Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 65

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 65
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 S K O Ð U N Eigendur fyrirtækja og starfsmenn hafa ýmis áhuga- mál. Veiðiskapur hefur fylgt Íslendingum lengi og alltaf eykst sá fjöldi manna sem leggur stund á skotveiðar í sínum frítíma. Í vöxt fer að samstarfsmenn fari í hópum til veiða og komi gírugir á kaffistofuna daginn eftir með góðar veiðisögur. Manni verður þó um og ó að heyra sögur af veiðiferðum skotveiðimanna þar sem svo mikill fjöldi er saman kominn á tiltölulega litlu svæði, allir í sama tilganginum, að skjóta gæsir eða rjúpur. Fréttir herma að menn hafi hreinlega flúið af góðum veiðistöðum vegna þess að skothríð er mikil, hún kemur úr öllum áttum þannig að ekki er mögulegt að átta sig á hvaðan skotin koma og ástandið því stór- hættulegt. Á haustmánuðum hafa borist tjónstilkynningar til Sjóvár sem fá mig til að hafa áhyggjur af því að menn sýni ekki ýtrustu varkárni við meðferð skotvopna. Áverkar geta verið alvarlegir og því viljum við árétta að þeir sem fá byssuleyfi taki alvarlega þær leiðbeiningar sem koma fram á námskeiðum sem haldin eru af Umhverfisstofnun um sjálfsagð- ar öryggisreglur. Það segja mér fróðir menn að þegar skotmaður gengur með hlaðna byssu á veiðum skal allt- af opna byssulásinn og afhlaða byssuna þegar farið er yfir t.d. skurði, klifrað upp kletta eða klöngrast yfir urð og móa. Gangi margir menn saman með hlaðnar byssur skal halda þeim þannig að hlaupin stefni aldrei að sam- ferðamönnum ef menn hrasa og detta. Það þykir einnig sjálf- sögð kurteisi að opna byssuna og afhlaða er menn hittast á veiðum og fara að ræða málin eða setjast niður að snæðingi. Þetta eru mjög góðar reglur og afar áríðandi að sem flestir skotveiðimenn tileinki sér þær. Það er grafalvarlegt mál að verða fyrir slysa- skoti því afleiðingarnar geta haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir þann sem fyrir verður svo ekki sé talað um þann sem veldur. Það hlýtur að vera hræðileg tilfinning og erfitt að lifa með því að valda besta vini sínum eða nánum ættingja slíkum skaða, kannski af algeru kæruleysi og óvarkárni. Þótt við bjóðum upp á góðar slysatryggingar þá getum við ekki annað en greitt ákveðnar fjárhæðir en atburðurinn hverf- ur ekki þrátt fyrir þær greiðslur. Með þessu greinarkorni lang- ar mig að vekja skotveiðimenn til meðvitundar um alvarleika þessa sports, tileinka sér varúð og gætni í meðferð skotvopna og klæðast áberandi fatnaði í þeim tilfell- um sem slíkt fælir ekki bráðina, t.d. við rjúpnaveiðar. Það er mjög auðvelt og ódýrt að verða sér úti um neon- lituð þunn nælon-vesti sem gera það að verkum að veiðimenn sjá vel hver annan, sérstaklega í aðstæðum þar sem fjöldi skot- veiðimanna er slíkur að hætta stafar af eins og áður kom fram. Bestu kveðjur og góða veiði! Sólveig Ólafsdóttir þjónustufulltrúi á tjónasviði Sjóvár Fara þarf varlega með byssur S P Á K A U P M A Ð U R I N N Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmun- ir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi aug- ljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaff- ari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðn- um. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstak- lega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverj- ar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæð- ur en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjóna- bandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitt- hvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta sam- band gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvern- veginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis tauga- veiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfest- ingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðrað- ur, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tím- ann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu Ástlaust hjónaband Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hirz lan. is Skrifstofuhúsgögn ....á miklu betra verði ! Hæðarstillanleg skrifborð frá kr. 31.300 Samstæðan kr. 56.400 Beyki Kirsuber Hlynur Hnota Dönsku Prima línunni má raða saman á ótal vegu. Níðsterk og endingargóð húsgögn á mjög góðu verði, til afhendingar strax.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.