Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 69

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 69
MARKAÐURINN 17MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Bandaríska vísindatímarit- ið Popular Science hefur veitt stoðfyrirtækinu Össur hf. við- urkenninguna „Best of What‘s New“ fyrir rafeindastýrðan gervifót með gervigreind, þann fyrsta sinnar tegundar í heim- inum. Fóturinn er íslensk hönn- un frá grunni og framleiddur í húsnæði Össurar á Grjóthálsi í Reykjavík. Fyrirtækið hlýtur verðlaunin í annað sinn en Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, telur að slíkt sé einsdæmi. Össur hlaut verðlaun- in í fyrra fyrir mótorknúið gervi- hné. Popular Science hefur veitt verðlaunin frá árinu 1987 en á meðal þeirra sem þau hafa hlotið eru bílasmiðirnir hjá BMW og Porsce og tæknifyrirtækin Sony, Apple og Intel. Gervifóturinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og fengið talsverða umfjöllun á erlendri grundu en bandaríska dagblaðið New York Times og sjónvarps- fréttastofan CBS Evening News hafa meðal annars fjallað um hann. Til að færa enn frekari sönn- ur á þá styrku stöðu sem Össur skipar á alþjóðlegu tæknisviði var blaðamaður bandaríska tæknitímaritsins Wired Magazine mættur hingað til lands í síðustu viku, gagngert til að vera við- staddur kynningarfund Össurar á föstudag þar sem gervifóturinn var sýndur og þróunarferli hans lýst. Þá sýndi Guðmundur Ólafsson hvernig fóturinn virkar. Guðmundur var ungur að aldri þegar hann fótbrotnaði. Brotið greri illa og var Guðmundur vart vinnufær þar til hann lét taka af sér fótinn fyrir tveimur árum. Hann hefur upp frá því unnið með þróunardeild Össurar og tekið þátt í prófunum á gervi- fætinum. FRAMFÖR FRÁ FYRRI GERVIFÓT- UM Þróun gervifótarins hófst í febrú- ar í fyrra en hann byggir á þeim grunni sem lagður var með mót- orknúna gervihnénu sem fyrir- tækið hlaut verðlaun fyrir á síð- asta ári og skýrir það að mörgu leyti hversu stuttan tíma tók að þróa fótinn, sem nefnist Proprio Foot. Gervigreindin, sem fóturinn býr yfir, hefur þá kosti umfram aðra gervifætur að fóturinn lagar sig að mismunandi undir- lagi og skiptir engu hvort held- ur er gengið á ís, upp brekku, í stiga eða á jafnsléttu. Þetta er mikil framför, bæði fyrir þá sem þurfa á gervifæti að halda og fyrir Össur, að sögn Jóns Sigurðssonar sem benti á að eldri gerðir gervifóta hafi haft ýmsa vankanta. Fólk hafi líkt og haltrað, átt í erfiðleikum með að velja skó þar sem gervifóturinn þurfti aðrar stærðir en heili fót- urinn og svo mætti lengi telja. Jón segir nýja gervifótinn, sem gerður er úr trefjaefni, mikla breytingu fyrir þann sem þarf slíkan. Og eftirspurnin sé mikil hjá þeim sem á fætinum þurfi að halda, ekki síst hjá ungu fólki sem til dæmis hafi misst fót eða fætur í stríðsátökum eða slysum. BEINTENGT VIÐ TAUGARNAR Gervigreindin í gervifæti Össurar býr yfir þeim kosti að tiltölulega auðvelt er að þjálfa hann auk þess sem fóturinn hefur mjög gott fjarlægðar- skyn, jafnvel betra en notandi fótarins hefur. Jón segir fram- leiðendur gervilima á borð við Össur horfa til þess að tengja gervifæturnar beint við taugar líkamans í framtíðinni en slíkt gefur notandanum umtalsvert meiri stjórn yfir gervifætinum en nokkru sinni fyrr. Þótt slíkt sé fræðilega mögulegt er þó enn langt þangað til það verður að veruleika, að hans sögn. Rafeindastýrður gervifótur Össurar fær bandarísk verðlaun Stoðtækjafyrirtækið Össur hlaut á föstudag verðlaun frá bandarísku vís- indatímariti fyrir gervifót með gervigreind. Fóturinn, sem hefur verið í þróun í rúmt eitt og hálft ár, er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór á kynningu á fætinum hjá Össuri og ræddi við Guðmund Ólafsson sem segir gervifótinn hafa breytt lífi sínu. Guðmundur Ólafsson brotnaði illa á hægri fæti níu ára gamall. Brotið greri illa. Hann þjáðist af verkjum vegna þessa og þurfti lengi vel að taka verkjalyf. Þá þjáðist hann ennfremur af bakverkjum vegna skekkju fótarins og átti erfitt með alla hreyfingu. Guðmundur lagð- ist undir hnífinn fyrir nokkrum árum þar sem hluti af kálfa vinstri fótar var flutt- ur yfir í hægri fót- legginn. Árangurinn var lítill, að sögn Guðmundar sem ákvað að láta taka fótinn af fyrir tveimur árum, þá 35 ára gamall. Eftir þetta hóf Guðmundur að vinna með Össuri að þróun og prófanaferli rafeindastýrða gervifótarins. Hann segir fótinn skipta sköpum. Bæði sé hann þægilegri en gervi- fótur sem hann not- aði áður auk þess sem hann er örugg- ari. Guðmundur bendir á að hann hafi runnið til á dög- unum og dottið. Það hafi hins vegar ekki verið gervifótur- inn sem skrikaði til heldur heili fóturinn sem hafi misreiknað sig. Þá segir Guðmundur öll vandamál úr sög- unni með nýja fæt- inum enda geti hann lagað sig að flestum aðstæðum, jafnvel nýjum skóm. Það má með sanni segja að lífið horfi öðruvísi við Guðmundi eftir að hann fékk nýja gervifót- inn frá Össuri því hann stundar nú nám í knattspyrnuþjálfun og segist geta sparkað bolta með sonum sínum. - jab Gervifótur Össurar skipti sköpum www.actavis.com
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.