Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 48

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 48
Stóriðjuskólinn er sérhæfður með tvíþætt fagnám og starfsnám fyrir áliðnað, annars vegar grunnnám og hins vegar framhaldsnám. „Til- urð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfé- lagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmennt- un hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun,“ segir Auður Þórhallsdóttir, leiðtogi fræðslumála hjá Alcan á Íslandi hf. „Áður höfðu starfsmenn setið ýmis námskeið en talið var að heildstæð- ara nám yrði markvissara og gæti skilað fyrirtækinu og starfsfólkinu mun betri árangri en það fyrirkomu- lag sem áður var við lýði. Þetta var sannarlega þarft frumkvæði þar sem ekkert nám tengt stóriðju var í boði í almenna skólakerfinu hér á landi,“ bætir hún við. Námsefni og námsskrá skólans öðl- aðist viðurkenningu menntamála- ráðuneytisins árið 2002 sem hluti af námsskrá framhaldsskóla og var metið til 24 eininga. Einnig hlaut fyrirtækið Starfsmenntaverðlaunin árið 2000 en þau eru veitt af Starfs- menntaráði og Mennt. Meginmarkmið skólans eru að efla fagþekkingu, færni og öryggi starfs- fólksins og auka möguleika þess á starfsþróun, jafnframt að efla sam- keppnisstöðu fyrirtækisins í ört harðnandi samkeppnisumhverfi. „Hátæknilegur og flókinn búnaður stýrir öllu framleiðsluferli Alcan á Íslandi. Álverið er þannig hátækni- fyrirtæki og í raun gott dæmi um hvernig rótgrónir atvinnuvegir geta nýtt sér það besta sem tölvu- og tæknisamfélagið býður upp á til að auka afköst og gæði framleiðslunn- ar,“ segir Auður. Í ljósi fenginnar reynslu fyrirtækisins af grunnnámi við Stóriðjuskólann var ákveðið að bjóða upp á fram- haldsnám við skólann haustið 2004. Það er fyrir stóriðjugreina og þá sem lokið hafa iðnskólaprófi. Markmið framhaldsnámsins er að efla færni nemenda til að gegna lykilhlutverki í hópstarfi og breytingaferlum og rækta hjá þeim frumkvæði og sjálf- stæði við mikilvæga ákvarðanatöku innan fyrirtækisins. Haustið 2005 var allt námið við skól- ann endurskoðað, ásamt námsbókum og síðan gefin út ný námsskrá með grunn- og framhaldsnámi sem gildir tímabilið 2005-2007. Í námsskránni koma fram markmið og sýn skól- ans og þær námsaðstæður og við- fangsefni sem talin eru hæfa þessum markmiðum best. Kennsluhættir og kennsluaðferðir eru tilgreindar og sama má segja um mat á námsfram- vindu og námsárangri. „Lögð er áhersla á mikilvægi gæða- stjórnunar og mats á skólastarfinu til að tryggja stöðugar umbætur á starfseminni. Námið þarf á hverjum tíma að taka mið af örri tækniþró- un og síbreytilegu starfsumhverfi Alcan á Íslandi og þörfum starfs- manna okkar,“ segir Auður og tekur fram að allur rekstur skólans sé kostaður af fyrirtækinu og flestar námsbækur gefnar út af Alcan og sérsniðnar fyrir þau fög sem kennd eru. „Í haust voru gefnar út nýjar námsbækur bæði í rafgreiningar- og steypuskálafræðum og höfundar þeirra eru starfsmenn og kennarar Stóriðjuskólans.“ Fyrirtækið gerði í október 2006 samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um einingamat á nýju námsskránni. Í samningnum mun skólanefnd Stóriðjuskólans einn- ig vinna almenna námsskrá fyrir starfsfólk í stóriðju á Íslandi í sam- starfi við FA. Þessi almenna náms- skrá mun verða unnin með hliðsjón af námsskrá Stóriðjuskólans og skal uppfylla kröfur Menntamála- ráðuneytisins vegna einingamats á óformlegu námi. „Aukin þekking, hæfni og jákvætt viðhorf starfsfólksins hefur svo sann- arlega haft sitt að segja í velgengni okkar enda gerir forstjóri sér grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólkið búi yfir sjálfstrausti og sjálfsöryggi og veit að þannig geta einstakling- arnir frekar tekist á við breytingar og áskoranir. Hvatning, skilningur og metnaður yfirmanna til skólans hefur svo sannarlega skilað sér í hærra menntunarstigi starfsfólksins og eflt fyrirtækið á allan hátt,“ segir Auður. Stóriðjuskóli í Straumvík Stóriðjuskólinn er orðinn hluti af þeirri lærdómsmenningu sem Alcan á Íslandi hefur þróað með sér í gegnum árin. Hann hefur verið starfræktur í Straumsvík frá 1998 og hefur 171 starfsmaður þegar útskrifast og 12 munu bætast í hópinn nú um áramótin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.