Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 90

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 90
Bubbi Morthens var rétt rúmlega þrítugur þegar Silja Aðalsteins- dóttir skrifaði ævisögu hans fyrir tæpum tveimur áratugum. Ævifer- ill Bubba hafði hins vegar verið með þeim ólíkindum að í þessu til- felli var hægur vandi að réttlæta það að ævisaga jafn ungs manns væri færð í letur. Bubbi hefur sjálfsagt lifað jafn- gildi tveggja mannsaldra frá því Silja skilaði sögu hans í prent- smiðju en síðan þá hafa fjölmiðlar myndast við að skrifa ævisögu hans jafn óðum þannig að Bubbi er án efa einn þekktasti núlifandi Íslend- ingurinn. Það vita allir allt um hann, eða telja sig vita allt um hann, og þjóðin er svo upptekin af honum að það telst fréttaefni ef hann kveikir sér í sígarettu á almanna- færi. Jón Atli Jónasson ræðst því síður en svo á garðinn þar sem hann er lægstur í Ballöðunni um Bubba Morthens, skáldævisögu sem bygg- ist á lífi manns sem við þykjumst öll þekkja, eða eins og Jón Atli lýsir honum í bókarlok: „…hér úti á þess- um dimma og dökka vegi hefur limbóið loks slegið eign sinni á hann og nú tilheyrir hann öllu og öllum en í sömu andrá engum nema sjálf- um sér og þeirri duldu leið sem hann hefur valið sér“. Það verður þó ekki af Bubba tekið að æviferill hans er vel til þess fallinn byggja skáldskap á og Jóni Atla tekst merkilega vel að draga upp ferska mynd af þessum manni sem allir eiga og meginstyrkur bókarinnar er fólginn í því að hann dýpkar þá mynd sem við höfum af manninum og þótt sagan sem hann segi sé á allra vitorði. Efnistök hans eru líka með slíkum ágætum að hann kemst að kviku þessa margbrotna manns sem hefur sopið ófáar fjörurnar en stendur uppi sem sigurvegari og hefur aldrei verið sterkari. Jón Atli fer þá skynsamlegu leið að reyna ekki að rekja ævi- sögu Bubba í línulaga frásögn þar sem allar helstu vörður á veginum eru vel þekktar. Þess í stað bregð- ur hann upp lifandi og skýrum myndum af Bubba á ýmsum ævi- skeiðum og púslar þannig saman brotakenndri mynd sem rennur saman í þétta heild í lokin þegar hann slengir inn hálfgerðu „mann- lífsviðtali“ í bókarlok. Bubbi er ekki kallaður Bubbi í gegnum frásögnina heldur „dreng- urinn með stingandi augun“ og „söngvarinn“ þannig að skáletrað- ur viðtalskaflinn brýtur frásögn- ina því upp þegar Bubbi mætir til leiks í öllu sínu sjálfsörugga veldi þótt bókin hefjist einnig á svipuð- um nótum. Þetta stílbrot gengur hins vegar skemmtilega upp þegar strákurinn með stingandi augun rennur saman við lífsreyndan rokkarann sem er nýbúinn að kaupa sér heitan pott með nuddi. Drengurinn er kynntur til leiks í sínum fyrsta fiskveiðitúr þar sem hann reynir, síælandi, að öðlast sess í grjóthörðu karlaveldinu um borð. Síðan tekur við slormett og hráslagalegt verbúðarlífið en Jón Atli fangar stemninguna sem gúanórokkarinn reis þar upp úr með myndrænum og áhrifamikl- um lýsingum. Jón Atli nær oft býsna góðu flugi í þessum lýsingum sínum þótt hann missi stundum tökin þegar hann freistar þess að skrúfa stílinn upp í ljóðrænu sem hann virðist ekki alveg ráða við. Það örlar því stundum á til- gerð og endurtekningum mynda og stefja sem skila sér ekki alla leið en textinn er samt lipur, lif- andi og flæðir fram af þeim krafti sem einkennir viðfangsefnið. Hnökrarnir draga óneitanlega aðeins úr heildaráhrifunum sem eru engu að síður býsna mögnuð. Þegar kassagítarplokk verbúðar- innar er að baki hittum við Bubba fyrir sem leðraðan utangarðs- mann sem keyrir pönkhljómsveit sína áfram af offorsi og hörku. Þá er einnig staldrað við með honum í Los Angeles þar sem hann fór útúrkókaður á vit heimsfrægðar- innar. Þessir kaflar eru, rétt eins og gúanóhlutinn, líflegir og þræl- skemmtilegir aflestrar og ein- hvers staðar inn á milli þeirra rekst lesandinn inn á afmælistón- leika Bubba í Höllinni í sumar. Þetta tímaflakk styrkir frá- sögnina og gerir þessa brotamynd af stráknum með stingandi augun miklu skemmtilegri og áhuga- verðari en ef honum hefði verið fylgt í tíma frá verstöðinni ofan í heitan nuddpottinn. Þegar allir vita hvernig heildarmyndin lítur út er miklu skemmtilegra að taka nokkur púsl og leika sér með þau og skoða hvað leynist bak við þau. Þessi minningarbrot Bubba leika í höndum Jóns Atla sem skilar áhugaverðri og læsilegri bók um þennan óumdeilda risa í íslenskri tónlistarsögu. Frægð Bubba gefur höfundinum svig- rúm til þess að fara hratt yfir sögu enda eiga sjálfsagt flestir lesendur sína eigin mynd af Bubba og Jóni Atla tekst hið ómögulega með frásagnaraðferð sinni, að dýpka og bæta einhverju við söguna sem allir þekkja. Myndbrot úr lífi Bubba
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.