l l jónum lítra, sem er aukning um eitt prósent. Fitusala á sama tímabili hefur aukist um 3,1 prósent og nam hún 103,3 milljónum lítra. - hhs Sala á ostum og smjöri eykst „Samtals virðist sem útgerðin hafi hagnast um 214 milljónir króna á þremur árum vegna sakleysislegra mistaka starfs- manna sjávarútvegsráðuneytis- ins,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í nýrri grein í tímaritinu Vísbendingu. Þórólfur rekur hvernig ekki hafi verið tekið tillit til breyt- ingar á gengi krónu gagnvart bandaríkjadal á tímabilinu sem um ræðir. Að teknu tilliti til þeirra breytinga hefðu greiðslur útgerðarmanna verið 78 millj- ónum króna lægri fiskveiðiár- ið 2004 til 2005, 113 milljónum króna hærri á 2005 til 2006 og 179 milljónum króna hærri á yfir- standandi fiskveiðiári en sjávar- útvegsráðuneytið hefur ákveðið. Fiskveiðigjaldið var sett á í stað ýmissa opinberra gjalda sem lögð höfðu verið á útgerðarfyrir- tæki með lagasetningu árið 2002. Veltir það upp þeirri spurningu hvort rétt sé að leggja í hendur fag-ráðuneytis að ákvarða opin- berar álögur þegar löggjafinn hafi falið það verkefni sérstöku ráðuneyti og stofnunum. „Ætla verður að verkferli í fjármála- ráðuneytinu og hjá ríkisskatt- stjóra séu betur til þess fallin en í sjávarútvegsráðuneytinu að koma í veg fyrir mistök af því tagi sem hér hafa orðið,“ segir hann. - óká Mistök upp á 214 milljónir króna Fáðu 80% af öllum reikningum greidd strax Viðskiptavinir SPRON Factoring hf. fela okkur umsjón og eftirlit með lánsviðskiptum til þess að geta veitt viðskiptavinum sínum betri þjónustu, aukið söluna og losnað við áhyggjur. Við hjálpum þeim að finna trausta viðskiptavini, fjármögnum vöxtinn, bókum viðskiptamannabókhaldið og þjónustum skuldunauta þeirra. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjall- að mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neyt- endadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikn- ingseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í ein- hverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almenn- ings frá grunni,“ segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann ein- faldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavett- vangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd,“ segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns. Bretar spara í LÍ Sparnaðarreikningur LÍ í Bretlandi hefur fengið mikla umfjöllun þar í landi og viðskiptavinum hefur fjölgað ört. Merrill Lynch segir Landsbankann núna eftirlætisbanka sinn á Íslandi í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu. Ástæða þess er að Merrill Lynch telur Landsbankann síst áhættusækinn í rekstri sínum og gerir athugasemdir við aðkomu Glitnis að kaupum Baugs Group á House of Fraser og sölu- tryggingunni á hluta- bréfum Icelandair. Þá er hnýtt í kaup Kaupþings banka á 7,8 prósenta hlut í norska trygg- ingafélaginu Storebrand og aðkomu bankans að kaupum John Hargreaves á Matalan. „Færslur sem þessar teljum við nýbreytni hjá Glitni,“ segir í greiningu Merrill Lynch og rekur aukna áhættusækni bankanna til árangurs þeirra við að sækja sér fé með skuldabréfaútgáfu utan Evrópu. Þó kveður við nokkuð jákvæð- ari tón í umfjölluninni um íslensku bankana en áður. Þannig segir Merrill Lynch að fleiri ákjósanlegir fjár- festingarkostir séu til við hlið íslensku bank- anna, en kveðst ekki afhuga fjárfestingum í þeim til lengri tíma. Merrill Lynch dregur þá ályktun af hlutafjáraukningu Kaupþings að til standi kaup á erlendum banka. Eins er talið líklegt að Glitnir færi frekar út kvíarnar. - óká Merrill Lynch gerir upp á milli bankanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.