Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 50
8
Sýningin Tækni og vit 2007 er ætluð
þeim sem vilja kynna sér hvað þekk-
ingariðnaðurinn hefur fram að færa.
Sýningin er því áhugaverð fyrir alla
þá sem starfa í hátækni- og þekk-
ingariðnaði, fyrir stjórnendur og
sérfræðinga í atvinnulífinu og einnig
fyrir almenning sem hefur áhuga því
nýjasta í tækniþróun.
„Við höfum verið að kynna sýn-
inguna í mánuð og fengið mjög góð
viðbrögð,“ segir Margit Elva Ein-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Tækni
og vits 2007. „Á þessum stutta tíma
höfum við selt í um helminginn af
sýningarsvæðinu en við veitum þeim
tíu prósenta afslátt af fermetraverði
sýningarrýmis sem skrá sig fyrir 24.
nóvember. Þetta er fyrst og fremst
fagsýning en við erum að reyna að
víkka út sviðið og taka inn fleiri
þætti í íslenskum iðnaði,“ segir
Margit. Meðal þátttakenda á sýn-
ingunni verða tölvu- og upplýsinga-
tæknifyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki,
fyrirtæki í líf- og lyfjatækni og mörg
öflugustu iðntæknifyrirtæki lands-
ins. Að auki munu menntastofnan-
ir, ráðgjafa- og fjármálafyrirtæki og
ýmsar opinberar stofnanir koma að
sýningunni. Einnig verður UT-dag-
urinn haldinn í tenglsum við Tækni
og vit 2007. Ráðstefna verður haldin
í Salnum í Kópavogi þar sem meðal
annars verður rætt um hvernig auka
megi rafræna sjálfsafgreiðslu opin-
berra stofnana.
„Sýningin Tækni og vit 2007
gefur þannig fólki kost á að kynn-
ast íslenskum hátækniiðnaði og
þeim geira sem í kringum hann er,“
segir Margit. „Sýningin verður mjög
fjölbreytt, enda eru þátttakendur af
mjög breiðu sviði.“
Nánari upplýsingar um Tækni og
vit 2007 má finna á www.taekniog-
vit.is.
Tækni og vit 2007
Sýningin Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Smáranum 8. til 11. mars á næsta
ári. Markmið sýningarinnar er að kynna nýjungar og þjónustu sem í boði er í hátækni- og
þekkingariðnaði og þau tækifæri sem eru til varðandi aðstöðu, fjármögnun og þjónustu.
Óhætt er að fullyrða að vinnsla
á járni úr jörðu hafi verið þróað-
asta náttúrunám á Íslandi á mið-
öldum. Járnið var unnið úr mýra-
rauða en sú aðferð var algeng í
Noregi fyrir landnám Íslands og
líklegt að aðferðin hafi flust með
norskum landnámsmönnum
hingað til lands. Aðferðin, sem
notuð var við járngerðina, var
kölluð rauðablástur og byggðist
á því að bræða járnið úr mýra-
rauða yfir viðarkolaglóð í þar til
gerðum ofni.
Á þjóðveldisöld er líklegt að
mestallt járn, sem notað var til
framleiðslu á ýmsum nytjahlut-
um, hafi verið unnið hér á landi
og má því til stuðnings benda
á að engar heimildir eru til um
innflutning á smíðajárni á þeim
tíma.
Járngerð á Íslandi, rauða-
blástur, lagðist af um 1500
þegar vinnsla járngrýtis hófst
á Norðurlöndum. Í kjölfar þess
hófst innflutningur á svokölluðu
Ásmundarjárn en þó er líklegt að
vinnsla járns úr mýrarauða hafi
tíðkast eitthvað eftir 1500 þar
sem slík þekking leggst ekki af á
einni nóttu.
Fyrsti Íslendingurinn, sem ber
starfsheitið járnsmiður í ritaðri
heimild, er landnámsmaðurinn
Ljótólfur og má því segja að
hann sé fyrsti járniðnaðarmað-
urinn sem sögur fara af.
Járn úr
mýrarauða
{ Íslenskur iðnaður }