Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 89
Í formála plötunnar Romm Tomm
Tomm skrifar rithöfundurinn
Einar Kárason að þegar Tómas R.
Einarsson sé í Kúbutaktinum sé
hann á heimavelli. Einar hefur lög
að mæla ef marka má útkomu nýj-
ustu afurðar Tómasar.
Romm Tomm Tomm veitir
hlustandanum innsýn í lítið ferða-
lag. Hún fær áheyrendur til að
gleyma skammdeginu á litlu eyj-
unni í norðri sem hverfa á aðra
litla eyju í suðri en þar drýpur
rommið af hverju strái. Hann situr
allt í einu undir pálmatréi með
glas af mojito og Kúbuvindil,
klæddur í hörskyrtu og virðir
fyrir sér allar gömlu en glæsilegu
amerísku bifreiðarnar.
Platan hefst á Jörfagleði sem
lýsir kannski best því hugar-
ástandi sem Tómas kemst í þegar
hann er kominn á þennan svokall-
aða heimavöll. Hlustandinn er
ekki lengi að komast í gírinn og
gleymir því að frostið og snjórinn
sé á næsta leiti. Við tekur titillag
plötunnar og dansskórnir hafa
verið pússaðir og þannig líður
platan áfram, hún er eins og þaul-
kunnugur fararstjóri um eyjuna
og allt sem hún hefur upp á að
bjóða.
Tómas hefur aldrei
verið hræddur
við að njóta
liðsinnis sér
yngri
manna,
gítarleik-
arinn
Ómar
Guðjóns-
son sýnir
snilldartakta og ekki má gleyma
þætti Gísla Galdurs sem skankar
skífum. Þá verður varla hægt að
segja skilið við Romm Tomm
Tomm án þess að minnast á hljóð-
færaleikarana frá Kúbu sem gefa
plötunni upprunalegan hljóm og
leyfa manni ekki að efast eina sek-
úndu um að svona tónlist hljóti að
hljóma á hverju götuhorni. Íslensku
blásararnir með Samúel J. Samú-
elsson og Óskar Guðjónsson
fremsta í flokki stíga síðan varla
feilspor í spilamennsku sinni.
Romm Tomm Tomm lýkur á
kveðjunni Söknuður með afbragðs-
leik af hendi höfðingjans á bass-
ann og hlustandinn sér Tómas
stíga upp í flugvél og horfa á eftir
landinu úr fjarlægð sem hann
hefur tekið svo miklu ástfóstri við.
Ferðalagið til Havana
Su›urlandsbraut 26
Reykjavík
Sími: 510 0000
Brekkustíg 39
Njar›vík
Sími: 420 0000
Mi݇si 7
Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Grundargötu 61
Grundarfir›i
Sími: 430 0000
www.besta.is
SPEEDBALL blettahreinsir skotvirkar á erfi›a bletti eins og fitu, blek, vaxliti,
varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er ú›a› beint úr brúsanum á blettinn
og sí›an flurrka›. fiarf ekki a› skola. Skilur ekki eftir leifar.
Prófa›u SPEEDBALL – hann hreinlega virkar!
* Tilbo› gildir til 30. nóvember 2006 e›a á me›an birg›ir endast.
25%
afsláttur*
HREINLEGA
VIRKAR Á BLETTINA
KJÓSTU EDDU!
Nú getur þú tekið þátt í að velja verðlaunahafa á Edduhátíðinni sem haldin verður á
sunnudagskvöldið.
Á vefslóðinni visir.is geta allir kosið milli þeirra sem tilnefndir eru til verðlauna. Kosningu
lýkur kl. 17 á föstudag 17. nóvember.
Þá verður ljóst hvaða 5 einstaklingar eru efstir í kjöri vinsælasta sjónvarpsmanns ársins.
Milli þeirra er síðan kosið í símakosningu og munu úrslitin ráðast í beinni útsendingu
Sjónvarpsins sunnudagskvöldið 19. nóvember 2006.
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa fengið sendan kjörseðil
í tölvupósti og verða að hafa kosið fyrir kl. 17 á föstudaginn. Hafi einhverjir ekki fengið
sendan kjörseðil geta þeir kosið föstudaginn 17. nóvember milli klukkan 10 og 17 hjá
Kvikmyndamiðstöð Íslands að Túngötu 14, 101 Reykjavík. Sjá nánar á logs.is
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían
Taktu þátt í að velja sigurvegara Eddunnar!
Framkvæmdastjórn
Eddunnar 2006
er í höndum
Sagaevents
Forval á vinsælustu
sjónvarpsmönnum
ársins með hjálp:
2006EDDA