Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 98

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 98
 The Guardian lætur líkur leiða að því í frétt sinni í gær að aukinn skilningur og vinskapur sé að skapast á milli Eggerts Magn- ússonar og Terry Brown, núver- andi stjórnarformanni West Ham og stærsta hluthafa félagsins. Eggert mun hafa eytt síðastliðn- um föstudegi að skoða aðstæður félagsins, bæði á leikvangi þess sem og æfingasvæði. Eggert þykir nú líklegastur til að eignast meirihluta hlutabréfa í félaginu og gerast þar með stjórn- arformaður West Ham. Viðræður eiga sér stað og hefur hann fengið að skoða bókhald félagsins. Sam- kvæmt venju væri því að vænta formlegu tilboði fyrir lok vikunn- ar og félagið gæti þá formlega skipt um eigendur í janúar næst- komandi. Íraninn Kia Joorabchian og Ísraelinn Eli Papaouchado voru nálægt því að festa kaup á félag- inu í síðustu viku en fregnir þess efnis að félagið fengi ekki að flytja á nýjan Ólympíuleikvang sem verið er að reisa í borginni mun hafa slegið verulega á áhuga þeirra. Vinskapur að takast með Eggerti og núverandi stjórnarformanni? Ryan Giggs mun í kvöld leika sinn 60. landsleik fyrir Wales. Hann verður fyrirliði er liðið mætir Liechtenstein í kvöld í vináttulandsleik. Hann sagði af þessu tilefni að hann hefði aldrei búist við að spila jafn marga leiki og hann hefur gert nú í haust. Hann nyti fótboltans sem aldrei fyrr. Giggs er 32 ára gamall og hefur allan sinn feril leikið með Manchester United þar sem hann er löngu orðinn goðsögn. Hann er vitanlega ánægður með gott gengi í úrvalsdeildinni og að eins og stendur hafi þeir vinninginn í bar- áttunni við Chelsea. „Maður verð- ur að hafa sigurviljann að vopni. Það veitir manni mikla ánægju að geta veitt Chelsea alvöru sam- keppni,“ sagði hann á blaðamanna- fundi í vikunni. „Hvað leikmenn varðar stöndum við Chelsea jafn- fætis. En þeir hafa sýnt mikinn stöðugleika síðastliðin tvö ár og hafa hin liðin liðið fyrir það. Mun- urinn nú liggur í því að við höfum ekki gefið eins mikið eftir í upp- hafi tímabilsins eins og við gerð- um síðustu tvö árin. Vonandi höld- um við áfram á sömu braut.“ Giggs segist vera ánægður með það stóra hlutverk sem hann hefur spilað með liðinu en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili. „Ég bjóst ekki við að spila svona marga leiki en ég er enn þá nokk- uð ferskur. Ég er vitanlega reynslumeiri en margir aðrir leik- menn liðsins og það er hlutverk þeirra eldri að leiðbeina þeim yngri, bæði í leikjum og á æfing- um. Eini munurinn er að ég hleyp ekki jafn hratt og ég gerði áður. Maður verður því að velja sprett- ina skynsamlega.“ Teddy Sheringham er níu árum eldri en Giggs en er enn að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni. Giggs segir þó að hann muni ekki vera enn að eftir níu ár. „Það er ótrúlegt afrek að spila enn í deild- inni 41 árs gamall. Ég sé ekki fyrir mér að ég muni ná því.“ Nýtur fótboltans sem aldrei fyrr Kjartan Daníelsson, for- maður landsliðsnefndar kvenna, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir tveim vikum að landsliðs- nefndin myndi „gera eitthvað“ vegna ójöfnuðarins í launagreiðsl- um til handa landsliðum karla og kvenna. Í gær sagði Kjartan nefndina ekkert hafa gert en til stæði að funda með stjórn knatt- spyrnusambandsins. „Það var fundur hjá okkur skömmu áður en þetta meinta mál kom upp en það er stjórnarfundur seinna í vikunni og þar verða þessi mál örugglega rædd,“ sagði Kjart- an við Fréttablaðið í gær en hann segist gjarnan vilja sjá hvetjandi greiðslur til handa kvennalands- liðinu en stelpurnar fá enga árang- urstengda bónusa eins og staðan er í dag. Kjartan segist hafa verið í sam- bandi við félaga sína í landsliðs- nefndinni sem og Eggert Magnús- son, formann KSÍ, og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóra KSÍ, og rætt málið við þá þótt engir formlegir fundir hafi verið haldnir. Fréttablaðið skoðaði á dögun- um greiðslur til handa landsliðs- fólkinu okkar en hvaða greiðslur fær landsliðsnefndarfólkið sem fer með sem fararstjórar í keppn- isferðir? „Það er ekki mikið. Mig minnir að það sé um 3.500 kr. á dag,“ sagði Kjartan en tveir aðilar úr lands- liðsnefndinni fara með í ferðirnar og oftast er einn starfsmaður frá KSÍ einnig með í för. Þessi greiðsla er vissulega ekki há en hún er hlutfallslega mun hærri en leik- menn landsliðsins fá sem er að jafnaði um 2.000 kr. á dag. Kjartan segir að hlutverk landsliðsnefnd- arfólksins sé margþætt. „Það eru móttökur sem þarf að mæta í og svo getur ýmislegt komið upp á eins og meiðsli, vand- ræði með hótel og annað. Annars er það þannig að því minna sem er að gera hjá okkur þeim betur gengur ferðin,“ sagði Kjartan. Stjórn KSÍ mun funda með landsliðsnefnd kvenna fyrir helgi. Kjartan Daní- elsson, formaður landsliðsnefndarinnar, segir ekkert hafa verið gert í málinu síðustu tvær vikur á meðan beðið hafi verið eftir fundinum. Bónus-vinningur14milljónir Alltaf á mi›vikudögum! 30 100 130 milljónir 1. vinningur MILLJÓNIR Á LAUSU! Vertu me›fyrir kl.17 Potturinn stefnir í 100 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 30 milljónir og bónusvinningurinn í 14 milljónir. E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 5 5 2 Tvöfaldur pottur2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.