Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 70

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 70
MARKAÐURINN Eimskip tók síðasta laugardag við nýju frystiskipi sem samdægurs var gefið nafnið Storfoss. Lára Konráðsdóttir, yfirmað- ur hjá Eimskip í Noregi, sem gaf skipinu nafnið, sagði félagið vilja halda í þá hefð að nefna þau eftir fossum. Skipið kemur ekki til með að koma hingað til lands heldur verður í siglingum milli Noregs, Englands og Hollands. Fyrr á þessu ári tók Eimskip við systurskipi Storfoss, sem heitir Svartfoss, og á svo von á fjórum skipum til viðbótar á næsta ári. Frystiskipið var byggt af Vaagland Båtbyggeri AS í Álasundi í Noregi. Hans Martin Iversen, fram- kvæmdastjóri Eimskip-CTG í Noregi, var að vonum ánægð- ur með nýju viðbótina í flotann og sagði að þótt Svartfoss hefði verið flottur, þá væri nýja skip- ið enn þá flottara. „Nýju frysti- skipin gera okkur kleift að bæta þjónustu okkar enn frekar,“ segir hann, en með breyting- unni kynnir Eimskip-CTG nýja og bætta siglingaáætlun frá Noregi til Bretlands og Belgíu og Hollands. Félagið býður þannig upp á aukið flutningsmagn á hrað- skreiðustu frystiskipunum og hönnun þeirra er þannig að losun og lestun tekur skemmri tíma en hjá sambærilegum skipum. Í stað þess að lyfta vörum upp í skipið er síðuport þess opnað og keyrt með bretti beint inn í frystilestir á þremur hæðum, en lyfta gengur á milli þeirra. Storfoss er blanda af frysti- og gámaskipi og er 80 metra langt og 16 metra breitt. Hámarksganghraði þess verður 16 sjómílur á klukkustund og burðargeta er 2.500 tonn. Skipin geta borið 1.800 bretti og tæplega þrjátíu 40 feta gáma á þilfari. Með nýrri siglingaáætlun sem þegar er komin í gang getur Eimskip boðið reglulega gáma- þjónustu frá norðurhluta Noregs til Bretlands og Hollands, en slík þjónusta segir Bragi Þór Marinósson, yfirmaður Norður- Atlantshafssviðs Eimskips, vera nýmæli í Norður-Noregi. Í Hollandi og Bretlandi tengist svo flutningaleiðin inn á alþjóðlegt flutninganet Eimskips sem teyg- ir sig nú um allan heim. Bragi segir stórkostlegt hafa verið að fá að taka þátt í gríð- arlegum vexti félagsins síðustu tvö árin, en á þeim tíma hefur Eimskip bætt við sig fjölda félaga og eflst mjög. „Við ætlum að vera öflugasta félagið á Norður- Atlantshafi,“ segir Bragi og kveð- ur einstakt hvernig félagið getur nú boðið hitastýrða flutninga í tengslum við net kæligeymsla um heim allan. Hann segir nýju skipin svo bjóða upp á mikinn sveigjanleika í því að þótt þau flytji frosinn fisk frá Noregi, geti þau tekið til baka nánast hvað sem er, svo sem þungaflutninga, sérhæfðar vélar eða hvað eina annað. „Eimskip rekur núna um 157 starfsstöðvar í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Asíu. Félagið er með 40 til 50 skip í rekstri, um 1.350 flutningabíla og yfir 100 kæli- og frystigeymsl- ur. Starfsmenn félagsins eru um 8.500 talsins,“ segir Bragi Þór. - óká 15. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Storfoss er nýjasta viðbótin í ört stækkandi flota Eimskips Adams • BabySam • Bæjarins bestu pylsur • Ben&Jerry´s • Benetton & Sisley • Bianco • Blend • Blómaval • Body Shop Breytilegt saumastofa • Brilliant • BT • Burger King • Byggt og búi› • Café Adesso • Carat - Haukur gullsmi›ur • D‡raríki› • Change Coast • Debenhams • Dorothy Perkins • Dótabú›in • Drangey • Dressmann • energia bar • Ecco • Exit • Eymundsson • Evans • Fatahreinsunin Hra›i • Gullsmi›ja Óla • Hagkaup • Hans Petersen • Herragar›urinn • Hestar og menn • Hjörtur Nielsen • Home Art • Hygea Ice in a bucket • Intersport • Isis • Ís-inn • Jack & Jones • Joe Boxer • Jói Fel • Kaupfélagi› • Levi´s • Líf og list • Lukkusmárinn • Lyfja • Meba- Rhodium • nammi.is • Nings Wokbar • Nóatún • Nova Bossanova • Oasis • Office 1 • Only • Optical Studio RX Optical Studio Sól • Ormsson • Ozio • Pizza Hut • Retro • Saumur og merking • Síminn • Skífan • Skór.is • Smára skóari • Smárabíó • Steinar Waage • Söstrene Grene • T.G.I. Friday’s • Te & kaffi • Tiger • Top Man • Top Shop • Tous • Útilíf • Vero Moda • Veröldin okkar • Vila • Vodafone Zara • Zink E N N E M M / S ÍA / N M 24 50 6 JÓLAGJAFAKORT SMÁRALINDAR ER HIN FULLKOMNA GJÖF YFIR MILLJÓN GJAFIR Rafræna gjafakorti› í Smáralind er jólagjöf sem hittir í mark hjá starfsmönnum jafnt sem vi›skiptavinum. Haf›u samband vi› fljónustudeild Smáralindar í síma 528 8000 og panta›u gjafakort, sérmerkt flínu fyrirtæki. Gegn vægu gjaldi pökkum vi› kortinu í fallega gjafaöskju. Opi›: mán, flri, mi› 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18, sun 13-18 / 528 8000/ smaralind.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.