Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 89

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 89
Í formála plötunnar Romm Tomm Tomm skrifar rithöfundurinn Einar Kárason að þegar Tómas R. Einarsson sé í Kúbutaktinum sé hann á heimavelli. Einar hefur lög að mæla ef marka má útkomu nýj- ustu afurðar Tómasar. Romm Tomm Tomm veitir hlustandanum innsýn í lítið ferða- lag. Hún fær áheyrendur til að gleyma skammdeginu á litlu eyj- unni í norðri sem hverfa á aðra litla eyju í suðri en þar drýpur rommið af hverju strái. Hann situr allt í einu undir pálmatréi með glas af mojito og Kúbuvindil, klæddur í hörskyrtu og virðir fyrir sér allar gömlu en glæsilegu amerísku bifreiðarnar. Platan hefst á Jörfagleði sem lýsir kannski best því hugar- ástandi sem Tómas kemst í þegar hann er kominn á þennan svokall- aða heimavöll. Hlustandinn er ekki lengi að komast í gírinn og gleymir því að frostið og snjórinn sé á næsta leiti. Við tekur titillag plötunnar og dansskórnir hafa verið pússaðir og þannig líður platan áfram, hún er eins og þaul- kunnugur fararstjóri um eyjuna og allt sem hún hefur upp á að bjóða. Tómas hefur aldrei verið hræddur við að njóta liðsinnis sér yngri manna, gítarleik- arinn Ómar Guðjóns- son sýnir snilldartakta og ekki má gleyma þætti Gísla Galdurs sem skankar skífum. Þá verður varla hægt að segja skilið við Romm Tomm Tomm án þess að minnast á hljóð- færaleikarana frá Kúbu sem gefa plötunni upprunalegan hljóm og leyfa manni ekki að efast eina sek- úndu um að svona tónlist hljóti að hljóma á hverju götuhorni. Íslensku blásararnir með Samúel J. Samú- elsson og Óskar Guðjónsson fremsta í flokki stíga síðan varla feilspor í spilamennsku sinni. Romm Tomm Tomm lýkur á kveðjunni Söknuður með afbragðs- leik af hendi höfðingjans á bass- ann og hlustandinn sér Tómas stíga upp í flugvél og horfa á eftir landinu úr fjarlægð sem hann hefur tekið svo miklu ástfóstri við. Ferðalagið til Havana Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is SPEEDBALL blettahreinsir skotvirkar á erfi›a bletti eins og fitu, blek, vaxliti, varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er ú›a› beint úr brúsanum á blettinn og sí›an flurrka›. fiarf ekki a› skola. Skilur ekki eftir leifar. Prófa›u SPEEDBALL – hann hreinlega virkar! * Tilbo› gildir til 30. nóvember 2006 e›a á me›an birg›ir endast. 25% afsláttur* HREINLEGA VIRKAR Á BLETTINA KJÓSTU EDDU! Nú getur þú tekið þátt í að velja verðlaunahafa á Edduhátíðinni sem haldin verður á sunnudagskvöldið. Á vefslóðinni visir.is geta allir kosið milli þeirra sem tilnefndir eru til verðlauna. Kosningu lýkur kl. 17 á föstudag 17. nóvember. Þá verður ljóst hvaða 5 einstaklingar eru efstir í kjöri vinsælasta sjónvarpsmanns ársins. Milli þeirra er síðan kosið í símakosningu og munu úrslitin ráðast í beinni útsendingu Sjónvarpsins sunnudagskvöldið 19. nóvember 2006. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa fengið sendan kjörseðil í tölvupósti og verða að hafa kosið fyrir kl. 17 á föstudaginn. Hafi einhverjir ekki fengið sendan kjörseðil geta þeir kosið föstudaginn 17. nóvember milli klukkan 10 og 17 hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands að Túngötu 14, 101 Reykjavík. Sjá nánar á logs.is Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían Taktu þátt í að velja sigurvegara Eddunnar! Framkvæmdastjórn Eddunnar 2006 er í höndum Sagaevents Forval á vinsælustu sjónvarpsmönnum ársins með hjálp: 2006EDDA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.