Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 67
MARKAÐURINN
kostnað, sem hefur gengið vel
eftir en á meðan kostnaður sjóða
í Bandaríkjunum hefur farið
hækkandi hefur kostnaður hjá
Vanguard farið lækkandi.
VÍSITÖLUSJÓÐIR LYKILLINN AÐ
ÁRANGRI
Rekstur vísitölusjóða er kjarna-
hæfni Vanguard og af mörgum
talinn lykillinn að árangri félags-
ins. Vísitölusjóðir beita hlut-
lausri eignastýringu sem þýðir
að sjóðirnir eiga hlutabréf í því
sem næst sömu hlutföllum og
eru í þeirri vísitölu sem miðað
er við. Rekstur vísitölusjóða fell-
ur vel að hugmyndum Vanguard
um að fjárfesta til lengri tíma,
bæði sem fyrirtæki og eins í fjár-
festingum. Fyrirtækið býður líka
aðra fjárfestingasjóði en hefur
þá leitað til annarra fyrirtækja
með að reka þá. Hvernig svo sem
sjóðirnir eru upp byggðir segir
Brennan þá alla rekna á mjög
agaðan hátt, enda sé mikilvægt
að leita eftir jafnvægi og dreif-
ingu í fjárfestingum til að hafa
stjórn á áhættu. „Ein algengustu
mistök við fjárfestingar er að elta
tískubylgjur, sem er ekki góð leið
til að græða peninga. Við hugs-
um til lengri tíma, oft til fimm
eða tíu ára, ekki í mánuðum eða
jafnvel árum. Markaðir rísa og
falla, það er bara þannig. Það eru
fjölmargir hlutabréfamarkaðir í
heiminum þar sem enginn hefur
grætt neitt undanfarin sex ár og
þar vill enginn fjárfesta í hluta-
bréfum núna. Annars staðar, eins
og hér, hafa markaðir verið á
blússandi siglingu og skyndilega
vilja allir fjárfesta í hlutabréf-
um. Ein af ástæðunum fyrir því
að við erum virt fyrirtæki er
að þegar þrengir að segjum við
„þetta verður ekki alltaf svona“
en þegar markaðir eru á siglingu
segjum við það sama.
TÆKIFÆRIN LIGGJA Í ALÞJÓÐA-
VÆÐINGUNNI
Um það hvar tækifærin liggja
í framtíðinni segir Brennan að
fjárfestar séu að verða alþjóð-
legri í stefnu sinni. „Fyrir tíu
árum voru fjárfestar smeyk-
ir við nýju markaðina, eins og
Indland, Kína og Austur-Evrópu.
Núna eru fjárfestar farnir að
átta sig á að alþjóðlegar fjár-
festingar eru frekar leið til að
minnka áhættu en öfugt.“ Hann
telur að alþjóðavæðingin muni
hafa góð áhrif á alla markaði
þar sem fyrirtæki neyðast til að
gerast samkeppnsihæf á alþjóð-
legum vettvangi sem muni hafa
í för með sér betri arðsemi fyrir
fjárfesta.
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006
Íslenski skuldabréfamarkaðurinn –
á vit nýrra tækifæra
Hótel Nordica, 15. nóvember 2006
Fjallað verður um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum skuldabréfum og Jöklabréfum,
horfur og áhrif. Einnig verður opnaður nýr vefur á ensku sem hefur það hlutverk að miðla
alþjóðega upplýsingum um íslensk skuldabréf og efnahagsmál.
Framsögumenn á ráðstefnunni verða:
• Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra.
• Beat Siegenthaler, Senior Strategist, frá Toronto Dominion Securities. TD hefur
staðið að baki fl estum Jöklabréfaútgáfum til þessa.
• Andrew Bosomworth, Executive Vice President and Senior Portfolio Manager frá
PIMCO Fixed Income Portfolio Management. PIMCO stýrir alþjóðlegum skuldabréfa–
sjóðum fyrir um 640 milljarða bandaríkjadala og telst leiðandi á sviði eignaumsýslu í
heiminum.
Fundarstjóri er Þórður Geir Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins.
Fundurinn verður á Hótel Nordica í dag, miðvikudaginn 15. nóvember, og hefst kl. 16.00.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á lanasysla@lanasysla.is eða í síma 540 7500.
Ráðstefna í boði Lánasýslu ríkisins og samstarfsaðila á fjármálamarkaði
Samstarfsaðilar: KB Banki
Glitnir Landsbanki Íslands
Íbúðalánasjóður MP Fjárfestingarbanki
Kauphöll Íslands Straumur - BurðarásLÁNASÝSLA RÍKISINS